Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Side 11

Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Side 11
DAGRENNING Hver einasti dagur í reifum úr rökkursins hjúpi, sem roðnar og stígur frá aldanna myrka sæ — og rennur til vesturs í heiðbláu dulardjúpi og dreifir þar ljósi um byggðir og fjöll og snæ, hann ber sér í fangi hið nýja, sem áður fékk enginn um ævina skynjað, er spurning á vörunum brann. Svo er hann í fjarska að fjallanna baki genginn. Og fegurðin sindrar í slóðinni, þar sem hann rann. Heiðrekur Guðmundsson En á þeirri stund er hin geislandi gleði vor töpuð, og glitblæjan rofin, sem lykur um fjarlæga strönd, ef sjáum vér fyrir þau örlög, sem oss eru sköpuð og atburðarásina lesum í skaparans hönd. Þá birtist oss sorgin og beiskjuna lætur hún drjúpa sem bölþrungnar dreggjar í freyðandi gleðinnar veig. unz dægranna angur vér bergjum af bikarnum djúpa og banaskál gæfunnar drekkum í slitróttum teyg. f. 5/9 1910 að Sandi í Aðaldal. — Búsettur ó Alcureyri fró 1940. E F É G FER AÐ YRKJA LJÓÐ Er húmar að í huga mér og hjartað nístir sorg, þá kveð ég ljóð um heimsins harm og hrunda skýjaborg. Því neistinn, sem leynist og ljúfustu hamingju veldur, hann lokkar og seiðir og rýfur hinn svæfandi frið. Og hættan, sem stendur á hak við, er blossandi eldur. Og bjarmi hans töfrandi leikur um daganna svið. Með öryggið þráða í framtíðarfanginu víða vér finnum til þreytu, hve stöðugt sem gengið er skráð. Og er ekki betra að hryggjast og kyljunum kvíða og kætast á milli og treysta á sólguðsins náð? Hvort framtíðin synjar um líkn eða lofar oss mildi, á lausn þeirrar torráðnu gátu vér kunnum ei skil. Því óvissan ríkir og lífinu gefur hún gildi og greiðir með vöxtum þá skuld, er hún stofnaði til. — Svo rennur hver dagur um ókenndar ævinnar leiðir með eilífri hending og töfrum hins nýjasta lags. Hve óvissan heillar og huga vorn fangar og seiðir. Og hámarki nær hún að kvöldi hins síðasta dags. Er ljóma slær á borg og byggð og bliki á sæ og storð, þá lýt ég höfði og hljóður verð, því hugann brestur orð. Með flóði þeirra fjarar sorg, er flæddi að um sinn, en lieilög gleði á liljóðri stund til hjartans streymir inn. Og því ber jafnan þögnin vott um þrek og frið og dug. En ef ég fer að yrkja ljóð, þá er mér þungt í hug. Ég kveð þér ljóð, unz hugur hlær og hrunda borgin rís og sólin gegnum sortann brýzt, þú söngva minna dís. ALÞÝÐUMAÐURINN 11

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.