Dýraverndarinn - 01.09.1940, Blaðsíða 5
Rekstrar og rétta-
störf.
1 skemtilegri smásögu eftir Jakob Thorarensen,
sem HneyksliS heitir, er sagt frá ræSu góSs bónda
fluttri í skilnaöarsamsæti, þegar presturinn þeirra
flutti úr sveitinni búferlum.
RæSuna má skilja sem háíS upp á þá veraldar-
hyggju, sem lítt kann a'S meta andlega hluti.
Bóndinn gaf þaö í skyn, aö presturinn hafi ekki
veri'ö mikill kennima'Sur, en hann hafi kunnaö aö
l)úa, allar skepnur hafi veriö feitar og vel meö
fárnar hjá honurn, og bætti því viö, aö frá sínum
bæjardyrum séð, væri það besta guösþjónustan, aö
láta öllum skepnum líöa vel, og aö sagan hafi sýnt
þaö, aö þegar skepnunum leiö vel, þá hafi mann-
fólkinu einnig vegnaö vel.
Þaö má líta öðrum augum á þessa sögu og þá
veröa bóndinn og presturinn fulltrúar þeirrar lífs-
stefnu, sem vill draga úr þjáningum og lætur öll-
um líöa eins vel og föng eru á. Þaö dregur ekki
úr gildi þessara manna, þó þeir noti þekkingu sína
og reynslu i þágu þessarar hugsunar — séu bú-
menn, — og það kannske svo áberandi búmenn, aö
hin ytri guöræknistákn sitji á hakanum. Og um
þaö verður aldrei deilt, aö þaö er göfugmannlegri
breytni, þó andlaus kunni aö þykja, en aö lesa hús-
lestra og syngja sálma á meðan ærnar eru aö vesl-
ast upp úr hor, og stóöhrossin hrekjast úti hirðu-
laus fyrir öllum veörum, eins og var mikill siöur
hér á landi fyrrum,
Ef menn vilja ganga inn á þaö sjónannið, aö
viröa ræöu bóndans á betri veg, þó mætti einnig
sættast á þá skoðun, að það sé aukaatriði frá sjón-
armiði dýranna, hvort þeim er sýnd nærgætni vegna
hagnaðarvonar eigandans, eða al' æöri mannkost-
um. Dilkurinn gerir sér enga rellu út aí því, hvort
honum er hlíft við fruntalegu ullartaki til þess eins
að spilla ekki kjötinu með marblettum, eða vegna
þess hugarfars, sem engri skepnu vill mein vinna.
Dýravinir mega ekki ganga framhjá þeirri alvar-
legu staðreynd, að „svo langt nær mannúöin
manna, sem matarástin nær“, eins og örn Arnar
sagöi.
1 þessari grein veröur gerö tilraun til að draga
fram rök fyrir því, að þaö er hagfræðilega rétt aö
umgangast dýr samkvæmt hugsjónum dýravina.
Þar sem tilfinninguna vantar fyrir þessum hlutum
á skynsemin aö koma í staöinn. — Þeir sem berir
veröa að dýraníðslu, eiga hiklaust að missa rétt-
inn til þess að eiga eöa umgangast dýr.
í riti einu þýsku, sem gefið var út í tilefni af
1000 ára afmæli Alþingis 1930, gaf aö lita fágæt-
an uppdrátt af Islandi, þar sem öræfum öllum er
skift niöur í leitarsvæöi og upprekstrarlönd. Það
leyndi sér ekki, að réttafyrirkomulagið hefir þótt
all-merkilegt, að heill kafli skyldi vera helgaður
því. Og óneitanlega er fyrirkomulagið merkilegt
og þrauthugsað; þar hefir aðeins eitt gleymst, og
þaö er, að féð eru lifandi verur, sem þarfnast nær-
ingar og hvíldar.
Fyrir mörgum árum ritaði eg um þetta efni í
félagsblaö U. M. F. Aftureldingar. Því var lítill
gaumur gefinn. Síöan hefi eg hugsað margt um
þessi mál og safnað nokkurri reynslu. Ráðstafanir,
sem gerðar hafa verið vegna mæðiveikinnar, hafa