Dýraverndarinn - 01.12.1940, Page 9
DÝRAVERNDARINN
69
.1 IöfuSiS hverfur í mosann og' e”; fer aS mjaka mér
í áttina til hennar, ofurhægt og varlega', — Þú þarft
ekkert aö óttast, segi eg viö sjálfan mig. Eg ætla
ekki að taka eggin þin, ekki gera þér nokkurt mein.
Eg ætla bara aö horfa á þig og sjá hvaS þú ert
falleg.
Nú munaöi litlu, aö eg væri kominn aö hreiörinu.
Og enn sat hún kyr, hin fagra móöir, kúröi sig niö-
ur í mosann og laufið. En livaö hún var litfögur!
Sumar fjaörirnar loga-gyltar, þegar sólin skein á
' þær, aörar brúnar og bleikar. Hún hafði kosiö sér
sæti þannig, að höfuöiö vissi í sólar-átt, nálægt há-
suðri. — í þessum svifum leit hún á mig „augun-
um óttabljúgum“, en fór þó ekki af eggjunum. Við
horföumst í augu andartak. Svo leit hún af mér og
kúrði sig niöur. Eg þokaði mér nær — alt af nær
og nær, en sat kyr annað veifiö. Og hún leit á mig
viö hverja hreyfingu. Og svona hélt eg áfram, uns
heita mátti, aö eg væri kominn alveg til hennar.
Mig langaöi til að strjúka henni, vera góður viö
hana, láta hana veröa þess vara á einhvern hátt, aö
eg væri vinur henuar. Mig langaði til að leggja lóf-
ann á bakið á henni, langaði til aö rnega strjúka
fjaðrirnar, sólgullnar, brúnar og bleikar fjaðrir. Og
svo ætlaöi eg að segja henni frá því, hversu fögur
hún væri og að hún þyrfti ekkert að óttast. Eg
áræddi loks að lyfta hendi og rétta hana hægt og
hægt yfir hreiðrið. Þá kurraði eggja-mamma og mér
þótti auðsætt, að hún mundi fjarska hrædd. En kyrr
sat hún eigi að síður og kúrði sig niður enn betur,
en eg' tók höndina til mín, og fór hægt að öllu. Við
horfðumst í augu og eg vonaði, að hún mætti
skynja, að allur ótti væri ástæðulaus. Því næst
mjakaði eg mér aftur á bak og fjarlægðist hreiðrið.
Eg vitjaði rjúpunnar rninnar daginn eftir. Fór
hægt og gætilega, varaðist allan hávaða og snögg-
ar hreyfingar, þumlungaðist nær og nær. Mér fanst
hún heldur óhræddari en daginn áður. Eg kom til
hennar dag eftir dag, jafn vel þó eg ætti alls ekki
erindi á þær slóðir. — Fanst einhvern veginn al-
veg sjálfsagður hlutur, að skjótast þangað, en oft
varð þetta til slæmrar tafar og stundum fékk eg
skömm í hattinn. Þegar frá leið, var svo að sjá,
sem rjúpunni væri nokkurnveginn sama um þessar
heimsóknir. Eg sat hjá henni tímunum sarnan, tal-
aöi við hana, sagði henni frá þvi, hversu fögur hún
væri og yndisleg, jafnt í sól og regni. í votviðri
mÆiZ/a: /mndar
mannamá/?
Ýmsar líkur hafa verið færðar í frásagnir, sem
styðja j)á trú. En þó leika þau líkindi á tveim tung-
um. Nú þykist eg hafa nýtt innlegg i þessu máli,
sem ekki verður véfengt:
Það gengur svo í sveit, að grannar leita til ná-
unga sinna um mannhjálp, eftir því sem þörf kref-
ur og ástæður leyfa, ef nábýli er allgott. Granni
minn hefir verið við rúmiö i surnar, öðru hverju, og
sonur hans hamlaður á fæti. Nú þurfti hann að gera
j)au gangna skil, að smala svo kallaða Litlufjöru-
torfu, seni hangir framan í Ógöngufjalli. Og af
því að mannráð eru i mínum bæ. leitaöi hann í ])á
átt að gangnamanni til þess aö fara í Törfuna. Þess-
ar stöðvar eru lesendum Dýraverndarans uokkuö
kunnar af greinarkorni, sem eg ritaði í hann um
útilegukindur.
Þannig hagar þarna til, að tvær leiðir liggja að
Torfunni, önnur norður frá bænum Björgum, neðan
sátu regndroparnir eins og perlur á bakinu á henni.
Fimta eöa sjötta daginn áræddi eg loks aö strjúka
lófanum um bakið á henni. Iiún tók því vel, horfði
bara á mig og bældi sig niður. Eftir ])að strauk eg
henni í hvert skifti, sem eg kom til hennar. Síðustu
dagana þóttist eg verða þess var, aö kvikt mundi
undir móðurbrjóstinu. Þar var alt á iði, rjúpan átti
annríkt og hagræddi sér á ýmsa vegu, en litlir kollar
gægðust undan vængnum .... (P. S.)