Dýraverndarinn - 01.06.1976, Side 13
Röskun náttúrunnar
Enda þótt vitað sé og löngu við-
urkennt, að sköpunarhæfni náttúr-
unnar er engum takmörkum háð, og
hvort sem svo er á litið eða eigi,
að máttug vitsmunavera sé þar að
baki, vitsmunavera, sem skipulegg-
ur og sérhæfir þá voldugu lífkeðju,
sem hver lifandi vera er hlekkur í,
er það víst og fullsannað, að mis-
tök hafa átt sér stað. Ein slík urðu
á miðöld jarðar, þegar „móðir nátt-
úra" lagði alla sína starfsorku í það
eitt, að þroska líkamsstærð og
vöðvaafl. Þá urðu trölleðlurnar svo-
nefndu til og drottnuðu á jörðinni
um nærfellt 220 milljónir ára.
Hvorki fyrr né síðar hafa aðrar
eins fordæður þrammað um þurr-
lendi þessa hnattar og hef ég þá
einkum miðbik og síðari hluta ald-
arinnar í huga, júra- og krítartíma-
bilið. En þó að ráneðlur þessa tíma
hafi verið ægilegar ófreskjur og
örugglega engu lífi þyrmt, hefur þó
ekkert það komið fram, sem sérstak-
lega bendir til þess, að þær hafi
átt meginþáttinn í eyðingu þessa
mikla ættbálks. Þeirra hlutverk
virðist fyrst og fremst hafa verið
það, að skapa jafnvægi.
Nú er það vitanlega svo, að
skilningur okkar manna og vits-
munaþroski eru takmörkum háðir.
Og vel má vera, að sumt af því í
fíki náttúrunnar, sem frá okkar
sjónarmiði virðast mistök, séu það
:dls ekki í raun og veru. Hitt virð-
'st þó augljóst mál, að þegar fram
a sjónarsviðið kemur lífvera, sem
sakir vitsmuna nær slíkum yfir-
dýraverndarinn
Frummaðurinn.
burðum, að gereyðing alls lífs er
hugsanleg af hennar völdum, hafi
„móður náttúru" orðið mistök á. En
framþróun lífsins frá upphafi vega
hefur sýnt og sannað, að náttúran
sjálf grípur jafnan í taumana, þegar
til óheilla horfir, og tortímir þá án
miskunnar þeim lífverum, sem
hættulegar eru orðnar umhverfi
sínu. Slíkt skeði einmitt á þeim
tímamótum í jarðsögunni, sem
tengja miðöld og nýöld. Þá voru
skriðdýraskrímslin afmáð að fullu.
Síðan hafa 70 milljónir ára hnigið í
tímans haf.
Hefði einhver mikil vitsmuna-
vera verið til síðla á tertíer og verið
sjónarvottur að því, að þá kom
fram á sjónarsvið lífsins apakynjuð
vera, harla ófríð, sem stóð mjög að
baki margra annarra dýrategunda
hvað vöðvaafli og stökkhraða við-
kom, þá hefði þeirri sömu vits-
munaveru tæplega komið til hugar,
að um neinn stórviðburð í sögu
lífsins væri að ræða. En einmitt
þessi apakynjaða vera þroskaðist á
langri leið upp til þess að verða
maður.
Hvernig sem á málefni þetta er
litið og hvort sem viðurkennt er
eða ekki, að maðurinn sé blómið á
því mikla þróunartré, sem festi sín-
ar rætur á morgni jarðlífsins, verð-
ur því ekki með nokkrum sannfær-
andi rökum haldið fram, að hann
skorti vit, þótt því séu takmörk sett.
Það er engu líkara, en að sköpunar-
meistari alls lífs hafi að yfirlögðu
ráði, reynslunni ríkari frá miðöld
jarðar, lagt á það höfuðáherslu, að
skapa og sérhæfa að þessu sinni
mikla vitsmunaveru í þeirri góðu
trú, að til heilla horfði fyrir ger-
vallt jarðlífið. Þetta fór þó mjög á
annan veg og er nú svo komið, að
sú dýrategund er ekki til á þessari
jörð, sem eigi stendur ógn af mann-
inum. Mörgum hefur hann þegar
útrýmt og höggvið djúp skörð í
raðir annarra, svo að gereyðing vof-
ir yfir þeim.
„Sagan endurtekur sig,” sagði
einhver vitur maður í nálægri for-
tíð. Þetta eru sannmæli og mjög er
líklegt, að sá skapandi máttur, sem
mótar lífverurnar eins og vaxbrúð-
ur í höndum sér og sem tortímt
hefur svo mörgum ættbálkum dýra
á liðnum jarðsöguöldum, eigi eftir
að losa sig við manninn. Slíkt gæti
auðveldlega orðið með þeim hætti,
að gervallt mannkynið skiptist í
13