Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1940, Síða 15

Dýraverndarinn - 01.04.1940, Síða 15
D Ý R A V E R X D A R I X X -27 vera svangir. Xú vildi svo vel til, aö eg liaföi tví- böku í vasanum, sem eg liaföi aö visu hugsaö mér aö eta sjálfur. Tók eg nú aö mylja hana og lét síö- an ofurlitla mola eöa agnir falla i gin smælingj- anna, en þeir tóku á móti mjög þakksamlega. Næstu claga hélt eg uppteknum hætti. Og altaf voru molarnir þegnir meö rnestu þökkum. Ginin „upp á gátt“, undir eins og til mín heyröist, og eft- irvæntingin mikil. Mér þótti svo gaman aö þessum sakleysingjum, aö eg sat oft timunum saman og horföi á þá mér til yndis og ánægju. Og svona liöu dagarnir. Vinir minir i hreiörinu uxu og fengu vængi og voru aö því komnir, aö veröa fleygir og færir.----- En er eg kom að hreiðrinu einn daginn, voru mikil umskifti oröin. „Ungarnir mínir“, hinir un- aösfögru smávinir, voru allir dauöir. Þaö var sorg- leg a'Ökoma. Einhver hafði rekist á hreiÖriÖ fyrir skömmu og drepiö ungana. Þeim hafði verið mis- þyrmt á hryllilegan hátt, líklega slitnir sundur í fullu fjöri. Blóösletturnar í hreiörinu og umhverfis það báru vitni um aöfarirnar. — Foreldrarnir sátu a trjágrein skamt undan og báru sig illa. Og mér fanst einhvern veginn eins og þessi fögru, sorg- bitnu hjón mundu ætla, að eg væri vaklur aö ó- dæðisverkinu. Eg fleygöi mér niöur og grét beisk- lega. Eg hefi stundum fundið til sorgar og and- legra þjáninga, en eg er ekki viss um, að harmur- mn hafi nokkuru sinni veriö þyngri en á þessum augnablikum.-------Eg hefi ekki gleymt þessu at- viki og mun ekki geta gleymt því. — En eftir þetta tók mjög aö þroskast samúð mín með öllu lít'i, i öllum myndum ]>ess og margbreytni. Og andstygö min á grimdarverkum. samviskuleysi og kæruleysi varð nálega takmarkalaus. ólafur við Faxafen: Martkó og Gota. Maður er nefndur A. F. Tscliiffely, og eg held, að hann sé Bandaríkjamaður. Fy rir eitthvað tíu árum fór hann riðandi frá Argentínu i Suöur-Ameríku til Xew York. Hann hafði tvo til reiðar, og hétu hestar hans Mankó og Gota; hann var tvö eða þrjú ár á leiöinni. Hesta sína sendi hann sjóveg aftur til Suður- Ameríku, en sjálfur kom hann ekki þangað aítur fyr en sjö árum síðar. Var þá fyrsta ganga hans að vitja hestanna. Kom hann þar að, sem þeir voru i girðingu, og voru um fimtíu stikur frá honum. Kallaði hann þá: „Mankó! Gota!“ eins og hann hafði verið vanur að kalla á þá. En þeir reistu eyrun, snéru sér viö og störðu á hann um stund. Síðan komu þeir hægt til hans, og þefuðu af hon- um hátt og lágt. Hann spretti nú fingrum, og lyftu hestarnir þá öðrum framfætinum; hann hafði kent þeini þetta tíu árurn áöur, og gerði þetta þegar hann þurfti að skoða undir þá. A samá hátt gegndu þeir merk- inu, er hann var vanur að gefa þeini, er þeir áttu að lyfta afturfæti, og á ýmsan annan hátt kom í Ijós, að þeir þektu hann þó sjö ár væru liðin. Lofsverður áhugi. Tr. G. og dýraverndun í Færeyjum. Það er ekki vist, að mörgum sé kunnugt nú orð- ið, að Tryggvi Gunnarsson, hinn mikli dýravinur og brautryðjandi í dýraverndunarmálum hér á landi, hafi lika reynt að koma á fót dýraverndun í Færeyjum, en satt mun það eigi að síður. Hann segir svo 1893: „Þess má geta öllum dýravinum til gleði, að talsverð líkindi eru fyrir því, að hreyfing sú, sem vöknuð er á íslandi til betri meðferðar á skepnum, flytjist til nágranna vorra í Færeyjum. Þar liefir verið ennþá meira skeytingarleysi með skepnur en á íslandi. í samfleytt fjögur ár hef eg talað við nokkra helstu menn í Færeyjum um það, sem mér íanst mest ábótavant í meðferð skepnanna þar, en eg fékk jaínan daufa áheyrn. Álitið um þörfina var eigi vaknað fyr en næst liðið vor. Næst- liðinn vetur var þar óvanalega harður, en hús fyrir sauðfé er þar óvíða til, svo féð féll hrönnum sam- an af hor og hungri, margir mistu tvo þriðjunga af fé sínu. Þetta opnaði augu margra, svo menn sáu að nauðsynlegt væri, að breyta gamalli venju. Amtmannshjónin, skólastjórar og einn blaðstjóri hafa nú tekið að sér að vekja athygli manna á því, aö betri meðferð á skepnum en verið hefur, sé bæði nauðsynleg og mannúðleg".

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.