Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Síða 2
HJÖRTUR PÁLSSON:
KVÖLDÞANICAR
UM LJÓÐLIST
Á AKUREYRI
Á aldarafmæli Akureyrar telur Alþýðumaðurinn
vel við eiga að birta lesendum sínum sýnishorn af
Ijóðum nokkurra skálda, sem öll má kenna við Akur-
eyri með einhverjum liætti. Betur getur blaðið ekki
gert við lesendur en lofað þeim að njóta þsirra fórna,
sem skáldin hafa fært Ijóðadísinni á Akureyri eða við
Eyjafjörð, sem oftar en einu sinni liafa líka lagt þeim
Ijóð á tungu með því að opna faðm sinn á óskastund.
Þær fórnir eru þó miklu fleiri og stærri en Ijóðin
á þessum fáu síðum geta gefið hugmynd um. Þau eru
ekki nema lítið brotabrot, prentað til að auka gleði á
góðum degi. Með birtingu þeirra í dag er ekki œtl-
unin að kveða upp neinn dóm yfir höfundunum né
gera upp á milli þeirra. Þeim er raðað á sama bekkinn
í bróðerni og vita vel, að þeir eru ekki einir í lieim-
inum. Ljóðin hér á eftir eru ekki heldur úrval úr
verkum þeirra, en þau sýna okkur glöggt, að þessi
fagri og kyrrláti, aldargamli bær við Pollinn liefur
ekki brugðizt hlutverki fóstrunnar, þegar tökubörnin
leituðu lijá henni skjóls. Þau voru ólík. Sum þeirra
voru þá nánast uppkomin, önnur í mótun. Þau voru
misvel undir lífsbaráttuna búin, — sum komu úr
nœsta nágrenni, önnur lengra að. En öllum var þeim
gefið þetta tvíeggjaða vopn: þráin til að yrkja. Þessir
höfundar eiga það allir sameiginlegt, að þó að árin
hafi liðið, gátu þeir ekki liœtt að hlusta eftir sinni
eigin rödd, ekki síað skáldskaparástríðuna úr blóð-
inu, hvort sem það var niður Blöndu eða Skjálfanda-
fljóts eða þung og dul öldusog hafsins við Breiðafjörð
og Langanes, sem fyrst snurtu hinn Ijóðræna streng í
brjóstum þeirra, — hvort sem það var rökkurkyrrðin
í Langadal eða við Eyjafjörð, sem kenndi þeim ung-
um að hlusta á þögnina, er geymir meiri og tærari
lýrik en ónæm eyru grunar.
Ég bið afsökunar, ef mér hefur yfirsézt, en þegar ég
renni huganum yfir hundrað ára sögu Akureyrar i
kvöld, tekst mér ekki að finna eitt einasta þekkt Ijóð-
skáld eða ritliöfund, sem staðurinn sjálfur getur stært
sig af að hafa alið, og má það einkennilegt heita, en
mér virðast öll þau Akureyrarskáld, sem ég man í
svipinn, hafa verið aðflutt úr næsta nágrenni eða
lengra að. Það er spurning, sem gaman væri að velta
fyrir sér og leita svars við, hvers vegna Akureyri hefur
aldrei eignazt sitt lárviðarskáld, fætt í bænum. En
hún á það eflaust eftir. Það fer sftir því, við hvað er
miðað, hve hundrað ár sýnast langur tími. Mér þætti
að minnsta kosti ekki skynsamlegt að kenna staðnum
um, þó að einhverjum kynni að detta í hug, að hann
skorti eitthvað, sem arulinn lifir á. Ég er sannfœrður
um, að höfuðstaður Norðurlands er af mörgum ástæð-
um kjörinn til listsköpunar. Ljóðin á þessu blaði, auk
allra þeirra listaverka, sem hér liafa fæðzt, standa að
veði fyrir þessari skoðun minni, því að ef Káins er
sleppt, munu hin flest, ef ekki öll, vera til orðin liér í
bœnum.
„Guðirnir gefa þeim gleði, sem landið sjá“. Þessar
tvœr braglínur úr kvœði Davíðs, Sigling inn Eyjafjörð,
eru ekki sagðar út í loftið. Skáldið skynjar náttúruna
og landið öðrum augum en við hin og stendur því nær
því að njóta þeirrar gleði, sem mannkyninu hefur
löngum verið gjarnt að ætla guðunum. Ef landið getur
ekki gripið augað og haldið því um stund föngnu á
Akureyri og við Eyjafjörð, þá er það augað, sem
skortir Ijós, en ekki larnlið, sem brestur fegurð. Og
af því að lýrikin hefur frá upphafi vega nærzt á nátt-
úrunni, langar mig að gefa mér lausan taum.
Þegar Akureyri skartar, heillar hún fleiri en lieima-
menn, þó að annarlegar tungur séu stundum tregar
til að játa það. Og svo mikið er víst, að margir hafa
saknað liennar, sem fluttu burt eða sviku hana í
tryggðum.
Og svo að dœmi sé nefnt, hef ég gengið hér inn
Fjöruna með ungu Ijóðskáldi, sem hafði orð á því,
hve gömlu húsin í innbænum og umhverfið þar væri
heillandi heimur fyrir lýriskan mann; þar gæti
sprottið smáljóð úr fylgsnum hjartans. Og kunnan list-
málara hef ég heyrt segja, að Akureyri með allan sinn
gróður og „malerísku senur“ vœri hreinasta gósen-
2
ALÞÝÐUMAÐURINN