Dýraverndarinn - 01.06.1976, Page 15
Meðal annars gereyddu þau sér-
kennilegum dýrategundum, sem
hvergi annars staðar voru til.
Af lítilli fyrirhyggju var fjórum
kanínum sleppt á land í Ástralíu
árið 1858. Reyndist þessi afskekkta
heimsálfa kanínunum slíkt gósen-
land, að eftir aðeins fá ár var
fjöidi þeirra orðinn svo gífurleg-
ur, að þær eyddu gróðri á víðáttu-
miklum landsvæðum og skildu við
þau sem eyðimörk. Urðu bændur á
þeim sömu landsvæðum að stór-
fækka sauðfé sínu af þessari ástæðu.
Var þá með öllum hugsanlegum
ráðum reynt að fækka, og helst ger-
eyða kanínunum, sem í milljóna-
tali flæddu eins og flóðbylgja yfir
hinar gróskumiklu víðlendur álf-
unnar. í því skyni voru refir fluttir
inn. Einnig var reynt að sérþjálfa
hunda til kanínuveiða, en þeir
sluppu fljótlega undan yfirráðum
manna, gerðust villtir, fjölgaði ört
og unnu óskaplegt tjón. En þegar
svo var komið, stóðu menn ger-
samlega ráðþrota gegn þeim háska-
sem þeir höfðu sjálfir til stofnað og
átt frumkvæðið að. Féllu með öðr-
um orðum í sína eigin gröf.
Nýja-Sjáland nefnast tvær stórar
eyjar í Kyrrahafi, eigi mjög langt
frá Ástralíu. Þar er náttúrufegurð
mikil. Skilningssljóir menn fluttu
kanínur inn í eyjar þessar og er
mér eigi kunnugt um, hver til-
gangurinn með því var. Hitt er víst,
að þær unnu þar brátt mikinn
ÖÝRAVERNDARINN
skaða. Var þá það fáránlega ráð
tekið, að flytja hreysiketti inn í eyj-
arnar og skyldu þeir útrýma kanín-
unum. Hreysikettir eru af marða-
ætt, eins og minkurinn, og standa
þeim frændum sínum síst að baki
hvað grimmd og blóðþorsta viðvík-
ur og eru mjög skæð rándýr.
Eins og vita mátti, urðu afleið-
ingar þessarar furðulegu fram-
kvæmdar hroðalegar. Hið sérstæða
dýralíf eyjanna varð samstundis í
bráðri hættu. Er mér þá efstur í
huga hinn afar fágæti, vængjavana
fugl af strútfuglakyni, sem Kiw':
nefnist. Sá fugl er aðeins til á Nýja-
Sjálandi og finnst hvergi annars
staðar í allri veröldinni. Hefur litlu
munað, að hreysikettirnir útrýmdu
honum að fullu.
Ég hef í annarri grein minnst á
Galapagoseyjar í Kyrrahafi og hið
einstæða dýralíf þar. Þegar sýnt
þótti, að harðsvíraðir veiðimenn
væru á góðri leið með að útrýma
þar sumum fágætustu dýrategund-
unum, voru þær friðlýstar, en það
bar lítinn árangur. Loks gerðist það
árið 1964, að komið var á fót líf-
fræðistofnun í eyjunum og standa
vonir til, að með því verði komið i
veg fyrir gereyðingu ýmissa ein-
stæðra dýrategunda, sem eyjar þess-
ar eru löngu frægar fyrir.
Einhverntíma skildu sjófarendur
hunda eftir á eyjunum. Þeim fjölg-
aði og urðu brátt mörgum dýrum
hættulegir, sakir grimmdar og á-
ræðis. Jafnvel risaskjaldbökurnar
leggja þeir að velli. Er þarna enn
eitt dæmið um þá háskalegu van-
gá, eða líklega öllu fremur það víta-
15