Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Síða 12

Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Síða 12
f. 9/11 1910 að Einarsstöðum í Reykjadal. — Búsettur ó Akureyri frá 1938. GÖTUSÓPARINN' Andlit blakkt og barkað brosir undir skyggni, langa annaævi okkur birtir það. Reka og haki hafa honum félag goldið: ltönd er kreppt og komin kryppa í herða stað. Eftirlaun að lokum lögðust honum þessi: sorpi og ryki saman sópa á götustétt. Þegar engan úrkost átti hann nerna bæinn, þá fékk karl að þiggja þennan vinnurétt. Margan kól á Kjalveg, kuldi langrar ævi hneit við hjartarætur, hregg í blóðið gekk. En einhver Ölvör hefir Oddi þessum saumað skyrtu, er fyrir skotum Skuldar varið fékk,*) því úr öldungs auga innra friði stafar, hann með hlýju brosi heilsar mér og þér. Sýslar rór að sorpi sínu og hreinsar ræsin og í hálfum hljóðum húsgang raular sér. — Svartar haturshryðjur heiminn ganga yfir, furðu lostinn lít ég lotinn öldurmann af flestum fyrirlitinn færa öxl við éli: Beittar eiturörvar ekkert saka hann. ÁGÚSTNÓTT Á AKUREYRI Flauelsmjúk ský eru á ferð yfir Garðsárdalinn, um flosofna bliku í suðri hlæjandi máni gægist og bregður litrófi um lausofinn dúk. En liöfug og ljúf af hlýindum suðlægrar áttar fer Iiaustnóttin yfir, gengur döggskóm um túnin og dokar í skugga við dimmleitan Öxnafellshnjúk. Dökkur og sléttur sem demantur fægður er sjórinn, deplaður bliki einnar og einnar stjörnu og silfraður glömpum, er gægist tunglið um ský. En götuljós bæjarins speglast á höfði sem hafi hundruðum kyndla verið stungið í Pollinn og brenni þar kyrrir og botnfastir vatninu í. Dinnnbláu rjáfri halda Súlur á herðum. Heiðin er þögul og myrk undir slútandi brúnum. Byggðina dreymir í djúpri, heilagri ró, á meðan eyktarlaus tíminn talar til jarðar úr takmarkalausu rúmi ókenndra sviða ofan af himni, utan frá stjarnanna sjó. *) Frá Ölvör segir í Örvar-Odds sögu. Hún saumaði Oddi skyrtu eSa skikkju, sem engin vopn bitu. Frá Skuld segir í Hrólfs sögu kraka. Hún var illþýSi og svo göldrótt, aS hún skaut eiturör af hverjum fingri. 12 ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.