Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Síða 14

Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Síða 14
Rósberg G. Snædal f. 8/8 1919 I Kárahlíð í Laxárdal, A.-Hún. — Búsettur á Akureyri frá 1941. FJALLKONULJÓÐ Hér hafa börn mín búið þúsund ár, barizt við vetrarfrost og ísað haf langa nótt, við neyð og hungurfár, náðarbrauð og harðan lagastaf. -—- Brást mér þó aldrei íslenzkt þjóðarstolt, aldalangt var það skjöldur minn og sverð. Eldar, sem lýstu Odda og Reykjaholt, yljuðu hörnum mínum langa ferð. Sigggróin hönd og kuldabarin kinn kotbænda minna þekktu ei undanhald. Þjóð, sem á trú og vissu um sigur sinn, sigrar að lokum jarðneskt konungsvald. Því eru í dag svo blá mín bröttu fjöll, blikandi særinn, tært mitt himinhvel. Munið það, fólk mitt — börn mín, eitt og öll: ykkar er þetta land — og njótið vel. Heyr, íslenzkt fólk, ég flyt þér boðskap minn í fegurð þessa dags — og júniblæ. Vak þú í starfi — vittu tíma þinn, vorgyðjan kveður dyra á þínum bæ. Þúsundir radda boða vorsins vald, viðurinn brumar, grænkar fell og hlíð, veturinn snýr á vonlaust undanhald, veðraðar hjarðir fagna sumartíð. Fagnið þið, börn mín, frelsi sumardags, fagnið, því nú er runnin langþráð tíð. Fagnið og njótið vorsins ljóðalags, lagt er hið dýra gull í ykkar mund. Þið eruð ég, — og ég er aðeins þið, jörð var oss gefin. Hér er okkar land: Sólríkir dagar, fengsæl fiskimið, fannkringdir hnjúkar, brim við ægisand. — Kalt er á stundum, veit ég vel, en þá vitið þið bezt og finnið ykkar mátt. Það verður engi kveif né kuldastrá, sem kynnist frá bernsku frónskri norðanátt. V 0 R Flykkist hingað fuglaþjóð, flögrar kringum bæinn til að syngja ástaróð: íslendingabraginn. — KVÖLD Fjöllin blána. Fagurt kvöld friðarþrána nærir, yfir Ránar roðatjöld rökkurbrána færir. — Á FERÐ Veröld seiðir viðmótshlý, vísar leið að tindum undir heiðum himni í Herðubreiðarlindum. — 14 ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.