Dýraverndarinn - 01.06.1976, Page 30
(Stærð: 1. um 105-122 mm, 53-
59 mm, n. 11,5-13,5 mm, fl. 18,5-
21 mm (Timmermann).)
LANDSVALA (Hirundo rustica
rustica, L), er erlendur farfugl, sem
kemur hingað all oft og hefir gert
ítrekaðar tilraunir til þess að verpa
hér, sem sjaldnast hafa heppnast. Þó
hefir það komið fyrir,að henni hef-
ir tekist að koma ungunum á legg.
Verður að telja það vafasamt, að
henni geti tekist að ílendast hér,
vegna þess hve sumarveðráttan er
er breytileg og stopul og skordýra-
líf lítið í samanburði við önnur
lönd.
Lýsing. Að ofanverðu er fuglinn
svartleitur, með bláleitum málm-
gljáa á fiðrinu. Stélið er langt og
stór-sýlt, því að ystu stélfjaðrirnar
eru afar langar. Enni og kverk rauð-
móleit. Framan á hálsinum fyrir
ofan bringu er breitt, svarblátt,
málmgljáandi band yfir um hálsinn.
Bringa og kviður hvít, með meiri
eða minni rauðmáleitri slikju.
Kvenfuglinn er eins og karlfuglinn
á lit, en stélið er minna sýlt, því
að ystu stélfjaðrirnar eru nokkuð
styttri. Nef svart. Fætur dökk-mó-
leitir. Ungarnir eru með daufari lit-
um á baki og fiðrið er málmgljáa-
laust. Ystu stélfjaðrirnar litlu lengri
en hinar. Vængjalengd um 117-
130 mm. Þyngd um 18-20 gr.
Landsvalan er hænd að sveita-
bæjum og öðrum mannabústöðum,
vegna þess að henni reynist þar
meiri flugnamergð og annarra skor-
dýra, því að hún er skordýraæta og
veiðir mest á flugi. Hreiður gerir
hún sé oft inni í fjár- og öðrum úti-
húsum. Undirlag hreiðursins er úr
grasstráum og leir, sem hún klístrar
saman með munnvatni sínu, en að
innan er það fóðrað allmjúklega
með heyi, mosa o. fl. Er hún oft-
30
ast um vikutíma að búa til hreiðrið.
Eggin eru 4—5, ljósleit með rauð-
leitum smádröfnum. Útungunar-
tíminn er 13-18 dagar, eftir því
hvernig viðrar. Ungarnir eru um
þriggja vikna tíma í hreiðrinu og
eru mataðir alllengi eftir það.
BÆJARSVALAN Delichon ur-
hica (L) er einnig mjög hænd að
mannabústöðum, en hún sækir meir
inn í þorp og samfelldar byggðir
en hin. Hér er hún miklu sjald-
gæfari en landsvalan, en kemur þó
hingað endrum og eins. Ekki er
vitað til þess, að hún hafi orpið
hér. Óvíst er, að almenningur hér
kunni að gera greinarmun á þess-
um svölutegundum.
Bæjarsvalan er svört að ofan,
nema aftast á bakinu fyrir framan
stélið er hún snjóhvít. Svarti litur-
inn er með sterkum blásvörtum
málmgljáa. Að neðan er hún alhvít
alveg fram á tær. Flugfjaðrir og stél
svart. Stélið mun minna klofið en á
hinni teg. Vænglengd um 108-116
mm. Þyngd 16-21 gr.
Þakkir til gefenda Nokkur börn úr Laugarnesskól- anum í Reykjavík héldu hlutaveltu í febrúarmánuði og sendu þá upp- hæð, sem inn kom - kr. 1900,00 - til Samb. dýraverndunarfélaga ís- lands og á að verja þessu fé til styrktar Dýraspítalanum. - Börnin voru: Helga Eiríksdóttir, Þórður Geirsson, Drífa Aðalsteinsdóttir, Nanna H. Sigfúsdóttir o. fl. börn, sem við vitum ekki nöfn á.
Bestu þakkir til ykkar allra. —
V
Höfð- Eldri maður, sem kominn er á eftirlaun, færði Samb. dýraverndun-
ingleg gjöf arfélaga íslands myndarlega gjöf, eða kr. 50.000,00. Hann vill ekki láta nafns síns getið, en stjórn S.D.Í. þakkar honum kærlega fyrir þenn- an stuðning við samtökin.
V
DÝRAVERNDARINN