Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1972, Side 13

Dýraverndarinn - 01.09.1972, Side 13
að lit, og mun vafalaust hafa hlotið nafnið af litnum. Enginn steinn er líkur Grásteini á stóru svæði í kring. Það er gömul trú, að í honum búi huldukona, og rná enginn gera sér það að leik, að vera með hark og læti við steininn, því að það fellur huldukonunni illa og hun hefnir fyrir það. Svo mikinn trúnað lagði ég á þetta, að ég reyndi jafnvel að þagga niður í Móra gamla í nánd við steininn, svo að huldukonan vakn- aði ekki. Auðvitað datt mér ekki annað í hug, en að hún svæfi á nóttunni, enda sá ég hana aldrei. Þegar ég var í þann veginn að snúa við heim á leið, kom ég allt í einu auga á eitthvert kvikindi góð- an spöl frá mér. Það var flekkótt, hvítt og mórautt, með langt, loðið skott, sem það dró á eftir sér. Þarna skokkaði það fram og aftur með hausinn niður við jörð, eins og það væri að leita eða þefa að einhverju. Hver skollinn getur þetta verið, hugsaði ég. Ekki er þetta hundur. Aldrei hafði ég séð hund haga sér svona skringilega. Eg fann, að hjartað barðist í brjóst- inu á mér. Osjálfrátt greip ég upp hnullungsstein og kreppti lítinn lófa fast utan um hann. Þá hef ég víst líka nefnt nafn Móra, því að hann stóð fyrir framan mig, lagði eyrun góðlátlega aftur, dinglaði skottinu og mændi á mig eins og hann vildi spyrja: Ætlarðu að kasta steininum í mig? Þá áttaði ég mig. Það hafði gripið mig hræðsla. Eg klappaði Móra, og hann treysti mér á ný. En ég fleygði ekki steininum alveg strax. Mér fannst gott að hafa hann, ef þetta dýr skyldi ráðast á mig. „Móri, sérðu þetta?" sagði ég í hálfum hljóðum og benti um leið í áttina, sem hann átti að horfa í. En Móri sá það ekki. Þá tók kvikindið á rás í norður og fjarlægðist mig. Það staðnæmdist rétt hjá nýborinni kind, horfði augna- blik á hana og færði sig svo varfærnislega nær henni, eins og það ætlaði að koma henni að óvörum. En nú hafði kindin séð þetta laumulega dýr og sennilega kannast við ætt þess og eðli, því að hún kipptist eld- snöggt við og kallaði á lambið sitt. Svo sneri hún sér að dýrinu, sem enn hélt áfram að nálgast hana, reisti höfuðið, lyfti öðrum framfætinum hátt upp og stapp- aði honum í jörðina. Það var eins og hún vildi sýna þessu kvikindi, að svona skyldi hún lemja það, ef það vogaði að gera henni nokkurt mein. Nú flaug mér allt í einu í hug: Þetta kvikindi er tófa og hún ætlar að taka lambið og éta það. „Nei, það skal tófu-skömminni aldrei takast," sagði ég við sjálfan mig og hljóp af stað. Mér var horfin öll hræðsla, og í stað hennar var ég fullur af vígamóði. Þegar ég kom á staðinn, þar sem ég sá tófuna fyrst, rak Móri trýnið í jörðina, sperrti eyrun og hljóp í hringi, alveg eins og tófan hafði gert. „Hvað er þetta, Móri, ertu orðinn kolvitlaus?" kallaði ég til hans. En Móri anzaði kalli mínu engu og hélt áfram að hringsnúast. Síðan tók hann stefn- una í norður, sömu leið og tófan hafði farið fyrir stundu síðan, og fór geyst. Nií var það tófan, sem átti líf sitt að verja, því að Móri var stór og sterkur. En lágfóta gamla var ekki heldur aðgerðalaus. Hún var farin að snúast hratt í kringum kindina og reyndi augsjáanlega að ná í lambið. Kindin gætti þess vel, að það væri alltaf undir kviðnum á henni, snerist fimlega með tófunni og reyndi að stanga hana með hornunum. En samt fannst mér einhvern veginn, að þessi harmleikur gæti ekki endað nema á einn veg og leikslok orðið þau, að tófan — rándýrið — næði lamb- inu frá aflvana móðurinni, sem eytt hefði síðustu kröftunum til þess að verja afkvæmi sitt. En nú var Móri kominn til skjalanna og veitti ekki af, því að oft munaði mjóu, að tófunni tækist að bíta lambið og draga það til sín. Móri stökk beint á tófuna, og þarna varð voðalegur bardagi, eins og þegar svarnir óvinir takast á. Nú var það tófan, sem átti líf sitt að verja, því að Móri var stór og sterkur. Hann hafði oft lent í tuski við hundana á næstu bæjum og jafnan borið sigur af hólmi. Því datt mér ekki annað í hug en að hann réði við tófuna, sem þar að auki var miklu minni en hann. En það er nú svo, að þeim, sem á líf sitt að verja, vex ásmegin og eins fór hér. Tóf- DÝRAVERNDARIN N 55

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.