Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1976, Qupperneq 25

Dýraverndarinn - 01.06.1976, Qupperneq 25
algengur víða við sjávarsíðuna, í klettum og fuglabjörgum, t. d. í Grímsey. Hann hreiðrar um sig í urðar- gjótum og holum í stórgrýti, en þar hefir hann bæði skjól og öryggi. Hreiðrið er allstór dyngja úr ýmsu efni og lauslega frá henni gengið, en sjálfur hreiðurbollinn er haglega gerður og fóðraður innan með ull, hárum og fiðri o. fl. Hann er sér- lega gefinn fyrir að safna rjúpna- fiðri, og er sjaldnast, að það vanti í hreiðrið. Bæði hjónin starfa að hreiðurgerðinni, en bóndinn hefir aðallega það hlutverk að draga að efni. Varptíminn er fremur óákveð- inn og fer auðsýnilega eftir veðráttu eins og hjá fleiri fuglum hér á landi. Hann hefir það til að byrja að verpa seinni hluta maímánaðar og vera að því til júníloka. Það er því algengt að hitta á sama stað hálffleyga unga og nýorpin egg í hreiðri. Stundum verpur hann tvisvar á sumri, og lengist þá varp- tíminn fram í júlímánuð. Eggjatal- an er að jafnaði 5-6, en getur verið bæði fleiri eða færri. Eggin eru ljósdröfnótt. Útungunartíminn er hér um bil 14 dagar, og annast frú- in það starf að mestu. Bóndinn leys- •r hana aðeins af hólmi endrum og eins á daginn og ekki nema stutta stund í senn. Karlfuglinn heldur vörð um varpstaðinn og situr þá oftast á stórum steini eða einhverj- um hávaða og sést því langt að, en hreiðrið er ekki ætíð auðfundið. Hann syngur þá mjög, einkum í góðviðri. Ungarnir fara úr hreiðr- unum 12-14 daga gamlir, en eru mataðir talsvert lengur. Flakka þeir síðan um nágrennið og systkinin tvístrast, því að fjölskyldulífið er fremur stutt. Sumir ungarnir fara eflaust úr landi á haustin. Ung- arnir eru mataðir á skordýrum, ormum og öðrum smádýrum, sem eru nærtæk, en á fullorðins aldri er fuglinn aldina- og frææta. Einkenni: Hvítur fugl, svartur á baki, á vængjum og stéli, eða allur fuglinn mó-grádröfnóttur, nefið svart eða gult. Hleypur mikið og trítlar, fjör- og fimlega. Flýgur sjaldan langt í einu. Góður söng- fugl, en syngur aðallega um varp- tímann og mest í sólskini og góðu veðri. Heimkynni. Snjótittlingurinn á heima í flestum hánorrænum lönd- um og næsta nágrenni þeirra. Þó er hann sums staðar sunnar, en þá helst upp til fjalla. (Stærð: 1. 155-165 mm, v. 103- 109 mm, n. 10-12 mm, fl. 20,5- 22 mm. Þyngd: 32-38 gr, karlinn stærri en konan.) MARÍUERLAN (Motacilla alba alba, L.). Litla, káta, mannelska maríuerl- an er víst flestum svo kunn hér á landi, að næstum því er óþarft að lýsa henni. Hún er farfugl hér og kemur hingað venjulega um sum- armál og stundum fyrr og fer héð- an um réttir eða stundum ekki fyrr en í byrjun október. Hún kemur strax heim að húsum og bæjum á vorin og er víða talin engu síðri vorboði en lóan. Fullorðinn karlfugl í varpbúningi er grár á baki, með svarta kollhettu, sem nær aftur á hnakka, kverkin, hálsinn að fram- anverðu og ofanverð bringan er svört, en ennið, kinnarnar og háls- inn á hliðunum er hvítur og búkur- inn allur neðanverður, aðeins ör- lítið ígrár á síðum og lærum og neðst á bringu. Flugfjaðrirnar mó- svartar, en efri miðvængþökurnar grásvartar og hvítar í oddinn. Stór- þökurnar með breiðum, hvítum jöðrum og hvítar í endana. Stélið svart, en tvær ystu fjaðrirnar beggja megin eru hvítar á ytri rönd, en svartar inn á við. Nefið svart og fætur mósvartir. Liturinn á kven- fuglinum er allur óhreinni, svarta kollhettan og brjósthlífin er grá- flikrótt og ennið er gráleitt. í vetr- arbúningi er kverkin hvít, en skeifumyndað, svart band á bringu með gráum jöðrum og svarti koll- urinn grásprengdur. Ungarnir eru framan af mógráir á baki, bringu- bandið dökk-móleitt, en kviður og búkurinn allur að neðanverðu gul- hvítur. Maríuerlan er algeng hér á landi 25 ÖÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.