Dýraverndarinn - 01.09.1940, Blaðsíða 12
48
DÝRAVERNDARINN
kemur aÖ rninsta kosti á 11 a s i n n u m út á ári.
Dýraverndarinn er ódýrasta blaöiö, sem nú er
geíi'Ö út hér á landi. Árgangur hans kostar að eins
3 krónur.
Ætlunarverk Dýraverndarans er a'Ö vinna aÖ upp-
eldis- og menningarmáli allra þjóöa, en þaö er sú
siÖbót, sem fram kemur í verndun málleysingja og
miskunnsemi viÖ munaðarlausa.
Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og i
honum munu verða ritgerðir og sögur eftir ritfæra
menn og merka.
Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra
góðra manna, ungra og gamalla. Og er eigi sizt
leitað liðsinnis kennara og ungmennafélaga um að
kynna blaðið.
Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndar-
anum, eða fleiri, fá 20% i sölulaun.
Dýraverndunarfélag íslands.
Hrefna
er sundfimur hvalur og allar hreyfingar hennar
í sjónum liprar og léttar. Svo er að sjá, sem hún
hafi ánægju af því, „að taka sig upp úr sjónum og
stökkva yfir eða láta sig falla á hluti, sem eru á
floti“. — „Af þessu hefir hún (ásamt fleiri hvöl-
um) fengið nafnið „léttir“ við Faxaflóa og víSar
syöra og þar meS veriS talin til illhvelanna, því aS
sú er sögS náttúra „léttis“, „dettis“ eSa „stökkuls-
ins“, sem hún hefir víst líka veriS nefnd, aS „hann
vildi kaffæra allt, sem flyti“ og sprengdi sig á átta
potta kút, af því aS kúturinn valt alt af undan hon-
um! —■ „Sem dæmi þess“, segir dr. Bjarni Sæ-
nrundsson, „hve áfjáS hrefna getur veriS í þaS, aS
stökkva yfir hluti á floti, getur höf. (þ. e. B. S.)
nefnt þaS, aS hann fór um Reykjanesröst í júlí
1892, ásamt mörgum öSrum farþegum, á póstskip-
inu „Laura“. Kom þar alt í einu, eins og örskot
upp úr sjónum viS aftan verSa skipshliSina, höfuSiS
á stórri hrefnu, alt upp á móts viS borSstokkinn, til
mikillar hrellingar gamalli kerlingu irskri, sem sat
þar rétt hjá og átt sér einskis ills von. Svo seig
hrefnan niSur aftur, en reyndi tvisvar til aS komast
yfir skipiS á þennan hátt, en varS aS gefast upp
viS þaS, því aS „Laura“ var henni of borShá og
breiS.“
Hver sagði þeim frá því?
Dr. Grímur Thomsen segir svo m. a. um vits-
muni hunda:
„BæSi eru til þjóðflokkar og einstakir menn, sem
liafa hunda sér til matar. En þess verða hundar
fljótt áskynja, og íoröast þá menn og staöi, þar
sem slíkt viSgengst. — ÞaS mun vera satt, aS þeg-
ar Parísarborgarmenn í umsátrinu 1870—71 fóru
aö leggja sér hundakjöt til munns, þá hurfu von-
um bráSar allir hundar úr borginni á náSir Prússa.
Llver sagSi þeirn, aö bætta væri á ferSum?“
Skógarmýs.
„Einkennilegt er þaö“, segir dr. B. Sæmundsson
í riti sínu „Spendýrin", aö skógarmýs geta „offraö“
nokkuru af hala sínum, ef svo ber undir (í áflog-
um ?). SkinniS rifnar þvert yfir um á ákveSnum
staS og strýkst svo af, en svo skrælnar hinn skinn-
lausi rófubroddur og brotnar af aS lokum. Þetta
ber viS á sumum öSrum músategundum, og minnir
á eSlur og salamöndrur, sem geta sloppiö frá óvin-
um sínum meS því, aS offra halanum. Hér er á-
stæSan einhver önnur“.
Áheit og gjafir.
ÞaS, sem aí er þessu ári, hafa Dýraverndunarfé-
lagi íslands borist áheit og gjafir sem hér segir:
Frá Lárusi Jónssyni, ÞormóSsgötu 13, Siglufiröi, 9
kr., frá I. N. 3 kr., frá Ó. S. x kr., frá J. S. 1 kr„
frá konu (til minningar um hund hennar) 25 kr. —
Alls 39 kr. Kærar þakkir!
Munið að gjalddagi blaðsins er 1. júlí.
Afgreiðslu og innheimtu „Dýraverndarans“ annast
Hjörtur Hansson, Aðalstræti 18 (Uppsölum), 2. hæð,
Pósthólf 566, Reykjavík, og þangað eru menn vin-
samlega beðnir að snúa sér með fyrirspurnir sínar,
eða annað, sem við kemur blaðinu.
Ritstj.: Páll Steingrímsson.
Utgefandi: Dýraverndunarfélag íslands.
Félagsprentsmiðjan h.f.