Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1972, Qupperneq 6

Dýraverndarinn - 01.09.1972, Qupperneq 6
FRA S.D.I. I haust hafa í blöðum og útvarpi verið birtar eftirandi augljsingar á vegum Dýraverndunarsambandsins: Sýnum dýrum nærgætni og veitum þeim hið bezta öryggi við flutning og rekstur. Samband Dýraverndunarfélaga Islands. ☆ Vörumst að láta dýr, sem bíða flutnings eða slátr- unar, líða fyrir skort á vatni eða heyi. Samband Dýraverndunarfélaga Islands. ☆ Um öryggi og líðan dýra meðan á flutningum með bifreiðum stendur gilda strangar reglur. Látum dýrin njóta þessara ákvæða. Samband Dýraverndunarfélaga Islands. ☆ Þó búnaður sláturhúsa hafi mjög batnað hin síðari ár, vantar enn mikið á að öll séu þau lögleg að öllum búnaði varðandi mannúðlega aflífun dýra og útbúnað á geymslu þeirra meðan þau bíða slátrunar. Látum dýrin njóta ákvæða laga um aðbúnað þeirra og líðan. Samband Dýraverndunarfélaga íslands. Samkvæmt ákvæðum í lögum er heimaslátrun óleyfileg. Samband Dýraverndnnarfélaga íslands. ☆ Brot er það á ákvæðum um aflífun dýra, að háls- skera þau og láta þeim blæða til ólífis. Samband Dýraverndunarfélaga íslands. ☆ Veiðar á gæsum fara nú fram og styttist til þess tíma, sem veiða má rjúpur. Veiðirétt í landareignum lögbýla hafa aðeins eigendur eða umráðamenn þeirra. Veitum skotmönnum aðhald og gætum þess, að þeir virði lög um fuglaverndun og fuglaveiðar. Samband Dýraverndunarfélaga íslands. ☆ Stöndum vörð um fuglalíf íslands. Látum skot- mönnum eigi líðast að brjóta lög um fuglaverndun og fuglaveiðar. Samband Dýraverndunarfélaga íslands. 48 DÝRAVERNDARIN N

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.