Dýraverndarinn - 01.06.1976, Side 17

Dýraverndarinn - 01.06.1976, Side 17
Hjúkrunarstörf í Landmannalaugum Þessi kofi er í Landmannalauguvi. Hann er borghlaðinn og getur hýst 3 menn ef þeir sitja þétt saman, og það verður að skríða inn um op á veggnum, en hlýr er hann í frsoti. — Enginn veit um aldur hatis né hverjir hlóðu hatin. Það var í júlí s. 1. sumar, að við þrír eða fjórir gervismiðir og einn málari fórum með Ferðafélags-bíl- unum upp í Landmannalaugar. Átt- um við að ditta að húsum þar efra, bæði í Laugum og Veiðivötnum. Ferðin hófst um 8-leitið að kvöldi föstudags og var komið til Landmannalauga kl. 1 um nóttina. Þarna er dálítil gróðurvin kring- um hinar heitu laugar, en þessi staður liggur þó það hátt yfir sjó. að snjófannir frá vetrinum áður, náðu næstum heim undir skálann. Stærsta og næsta snjófönnin var notuð sem ísskápur og var furðu- legt hve matvælin geymdust vel þarna í fönninni. Nú var hásumar og sólin bræddi drjúgum neðan af „ísskápnum", en þá var matar- grifjan bara flutt ofar og ofar. Ekkert rafmagn var þarna, en húsið hitað upp með laugavatninu. Það vakti þó furðu okkar að heyra, að í miðstöðvarofnum hússins var frostlögur. Þessi frostlögur rennur sífellt hringinn í kerfinu, heim í skála og niður í laugar, en því er frostlögur notaður, að leiðslan úti liggur ofanjarðar og væri því e. t. v. hætt við að frysi í henni um veturna, ef þar rynni venjulegt laugavatn. - En semsagt, það var góður hiti á ofnunum þarna í skál- anum, enda sírennsli nótt sem dag. Okkur leið vel þarna og tíminn leið fljótt þrátt fyrir langa vinnu- daga. Um helgar var þarna fullt af !,túristum" og mátti segja að hver OÝRAVERNDARINN „koja" væri fullsetin eða legin, a. m. k. laugardaga og sunnudaga. Eg hafði aldrei komið þarna áður og er því ekki viss um að ég muni ýms örnefni, sem mér var sagt frá og bent á. Þó man ég eftir nöfnum eins og Norður-Nám og Suður- Nám, Loðmund eða Löðmund og Dómadal o. fl. — Starsýnt varð mér á gamlan kofa, hinum megin við laugarnar að sjá frá skálanum. Hann var hlaðinn af torfi og grjóti og mjög var hann lítill, gat e. t. v. hýst 3 menn, ef þsir voru þétt sam- an. Dýralíf var ekki fjölskrúðugt þarna, stöku sinnum sáum við svani fljúga hjá og fáeinar sól- skríkjur héldu til í klettunum upp frá skálanum. Þessir snjótittl- ingar komu oft heim að skála, og tíndu þar sitthvað ætilegt og gæfir voru þeir greyin. Þegar við höfðum verið í Laug- um um vikutíma, bar það til tíð- inda eitt kvöldið, að menn frá Skarði á Landi komu með lambfé til hagagöngu. Var það flutt á vörubílum og stóðu piltar yfir fénu fram á nótt meðan það var að spekjast og ærnar að finna sín lömb. Líklega var það um miðjan júlí, sem skálavörðurinn - Jón Gestsson - sagði okkur frá því, að ein lamb- ærin frá Skarði væri orðin veik. - Þetta var tvílemba og sást hún heiman frá skálanum, þar sem hún lá fyrir, en lömbin snerust krig um hana. Taldi Jón að um lungna- 17

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.