Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Síða 13

Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Síða 13
Næddu um mig norðan nepja, unz þú hefir bitra kuldabrosið brennt í svip mér inn, svo ég geti falið fyrir heimsins auga vinjar bjartra vona, vetrarkvíða minn. Kyntu árdagselda, austrið morgunbjarta, bræddu forna beiskju böls úr minni sál, svo ég geti sungið sólu lofgjörð nýja og í daggardropum drukkið hennar skál. Kristján frá Djúpalæk f. 16/7 1916 að Djúpalæk í Skeggjastaðahreppi, N.-Múl. — Búsettur á Akureyri 1943—49 og frá 1961. BOÐ — Aðan lagði ókunn hönd laujblað fölnað í lófa minn. Boð hvers, ég spurði, berð þú mér? Samvizku þinnar! var svarið. Svífðu yfir sveitir, í sunnanblær, af heiðum, angan bjartra blóma berðu að vitum mér. Vísa mér til vegar, vef mig þér í fangi. Allir þeir, sem unna, eiga leið með þér. Vagga þú mér, vestan- vindur, þegar náttar, svæfðu dagsins sorgir, svo ég fái gleymt öllu, sem ég óttast, öllu, sem ég þráði, -—- svo ég fái sofnað, — svo mig geti dreymt. MINNINGU SKÁLDS Sem vatn, er sitrar gegnum gisin þök til gólfs í strjálum dropum, farvegslaust, sem dapur ferill fugls í þröngri vök, sem fis, er þyrla vindar undir haust, var líf þitt, bróðir, vega- og áttavillt í veröld, sem þér fáa geisla bar. Var stríð mitt háð til einskis ógnum fyllt? í örvænting þú spyr og hlýtur svar. Að eiga draum í dagsins tryllta gný og djúpa þrá til söngs í hljóðum skóg, að eiga sýn til sólar gegnum ský og sorg í hjarta, — það er skáldi nóg. ALÞÝÐUMAÐURINN 13

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.