Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1976, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.06.1976, Blaðsíða 12
KISAN PÚSSI Pússi sendir öllum kisum sínar bestu óskir og vonar aÖ þeim verSi ávallt sýnd góðvild og vinátta. V___________________________________________________________________________ 8. gr. Stjórn sambandsins skipa 7 menn, búsettir í Reykjavík og ná- grenni - formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og 3 meðstjórnend- ur. Skal stjórnin öll kosin á hverj- um aðalfundi, og þá skulu kosnir varamenn og tveir endurskoðendur reikninga sambandsins og tveir til vara. 9. gr. Aðalfund skal halda fyrir lok októbermánaðar ár hvert, og ákveð- ur stjórnin stað og tíma. Boða skal bréflega öllum dýra- verndunarfélögum aðalfund með mánaðar fyrirvara og ennfremur með auglýsingu í útvarpi. Á aðalfundi eiga sæti með full- um fundarréttindum fulltrúi frá hverju starfandi dýraverndunarfé- lagi, og séu félagsmenn fleiri en 10, hefur félagið rétt til að senda einn fulltrúa fyrir hvern fullan tug félagsmanna upp að 100 félögum, en úr því einn fyrir hverja 25 fé- laga. Rétt til fundarsetu með mál- frelsi og tillögurétt hafa einstak- lingar, sem eru félagar sambands- ins. Aðalfundur er lögmætur, sé löglega til hans boðað. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á aðalfundi, svo og kosningum. 10. gr. Á dagskrá aðalfundar skal vera: 1. Kosning fundarstjóra og fund- arritara. 2. Kosning kjörbréfanefnda. 3. Skýrsla fráfarandi stjórnar og reikningar skýrðir. 4. Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla reikninga. 5. Lagabreytingar. 6. Stjórnarkjör. 7. Onnur mál. Á aðalfundi skulu liggja frammi skýrslur aðildarfélaganna. 11. gr. Hætti Sambandið störfum um stundarsakir, verða sjóðir og eignir þess í vörslu þess ráðuneytis, sem hefur yfirumsjón með dýravernd, þar til Sambandið hefur störf að nýju. Verði Sambandið hins vegar lagt niður fyrir fullt og allt, noti það ráðuneyti, sem hefur yfirum- sjón með dýravernd, fé og eignir Sambandsins í þágu dýraverndar á íslandi. 12. gr. Lögum þessum má ekki breyta nema á aðalfundi, þó er óheimilt að breyta 2. og 11. gr. nema að fengnu samþykki ríkisskattstjóra. 12 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.