Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Síða 6

Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Síða 6
Páll J. Árdal f. 1/2 1857 að Helgastöðum í Eyjafirði, d. 24/5 1930. — Búsettur á Akureyri 1883—1930 (Dánarár). H VÖT (A þjóðminningardegi Eyfirðinga 1898) Vökum, vökum. — Vel er sofið. Værð og svefn ei lengur stoðar, nótt er flúin burt úr byggðum, blessuð sólin landið roðar. Upp með nýjum andans móð, upp til starfa rísi þjóð. Upp með fánann, fylkjum liði þétt, fagurt hlutverk nú er öllum sett. Sundrung, leti, deyfð og doði dró oss löngum happ úr mundum. Þá var ævin aum og döpur íslendingum mörgum stundum. Þó hér gnægtir gulls og fjár geymi bæði land og sjár. Til að nú því eflum dug og dáð, drengilega verði sóknin háð. Sækjum djarfir djúpan víði, drögum fé úr Ægis mundum, gjörum fúafen að túni, feyskið lyng að grænum lundum, breytum urð í blómarein, brjótum gull úr hverjum stein, ryðjum, ryðjum beina slétta braut beint í auðsins hulda nægtaskaut. Þá mun fagurt land að líta: laufga skóga, haga græna, blómleg tún og býli snotur, .breiðar engjar, garða væna, fagrar borgir fram við sæ, fjör og starf í hverjum bæ, trygga höfn, er tengir byggð við sjá, trausta brú á hverri landsins á. Þá mun fagurt land að líta, — láni fagna sjáum bragna, — rudda vegi rennislétta, rafurmagni knúða vagna, gufuknerri kljúfa sjá, koma, fara til og frá, fríðan varning flytja burt af strönd, fylla aftur gulli hverja hönd. Þá mun fagurt land að líta, lög og frelsi þegar ráða, þegar landið eignast arfa, upplitsdjarfa, hrausta, fjáða, þegar ást og eining rétt öllu hefur takmark sett, þegar allir takast hönd í hönd, heilög knýta vináttunnar bönd. Vökum, vökum. — Vel er sofið. Værð og svefn ei lengur stoðar, nótt er flúin burt úr byggðum, blessuð sólin landið roðar. Rísum upp, því andi nýr alla fram til starfa knýr. Rísum árla upp á morgunstund, öllum sem að færir gull í mund. U M KVÖLD Fríður nætur fyrirboði, fagur aftansólar roði kveður himin, haf og frón. En um heiðan himinboga hundruð þúsund stjörnur loga. Drottinn, hvílík dýrðarsjón! 6 ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.