Dýraverndarinn - 01.09.1940, Blaðsíða 9
DÝRAVERNDARINN
45
lega, og skömmu seinna barst formanni svohljóB-
andi svar frá honum :
,,Reykjavík, 13. sept. 1940.
Til svars bréfi v'ðar, herra formaður, dags. 6. þ.
m., og i samræmi viö samtal dómsmálaráöherra og
Sigurðar Gíslasonar, lögregluþjóns, vill ráðuneytið
taka þa'ð fram, að efni bréfs ybar hefir veriö athug-
að á ráiSherrafundi og þar samþykt, aiS taka óskir
yöar til greina. Gera má ráö fyrir, aö kostna'Sur-
inn í sambandi við þet.ta mál veröi um 5 þúsund
krónur. Telur ráöuneytiö heppilegast, aö Sigur'Sur
Gíslason taki aö sér forystu um framkvæmd þessa
atriöis og ráíSi menn til aö lagfæra vöröur og girð-
ingar, og til löggæslunnar meö sér.
Þetta tilkynnist y'öur hér meö.
Hermann Jónasson.
/Birgir Thorlacius.
Til formanns Dýraverndunarfélags Islands,
Reykjavík."
Vegna hins mikla velvilja forsætisráðherra og
ríkisstjórnarinnar i heild, má þess vænta, aö nú í
haust veröi unt aö lagfæra svo vegina hér i nánd
viö Reykjavík, aíS til mikilla bóta reynist, bæöi fyrir
menn og skepnur.
„Dýraverndarinn" fagnar þessum málalyktum og
væntir þess fastlega, aö áframhald veröi á þvi starfi,
sem nú er hafið til bættrar meöferöar á rekstrar-
fénu. Meöan slátrunarmálunum er svo fyrir komi'ö,
aö reka þarf fé í tugþúsundatali marga daga sam-
fleytt á slátrunarsta'öina, yerður þaö aö teljast sjálf-
sögö krafa, aö útbúnir séu sérstakir rekstrarvegir,
svo aö fé'ö verði eigi fyrir meiöslum og hrakningi.
vegna umferöarinnar á akvegunum. Nóg er samt
vanlíöan rekstrarfjárins, sakir hungurs, þorsta og
þreytu.
Áheit og gjafir
í Minningarsjóð Jóns ólafssonar, bankastjóra.
Gjöf kr. io,oo, frá Sigurjóni Sigurðssyni, Raft-
holti í Holtum, Rangárvallasýslu. Áheit kr. to.oo.
frá N. N. —■ Kærar þakkir.
F. h. Dýraverndunarfélags íslands
Ól. Ólafsson, p. t. gjaldkeri.
Kisi mundi velgerðir og
vináttu.
SigurSur Oddsson, leiðsöguma'ður varðskipanna
dönsku, hélt vertí'Sarmann einn, er Þórarinn hét.
Um það leyti, sem Þórarinn kom á heimiliö, kom
þangað einnig ungur og undurfallegur ketlingur.
Bráðlega tókst vinátta góð með þeim Þórarni og
hinu unga dýri. En svo vildi það óhapp til fyrir
ketlingnum, að hann náði i fiskilóð, beitta hrognum.
en við það festist öngull í munnviki dýrsins. Þeir
Sigurður og Þórarinn voru nærstaddir og brugðu
þeir sem skjótast við til bjargar dýrinu frá kvöl-
um og brá'ðum dauða. Kisi litli lá grafkyrr á með-
an þeir skáru á öngultauminn, kliptu spaðann af
önglinum og drógu hann úr munnviki dýrsins. Það
virtist skilja ]iað fullvel, að þarna voru vinir að
verki, sem vildu hjálpa því. Ketlingurinn hændist
síðan svo a'ð þessum h'fgjöfum sínum, að hann sat
ávalt upp frá því á borðshorninu hjá þeim, meðan
þeir mötuðust og þáði það af þeim, er þeir buðu
honum. Máttu þeir naumast hvor af öðrum sjá,
Þórarinn og kisi, svo var vinátta þeirra einlæg og
innileg.
En svo varð það hlutskifti þeirrá, að þeir hlutu
að skilja: Þórarinu fór i aðra sveit um lokin (11.
maí) og kom ekki á heimili þeirra Sigurðar og kisa
litla fyr en um haustið, eftir 5 mánuði, og var Þór-
arinn þar að eius eina nótt að þvi sinni. Kisi hafði
aldrei sest að matborðinu allan þann tíma, sem Þór-
arinn hafði verið f jarverandi, en nú kom hann þang-
að og samneytti með honum á borðshorninu gamla,
eins og hann hafði ávalt gert mörgum mánuðum
áður, og vildi nú sýna þessum fornvini sínum, að
hann væri fús til þess að taka upp forna vináttu við
hann og hinn garnla sið góðra vina — að borða sam-
an!
----o----
Menn segja, að dýrin séu „skynlausar skepnur",
skilji fátt, séu tortrygg, dutlungafull og sérsinna og
finni ekki hvað að þeim snýr. Hjálp þeirra Þórar-
ins og Sigurðar við liið vanmáttuga, vitra dýr, var
því eigi úr minni liðin, félagsskapur þess og Þór-
arns við matborðið og vinátta þeirra í millum var
eigi fyrnd, þótt margir mánuðir væri liðnir frá því
þeir skildu og sáust síðast. Hin „skynlausa skepna“
mundi. alt vel og vildi sýna það.
Þannig er það, að dýrin eru oft að leitast við að