Dýraverndarinn - 01.06.1976, Síða 19
Frá Dýraverndunarfélagi Akureyrar
FRÉTTATILKYNNING
frá Dýraverndunarfálagi
Akureyrar
Aðaifundur Dýraverndunarfélags
Akureyrar var haldinn 28. febrúar
s. 1. Flutti formaðurinn skýrslu fyr-
ir síðasta starfsár, og rakti hann
störf félagsins á árinu, en þar kom
m. a. fram athugun sú sem gerð var
á skepnuhaldi í Flatey á Skjálfanda,
sem reyndar má segja að sé í eyði,
þó þar hafi maður haft viðdvöl
öðruhverju um veturinn 1974-
1975 og hafði þar nokkrar skepn-
ur, aðallega sauðfé, í óleyfi hrepps-
nefndar Hálshrepps sem eyjan til-
heyrir, ekki hafði hann heldur leyfi
ráðuneytisins fyrir skepnuhaldi þar,
þó það hefði leyft honum að
dvelja þar. Var fé þetta og aðrar
skepnur þar algjörlega eftirlitslaust
langtímum saman, þar sem um-
ræddur maður dvaldi öðruhverju á
Akureyri og enginn var þá í eyj-
unni, Yfirvöld gerðu ýmislegt til
að reyna að kippa þessu í lag, þó
nokkur seinagangur hafi orð:ð á
því, og höfðu þá drepist þar
nokkrar kindur, sjálfsagt af ýms-
um ástæðum. Er það sannarlega
ekki gott til eftirbreytni hve marg-
ir sem eiga að hafa eftirlit með
slíkum hlutum, eru rólegir að sjá
um, að Iögum um dýravernd o.
fl. sé framfylgt á sómasamlegan
hátt.
Þá komu til félagsins nokkrar
umkvartanir frá fólki hér í bæn-
um um eftirlitslitlar kanínur sem
UÝRAVERNDARINN
unglingar gera of mikað af að hafa
undir höndum. Einnig fékk félagið
kvartanir um hesta sem gengju
lausir um bæinn, þegar allt var á
kafi í snjó. Þessu var þó kippt í lag
fljótlega, er þó allt of lítið eftirlit
hjá einstökum mönnum með hesta
sína, þó margir hugsi vel um þá,
og aðrar skepnur sínar.
Þá virðist vera nokkur vandræði
í bænum með útigangs ketti, og er
mikil nauðsyn á, að það fólk sem
tekur dýr að sér, hvort sem um
ketti, hunda eða aðrar skepnur sé
að ræða, hugsi betur um þau. Það
skal þó tekið fram, að flestir hugsa
vel um þessi dýr sín, en því miður,
eru það of margir sem ekki hugsa
nógu vel um þau.
Þá lét félagið gera og kom upp
skiltum við hraðbrautina innst í
bænum, svokallaða „Drottningar-
braut", á þeim er mynd af fugli
með unga sína og orðinu VARÚÐ,
er þetta gert til að ökumenn athugi
vel um ferðir fugla með unga
sína, en þeir ganga mikið yfir
brautina frá Ls.'runum og yfir í
tjörnina, sem myndaðist með vega-
lagningunni þar. Vonum við og
höfum reyndar vissu fyrir því, að
allir góðir ökumenn tóku mark á
þessu og athuguðu vel með fugla-
ferðir yfir brautina. Skilti þessi
verða sett þar upp aftur, endur-
bætt, þegar varptíminn er vel haf-
inn. Þá hafa bæjarblöðin verið svo
vinsamleg, að taka ýmsar „smá-
ábendingar" frá félaginu, svo sem
að gefa fuglum í vetrarhörkum,
beiðni til ökumanna að gæta vel
að dýrum sérlega lömbum sem á
vegunum eru oft, o. fl. o. fl.
Þá var kosin stjórn félagsins,
sem var að mestu endurkjörin, en
hana skipa þessir: Maríus Helga-
son, Jórunn Ólafsdóttir, Gudmund
Knutsen, Jón Sigurjónsson og Drífa
Gunnarsdóttir, og í varastjórn Þur-
íður Baldursdóttir, Agúst Þorleifs-
son og Jón Bjarnason frá Garðsvík.
Þá kom fram í skýrslu for-
manns, að dýravinurinn Mark
Watson hafði sent félaginu pen-
ingagjöf, þar sem hann lýsir á-
nægju sinni yfir að hér skuli hafa
verið stofnað dýraverndunarfélag.
Eftirfarandi tillögur voru sam-
þykktar á fundinum: Áskorun til
bæjarstjórnar Akureyrar, að komið
verði upp, eða sköpuð viðhlítandi
aðstaða til stuttrar geymslu á dýr-
um, og til að aflífa hunda, ketti og
önnur smádýr, sem nauðsyn getur
verið á, og að sé gert á mannúðleg-
an hátt og mönnum til sóma, og
þeim sem framkvæma þessi verk til
þæginda og sem minnsts sársauka.
Þá var og samþykkt að félag ð
beitti sér fyrir því, að efna til rit-
gerðarsamkeppni meðal barna á
aldrinum 11-13 ára, um dýr og
fugla og verndun þeirra. Þá var eft-
irfarandi tillaga samþykkt: Dýra-
verndunarfélagið lýsir fyllstu van-
þóknun sinni á hirðuleysi þeirra
bænda og annarra hestaeigenda,
sem láta hesta sínan ganga úti í
hvaða veðri sem er, eftirlitslítið.
Félagið bendir á, að það er hreint
19