Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1976, Page 5

Dýraverndarinn - 01.06.1976, Page 5
Þótt margvísleg menn bruggi banaráð er blöskrunarlegust hræsnaranna dáð, sem svíkja í dauðann sína beztu vini og segjast gera það í líknar skyni. En misvirð eigi, góður guð, við mig, þótt gljúpri sál ég beri upp við þig þá bæn, að frá mér víki allur efi um það, að Stubbur samt mér fyrirgefi. III Lát mannsins hroka trúa á það enn, að eilífðin sé bara fyrir menn. En hvaða afl fær anda drottins bundið og eilífð hans í viðjar dauðans hrundið? Nei, vit að allt er ein og sama hjörð, sem andað fær í lofti, sjó og jörð. Og allt á samleið heim til hinztu tíða, og hvers kyns dauða skyldum vér þá kvíða? Nei, vinur minn, það örugg trú mín er, að úthýst verður hvorki þér né mér. Því glöggt ég veit - þann guð er ekki að finna, sem gerir upp á milli barna sinna. IV Ur langri reynslu vann ég vissu þá, að vonlaust sé að finna mönnum hjá þá kosti, er hrjáðum heimi megi duga og hroka, grimmd og morðfýsn yfirbuga. Æ, gæfist okkur aðeins hundsins dyggð, hans ástúð, fórnarlund og vinartryggð, þá mundu færri tár og trega sækja í trúnað, sem þeim hafði láðst að rækja. Og hvort ber okkur gæfa oss guði nær en góðvild sú, er ávallt litið fær á saklausasta smælingjann sem bróður? Hver sæla meiri en vera honum góður? V Senn hjúpast land vort hvítum jólasnjó, svo hvergi eygja skjól né mosató þau lands vors börn, er þyngstan vetur þreyja og þolgóð sína lífsbaráttu heyja. Og helgi fyllist hjarta kristins manns við hugsunina um fæðing lausnarans. En hinum er það hugleiknast að velja sér hátíð ljóssins til að myrða og kvelja. Og níðingarnir æða upp um fjöll og eftir skilja blóði drifna mjöll. En undir kvöld þeir átt og stefnu glata og enga vegu heim þeir framar rata. Og næstu daga í dauðaleit sig býr mörg dáðrík sveit, en tómhent aftur snýr. Því satan er oft handfljótur að hirða þau hrakmenni, sem lífið einskis virða. VI I bernsku mig sú hugsun hryggði þrátt: Hve hlýtur oft vor guð að eiga bágt, er spillt og siðiaust mannkyn boð hans brýtur og bróðerni og miskunn fyrirlítur. Þarf mannkyn harm og helstríð til að sjá að hjálpræði er einungis að fá hjá honum, sem vill huggun öllum veita? En hvert má guð í raunum sínum leita? Um lífsins rök jafnfávís enn ég er. Samt ekkert rænir þeirri trú frá mér, að megi enn hér miskunnsemi finna á mannsins grimmd að lokum skal hún vinna. VII í kvöld að lágu leiði Stubbs mig bar, því legstað kaus ég vini mínum þar sem bernsku minnar fossar fegurst sungu og fyrstu stefin lögðu mér á tungu. Hve allt varð hljótt. - í rökkursýn ég sá þar sjálfur mína ævi ganga hjá sem kæmi hún að kveðja í hinzta sinni. - Og kulda haustsins lagði að vitund minni. Og þannig, Stubbur kær, ég kvaddi þig. Eg kvíði engu, hvorki um þig né mig. Eg treysti góðum guði okkar beggja, þeim guði, er lítur jafnt til okkar tveggja. öýraverndarinn 5

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.