Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1972, Qupperneq 15

Dýraverndarinn - 01.09.1972, Qupperneq 15
Tæknileg fórn Fuglsbrœið á myndinni var einn sinni stór og föngulegur svanur, en slys olli dauða hans. Nokkrir svanir, sem urðu skyndilega fyrir styggð og flugu upp af litlu vatni aust- an fjalls, reyndu i skyndi að forða sér. Sá síðasti í hópnum reyndi í ofboðslegri hrœðslu að hatkka flugið, en lenti á símalínu í grenndinni og lét þar lífið. Svona endar líf margra villtra fugla og dýra í sam- býli við tækniveröld mannsins. Tækniheimur manns- ins krefst nefnilega margra fórna sjálfum sér til auð- veldari þæginda. Þess vegna er það siðferðileg skylda, að nokkru sé fórnað til að viðhalda fugla- og dýralífi í landinu. Oft er talað um hina einstöku náttúrufegurð í land- inu. En hverju er sú náttúrufegurð að verða að bráð? Varla er nokkur staður orðinn svo afskekktur, að símalínur og háspennuþræðir setji ekki meiri og minni svip á landið, fuglunum til miska, en mannin- um til þæginda. Þetta er því miður enn ódýrasta og tryggasta að- ferðin til að koma rafmagnsorkunni á milli staða og talsambandi milli landshluta, en varla getur langnr tími liðið þar til ódýrari og tryggari aðferðir finnast til að flytja orku og talsamband milli staða, til dæmis með neðanjarðarleiðslum. En á meðan við bíðum þeirrar þróunar reisum við fleiri staura og leggjum fleiri loftlínur og símastauralandslagið heldur áfram að blómstra með meiri hraða en nokkur skógrækt fær áorkað, auðvitað mannskepnunni til hæginda. Sauðnaut W a íslandi ? í athugun mun vera að flytja inn sauðnaut til rækt- unar hérlendis. Mun vera þegar hópur áhugamanna sem vill standa að þessum innflutningi. Fregnir herma að sótt hafi verið um nefndan innflutning, en svar mun ekki vera komið frá viðkomandi yfirvöldum. Það mun vera ætlunin að geyma sauðnautin úti í Flatey á Skjálfanda til að byrja með og nota þá ey sem sóttkví. Vafalaust þarf að athuga mjög vel, hvort þessi eyja hentar yfirleitt, því sauðnaut eru mjög vangæf vegna mataræðisins, og munu t. d. ekki geta lifað eingöngu á grasbeit frekar en hreindýr. Ef einangra á sauðnaut þarf vafalítið að fóðra þau svipað og hreindýr, sem verða að fá sinn skammt af skófum og hreindýramosa, ef þau eiga að þrífast vel. Innflutningur á sauðnautum verður vafalaust skemmtileg viðbót við fábreyttan dýrastofn okkar, en vanda verður svo vel til allra athafna, að þessi inn- flutningur mistakist ekki öðru sinni. Um leið og tryggð verða kaup á sauðnautum þarf einnig að tryggja gott ráðuneyti um meðferð á dýrunum, ef vel á að fara. DÝRAVERNDARIN N 57

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.