Dýraverndarinn - 01.06.1976, Síða 7
- Kaffi og sykur.
Aldrei hefur verið kækur Arn-
alds að sleikja út um, en nærri ligg-
ur það núna. Annars er þetta jóla-
sekkur, og þá er ekki í annað hús
að venda en á náðir þess sem hann
hefur búið um við brjóstið. Einn
sopa enn og drífa sig svo úr mók-
inu.
En nú líður stundarkorn og
myrkrið er enn jafn dimmt. Svo er
eins og höfginn sem sígur á Arn-
ald opni honum nýtt tilverusvið,
sem hann kannast ekki við, að hafa
áður þekkt. Hann skynjar furðu-
bjarma innar á götunni og álítur
sig vera að dreyma. Veit að ekki
má hann sofna og bregður fyrir sig
fótum, fer höndum um sekkinn,
kastar honum yfir öxl og hleypur
af stað. í furðuljósinu birtist eng-
ill sem bendir honum að koma. Nú
er svo bjart, að hann sér gilið og
allt landslagið glögglega, og getur
auðveldlega forðast hverja hættu.
Þetta er annars gott, - en hvað er
engill að gera uppi á heiði um há-
nótt? Auðvitað er það jólaengill-
inn, ætlar að bjarga kaffinu og
sykrinum!
- Heyrðu þarna! Berðu fyrir mig
pokann! Ég tölti svo með þér heim
á leið.
Engillinn í bjarmanum vill ekki
stansa. Og nú sér Arnaldur að þetta
er venjuleg stúlka. Hvern skollann
er hún að þvælast hér? Það var
heppilegt að ég var þó á ferðinni.
- Vertu samferða, telpa mín!
kallar Arnaldur og herðir gönguna.
~ Ég er á leið austur í Fauskadal.
Betra fyrir bæði að hafa fylgd.
Sama hvað hann segir, stúlkan
gengur á undan, lítur stundum um
öxl og bendir. Hann skokkar á eft-
b, en samt er jafnlangt bilið milli
þeirra. Loks hnýtur hann og dett-
ur. Hann liggur á götunni, og er
dýraverndarinn
hann lítur upp færist furðusvipur
á andlit hans. Hann rís upp; horfir
stöðugt á veruna, sem fjarlægist.
- Amma, þú hér?
Amma hans var dáin fyrir mörg-
um árum; og að honum svífa ljós-
lifandi bernskuminningar. Hann
kallar enn.
- Amma, farðu ekki frá mér.
En nú hverfur konan og bjarm-
inn hennar með henni. Samt er enn
bjart í kringum Arnald og hann lít-
ur til lofts.
- Það hefur þá bara dregið frá
tunglinu.
Arnaldur er inni á miðri heiði,
þar sem gilið þrýtur í lækjardragi,
og kominn framhjá öllum hættum
landslagsins.
- Þetta var þó skrítið!
Létt ölvíman er alveg runnin af
honum. Ofurlítill glettinn skálkur
situr inni í höfði hans og hjalar um,
að það sé vel af sér vikið af ekki
yngra manni, að hleypa Bakkusi
svona hugvitsamlega á skeið. Þó
býr innar í vitund hans eitthvað,
sem ekki er ánægt með slíkt spaug.
Arnaldur leitar að steini, veit að
tvisvar verður sá feginn, sem á hann
sest. Og hann situr á steini og læt-
ur undarlegu áhrifin líða frá sér,
jafnar sig vel. Svo dreypir hann á
sig úr vasapelanum, rennir í botn,
brosir um leið og hann fleygir gler-
inu. Vasinn geymir meira.
Ber nú tvennt upp á sama augna-
blik, að hann vill óvægur hætta að
sitja, og að á hann rennur sams-
konar víma og áðan. Fjöllin austan
Fauskadals teygja toppa sína upp
yfir brún heiðarinnar. Á heiðinni
rísa sumstaðar lágir melkambar,
annars er víðátta mikil. Máninn
veður í skýjum og ýmist glottir eða
íelur sig, skuggar og skin skiftast
á, um auðar auðnir og sköflum
setta kambana. Þarna norðan undir
einum mel-rananum liggur gatan
ofan í vestari hlíð dalsins.
Nokkuð hefur enn kólnað í veðr-
inu, Arnaldur finnur það á leður-
skónum sínum, en er þægilega
hlýtt fyrir brjósti. Þaulkunnugur er
hann á þessum slóðum, og heldur
því athyglinni síður vakandi. Hann
hugsar um furðuljósið og konuna,
brýtur heilann um undrið, sem
hann vill ekki afgreiða á venjuleg-
an hátt. Pelinn hallast heldur um
of upp í efrivararskeggið, þegar
Arnaldur ber hann að munninum.
Þá stingur máninn sér glottandi á
kaf í þykkan flóka.
- Hvað sé ég nú?
Arnaldur stingur við fótum, er
staddur alltof norðarlega á heiðar-
brúninni og hvessir sjónir suður
á kambinn sem gatan liggur fram-
hjá. í dökkum skugga kambsins
brokkar þar hvítur hestur. Máninn
er að gægjast með öðru auganu.
- Hvítur hestur!
Arnaldur bregður pelanum á loft.
- Nú fer ég að hafa gaman af.
Eitthvað hef ég til að segja kellu
minni í fréttum. í þessum dal á
enginn hvítan hest framar, ekki
einu sinni ég. Einu sinni átti ég
hann Þyt, — það er nú langt síðan.
Hann var hvítur, blessaður vinur-
inn minn . . .
Hvíti hesturinn stendur nú þar
sem skugginn af kambinum er þétt-
astur, horfir yfir til Arnaldar og
lyftir höfðinu hátt, eins og hann
ætli að hneggja til lians. Toppur-
inn yfir enninu lyftist við höfuð-
hreyfinguna og Arnaldur sér greini-
lega svartan blett á hægri augna-
brúninni.
Manninum gæti ekki orðið eins
hverft við, þótt hann sæi sjálfan
Þorgeirsbola, nema hvað tilfinning-
ar hans eru nú af öðrum toga en
ætla verður við óvinar sýn.
7