Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1972, Side 17

Dýraverndarinn - 01.09.1972, Side 17
Hestar 0 I þéttbýlinu Spítkir útigangshestar í nxsta nágrenni höfuðhorgarinnar. Öðru hverju berast dýraverndunarfélögunum kær- ur vegna hesta á höfuðborgarsvæðinu. Telja þeir sem kæra, að hestar séu illa hirtir, þeir hafi ekki nóga beit, né nægilega greiðan aðgang að drykkjarvatni. Við athugun kemur sem betur fer oftast nær í ljós, að kærur þessar eru á misskilningi byggðar. Þó hestar séu hafðir oft á tíðum í ekki svo mjög stórum girðingum, þá er þeim gefið yfirleitt reglulega, enda er tilgangur hestaeigenda sá í flestum tilfellum að hafa þá nærri sér til að bregða sér á bak sér til hress- ingar. Það verður að álíta að flestir þeir sem hafa ánægju af að fara á hestbak, fari vel með hesta sína. Að sjálfsögðu eru því miður undantekningar, og t. d. í einu tilfelli, sem erindrekar Dýraverndunarsam- bandsins aðgættu, var hestur mjög særður á fæti eftir gaddavír. Hesturinn var vel haldinn og skorti hvorki hey né vatn, en í hestagirðingunni voru hálffallnar gaddavírsgirðingar. En þessi mistök viðkomandi hestamanna eru undan- tekning, og yfirleitt er orsökin sú, hversu örðugt er að hafa í sambýli, þéttbýl íbúðarhverfi og húsdýr. Gremja borgarbúa þeirra sem ekkert vilja hafa með húsdýr að gera, hvorki hesta, ketti eða hunda, magn- ast, þegar óhjákvæmileg óþrif verða af dýrum. T. d. á illa saman beitarland fyrir hesta við hliðina á skraut- görðum. Fallegustu og bezt þrifnir hestar gera jafnt stykki sín hvar sem er. Skrautgarðarnir fyllast af flug- um og jafnvel eru vandkvæði á að hafa opna glugga á góðviðrisdögum. Þessi vandræðaaðstaða í sambýlinu skapar vandamál og kærur á báða bóga. Leitað er vandlega að misfellum mótaðila til hnjóðs. Sjónarmið beggja aðila eru að vissu leyti skiljan- leg. Það er stór hópur fólks, sem gleðst yfir hestum sínum og á margar ánægjustundir á hestbaki og við að hirða gæðinga sína. Ekki þarf að efa að það heyrir til undantekninga, ef ekki er farið vel með þessa vini hestafólksins. Sama má segja um hundavini og kattavini. Hitt skapar vandamál, að þeir sem eiga dýr að vinum í þéttbýlinu, skilja ekki alltaf, að aðrir skuli ekki vilja skilja þörf þeirra og ánægju af að umgangast dýrin. DÝRAVERNDARINN 59

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.