Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1976, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.06.1976, Blaðsíða 14
tvær fylkingar, sem att væri sam- an. Þá yrði gereyðing tæplega um- flúin. Enda þótt maðurinn sé óneitan- lega mikil vitsmunavera, hefur hann þó unnið mörg óhappaverk og ollið skaðlegri jafnvægisrösk- un í náttúrunni. Ein slík eru fólgin í flutningi ýmissa dýrategunda úr einu landi í annað. Hafa þær fram- kvæmdir oft haft hroðalegar af- leiðingar í för með sér og er ég þá loks kominn að kjarna þess máls, sem greinarkorni þessu er ætlað að fjalla um. Málefni þetta er mjög yfirgripsmikið og mun ég aðeins minnast á örfá atriði úr nálægð og fjarlægð. Oll þekkjum við þá reginvillu, sem í því fólst, að flytja minkinn til íslands. Sérhagsmunir vissra manna máttu sín þar meira en að- varanir þeirra, sem betur vissu og gerðu sér ljóst hverjar afleiðing- arnar myndu verða. Skinn þessara dýra hafa jafnan verið mjög verð- mæt og á það eitt var horft. Pyngja nokkurra manna skyldi bólgna. Hinu létu oddamenn þessarar van- hugsuðu framkvæmdar sig gleyma, að dýr þetta er eitt hið grimmasta af marðarætt og sannkallaður ógn- valdur í varplöndum inn til dala og út við sæ. Enda eru þeir fuglar ó- taldir, sem hafa mátt gjalda fyrir þessa glópsku með lífi sínu. Onnur mistök og enn alvarlegri voru framkvæmd á árunum 1930- 40. Þá voru fluttar hingað til lands nokkrar kindur af erlendu fjárkyni. Skyldi þetta verða bændum almennt mikill búknykkur. Reyndin varð þó allt önnur, því að með þessum kindum bárust hingað þær ill- ræmdu fjárpestir, sem seint munu gleymast og sem ollu bændum ó- bætanlegu tjóni. Þegar sauðfjársjúkdómar þessir herjuðu í sunnlenskum héruðum, átti ég, sem línur þessar set á blað, heima í einu þeirra og annaðist að sjálfsögðu skyldustörf þau, sem eign húsdýra hefur í för með sér. Eg get því um þetta rætt af nokkurri reynslu. Ástandið var í sannleika ömurlegt. Svo að segja daglega var einnver ærin dauðadæmd í fjárhús- unum og eigi ósjaldan var ég til þess neyddur að hafa byssu með- ferðis á leið minni í þau, til þess að stytta vesalings dýrunum kval- irnar. Þetta voru þung spor, því að ég hef aldrei verið byssuglaður, i þess orðs eiginlegu merkingu, og mér hefur gengið erfiðlega að skilja hugsunarhátt þeirra manna, sem hafa yndi af að drepa. Slíkt geri ég aðeins af illri nauðsyn. Þess gerist eigi þörf, að rekja harmsögu þessa frekar hér, því að hún er flestum kunn frá upphafi til enda. „Láttu þér annars víti að varn- aði verða," segir gamalt orðtak, sem ávallt er í fullu gildi. Þetta hefðu hérlendir hvatamenn dýra- innflutnings gjarnan mátt hugleiða áður en framkvæmdir í þeim efn- um hófust, því að nóg var til af dapurlegum dæmum erlendis frá, svipaðs eðlis. Skal nú minnst á örfá þeirra. Á eyjunni Jamaica í Vesturindí- um voru rottur hreinasta landplága á síðari hluta 19. aldar, en þangað höfðu þær borist með skipum frá Rottan. Evrópu. Lífsskilyrði þarna voru rottunum afar hentug og fjölgaði þeim því mjög ört. Eiturslönguteg- und ein var þá algeng þarna, sem og á nálægum eyjum. Reyndust slöngur þessar rottunum skæður ó- vinur og héldu fjölgun þeirra nokk- uð í skefjum. En slöngurnar voru mönnum einnig hættulegar og því var að því unnið, að útrýma þeim. Þetta hafði þær afleiðingar, að rott- unum fjölgaði um allan helming. Var það ráð tekið (árið 1872) að flytja til Jamaica lítið rándýr, sem „mongús" kallast, og var því ætlað það hlutverk, að fækka rottunum. Hugmyndin virtist góð og allt gekk vel í fyrstu. Mongúsunum fjölgaði gífurlega og gæddu þeir sér óspart á rottunum, eins og vonir manna höfðu staðið til. Og jafnhliða fjölg- un mongúsanna fækkaði rottunum stöðugt, svo að innan tiltölulega skamms tíma voru þær úr sögunni sem verulegur tjónvaldur. En þeg- ar rotturnar fullnægðu ekki lengur matgræðgi mongúsanna, voru ým- is önnur smádýr nærtæk og engu síður gómsæt. Mongúsarnir höfðu því gnægð matar og voru á engu flæðiskeri staddir. Að því kom, að mongúsarnir urðu miklu meiri plága en rott- urnar höfðu nokkru sinni verið, en hin herfilegu mistök manna í þess- um efnum urðu þá eigi bætt og komu sjálfum þeim í koll. En eigi létu menn sér nægja, að flytja mongúsa inn til Jamaicu, því að þeir voru einnig fluttir til Ha- waii-eyja og er það tvímælalaust ein heimskulegasta hugmynd, sem til hefur orðið í nokkrum manns- heila og í framkvæmd verið hrund- ið. Tjón það, sem dýr þessi ollu í þessum frá náttúrunnar hendi sann- kölluðu paradísar-eyjum, er og verður um alla framtíð óbætanlegt. 14 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.