Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1976, Qupperneq 26

Dýraverndarinn - 01.06.1976, Qupperneq 26
víðast hvar, en þó er hvergi mikið af henni. Það er heldur meira af henni í láglendishéruðum en til fjalla, og veit ég ekki til, að hún sé sjaldgæf í nokkru byggðarlagi. Hantzsch segir, að hún fari ekki upp á hálendið, en það er rangt. Ég hefi hitt hana uppi við hájökla, t. d. við Tungnafellsjökul, í Hvanna- lindum og á Brúaröræfum. En það er víðast hvar þar fremur fátt af henni. Hún er hænd að mannabú- stöðum og forvitin og gefur sig því fljótt fram, þar sem hún er, ef menn koma þangað og hafa þar náttstað. Þykir henni gaman að spígspora um tjaldmæninn og skoða þetta ný- virki. Þó hefir mér virst hún vera styggari uppi á hálendi en niðri í byggðum. Hún tekur sér bústaði við tjarn- ir og vötn, ár og læki. Vegna þess að hún er mikið við bæi, lendir hún oft í kattakjöftum. Hún verp- ur í holum, sprungum og smugum milli steina, en aldrei á bersvæði, afar oft í ýmsum mannvirkjum, t. d. er varla til sú brú yfir á eða læk eða vegarræsi, að hún eigi þar ekki heimiii, í útihúsum og jafnvel inni í íbúðarhúsum, sem standa auð. Það er enginn vafi á því, að hægt væri að fá hana til þess að verpa í þar til gerða kassa, sem hengdir væru utan á húshlið. En það er því miður hætt við því, að menn hefðu ekki mikla ánægju af því að bjóða henni þann- ig heim, vegna kisu, sem áreiðan- lega mundi hirða ungana, þegar þeir fara úr hreiðrinu. Hreiðrin eru vönduð körfuhreið- ur, vel ofin saman úr ýmsu mjúku efni, en und'r körfunni er oftast allstór hrúga af ýmsu grófara rusli. Verði hún vör við heimsókn eða annað ónæði, læðist hún kyrrlátlega frá hreiðrinu löngu áður en komið er að því. Konan liggur að mestu á eggjunum, bóndinn hvílir hana sjaldan, en það kemur þó fyrir, helst á daginn. Eggjatalan er 5-9, ljós- dröfnótt, dröfnurnar mjög smáar, punktar og strik. Útungunartíminn er um það bil 12-14 dagar, og ung- arnir eru 14-15 daga í hreiðrinu. Þeir eru allkvillasamir og dánartala þeirra há. Þeir eru farnir að æfa sig í því að dynta stélinu upp og niður, áður en þeir fara úr hreiðrinu fyrir fullt og allt. Fjölskyldulífið er frem- ur stutt, og ungarnir hópa sig sér og fara á flakk. Aðalfæða maríuerlunnar eru smá-ormar og skordýr, sem hún tekur bæði á jörð og á flugi, t. d. flugur. Einkenni: Grá á baki, hnakki og bringa svart, enni og vangar hvítir. Hvít á kvið. Haust- og ungfugla- búningurinn er með óskýrari litum, og er þá bringubandið mósvart. Langt stél með hvítum jöðrum. Stélið nær aldrei kyrrt, því er veif- að og sveiflað í sífellu upp og nið- ur og fuglinn fremur ókyrr og sí- þvaðrandi. Röddin er ekki óvið- felldin. Heimkynni. Maríuerlan á heima víðast hvar á meginlandi Norður- álfunnar og víða í Asíu. A vetrum er hún víðs vegar um hitabeltis- lönd Afríku. (Stærð: 1. um 180-200 mm (þar af hér um bil helmingur stél), v. 88 -90 mm, þyngd 22-25 gr.) ÞÚFUTITTLINGURINN (Anthus pratensis (L)) Þúfutittlingurinn er langalgeng- astur allra spörfugla um land allt. Hann er farfugl og kemur hingað um líkt leyti og maríuerlan og fer héðan í lok september. Hann er einnig kallaður götutittlingur, því að hann á oft heimilisfang í götu- skorningum og vegarjöðrum, þar sem þýfi er nóg og sæmilega grasi vaxið. Yfirleitt er hann alls staðar þar, sem er samfelldur gróður og ekki er allt of mýrlent eða blautt. Hann er besti söngfuglinn meðal spörfugla, sem hér er til. Hann er dökk-móleitur á baki með dekkri dílum og rákum, eink- um á síðunum og framan á bringu. Kviðurinn er ljós-móleitur, nærri gul-hvírur. Stélið er styttra en 26 dýraverndarinn

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.