Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1962, Qupperneq 14

Dýraverndarinn - 01.05.1962, Qupperneq 14
Kattaklj ómleikar Það hefur aklrei þótt fallegur söngur, þar sem margir kettir hafa verið saman komnir og látið til sín heyra, hefur jafnvel mörgum manninum fund- izt nóg um, þótt aðeins einn syngi sín næturljóð! En þrátt fyrir þetta eiga kettirnir sér ærið marga og trausta vini, enda hafa þeir oft reynzt vinir í raun, þótt ekki séu þeir hins vegar fljótir að gleyma mis- gerðum. Mörg skáld og listamenn hafa haft dálæti á kött- um, en fá verið í því efni líkar þess manns, sem teiknaði þá mynd, er fylgir þessu greinarkorni. Hann hét I.ouis Wain og var frægur brezkur málari og teiknimeistari. Hann var svo mikill kattavinur og taldi sig sjá það margt sérlegt í fari kattanna, að lengst sinnar listamannsævi teiknaði hann ekkert annað en ketti, ýmist einn eða fleiri saman, og voru margar myndirnar ærið skemmtilegar, enda var auðsætt, að í ýmsum þeirra vildi hann sýna með- bræðrum sínum sitthvað skrýtið í fari þeirra sjálfra. Sagt er, að fjölmörg ár í röð hafi hann teiknað yfir þúsund slíkar myndir — eða þrjár til fjórar á dag. Þá er og fullyrt, að um síðustu aldamót hafi þau ekki verið mörg barnaherbergin á öllu Englandi, sem ekki hafi verið í einhverjar kattamyndir eftir Wain, eftirprentanir eða úrklippur úr blöðum. Margir hér á landi kannast við enska stórskáldið H. G. Wells. Hann sagði einu sinni, að varla gæti. nokkur köttur verið þekktur fyrir að láta sjá sig, sem ekki liti út og hagaði sér eins og kettirnir hans Wains. Myndin, sem er tilefni þessarar greinar, er tekin úr brezku blaði, sem heitir á íslenzku Líf dýranna, Hún heitir Kattahljómleikar, og er þar leikið á mörg hljóðfæri og ntikið um að vera. Friðttn fugía eggja Nú vorar óðum, og þykir Dýraverndaranum því ástæða til að minna enn á ný á lög um friðun fugla og eggja. Þar sem eggver helur talizt, er leyfilegt að taka egg 26 tegunda, en eggjatakan er þó háð sér- stökum reglum og með öllu bönnuð nema sérstakt leyfi komi til. Hér fer á eftir skrá yfir ófriðaða fugla og takmarkaðan friðunartíma annarra. Fuglar, sem ekki eru hér nefndir, eru friðaðir allt árið: Kjói, svartbakur og lirafn eru ekki friðaðir. Skúmur, friðaður írá 19. maí til 15. ágúst. Silfurmávur, friðaður frá 19. maí til 15. ágúst. Litli-svartbakur, íriðaður frá 19. maí til 15. ágúst. Stóri-hvítmávur, friðaður frá 19. maí til 15. ágúst. Litli-hvítmávur, friðaður frá 19. maí til 15. ágúst. Hettumávur, friðaður frá 19. maí til 15. ágúst. Rita, friðuð frá 19. maí til 15. ágúst. Álka, friðuð frá 19. maí til 15. ágúst. Langvía, friðuð frá 19. maí til 15. ágúst. Stuttnefja, friðuð frá 19. maí til 15. ágúst. Teista, friðuð frá 19. maí til 15. ágúst. Lundi, friðaður frá 19. maí til 15. ágúst. Grágæs, friðuð nema frá 20. ágúst til 1. nóvember. Blesgæs, friðuð nema frá 20. ágúst til 1. nóvember. Heiðagæs, friðuð nerna frá 20. ágúst til 1. nóvember. Margæs, friðuð nema frá 20. ágúst til 1. nóvember. Helsingi, friðaður nema frá 20. ágúst til 1. nóvember. Urtönd, friðuð nema frá 20. ágúst til 1. nóvember. 30 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.