Alþýðumaðurinn - 21.01.1964, Page 3
3
Verkalýðsfélagið EINING:
Þorrnblót - Ársbétíð
í Alþýðuhúsinu laugardaginn 25. þ. m. kl.
7.30 e. h.
TIL SKEMMTUNAR:
Gamanþáttur. Jón Gunnlaugsson leikari
og eftirhermumeistari frá Rvík.
Tvísöngur með guitarundirleik.
Upplestur. Einar Kristjánsson rith.
Spurningaþáttur. Rósb. G. Snædal.
Dans.
Aðgöngumiðar afhentir í Verkalýðshúsinu,
Strandgötu 7, fimmtudag og föstudag frá kl.
4—7 e. h. Borð valin um leið. Allar upplýsingar
veittar í síma 1503. Skorað á félagsmenn að
fjölmenna og taka með sér gesti.
Nefndin.
Auglýsið í Alþýðumanninum
Nýtt hefti af Áfanga
Fyrir -skömmu kom út 3. hefti
af ÁFANGA, 1963. Blaðið er
óvenj u fj ölbreytt að efni og snyrti-
legt að öllum frágangi, skreytt
fjölda mynda.
Ritstjóri Áfanga er Sigurður
Guðmundsson, og í inngangsgrein
fremst í blaðinu segir hann meðal
annars, „að nú verði gerð gang-
skör að því að fjölga áskrifendum
verulega jafnframt því sem efnis-
skipan verði breytt mjög á þann
veg, að þar verður fyrst og fremst
vandað efni um jafnaðarstefnuna
og Alþýðuflokkinn, bæði eftir inn-
lenda og erlenda jafnaðarmenn,
greinar um alþjóða stjórnmál og
verkalýðshreyfinguna, þjóðmál
komandi ára og liðinna, umsagnir
um stjórnmálarit o. s. frv.
Af greinum í þessu hefti af
Áfanga má nefna: Jafnaðarstefn-
an nú á tímum, greinin er samtal
milli Emst Wigforss og Viggo
Kampmann, Stöðnuð verkalýðs-
samtök, eftir Sigurð Guðmunds-
son, þá er grein um launamál á
Vesturlöndum, Björgvin Guð-
mundsson skrifar um bókina Ice-
land, Reluctant Ally, smásagan,
Styrjöld, eftir Milocan Djilas,
Vandamál vesturlanda eftir Paul
Henri Spaak, og birt er í ritinu
sameiginleg stefnuskrá jafnaðar-
mannaflokka í löndum EBE, fleira
efni er í þessu 3. hefti Áfanga.
EINMUNATÍÐ
Það sem af er janúarmánuði
má heita að hafi verið stöðug
sunnanátt og flesta daga þíðviðri
eða þá stillur með fremur vægu
frosti.
Á þrettándanum, 6. jan., var
t. d. hér á Akureyri 9° hiti, og
daginn eftir komst hiti árdegis í
11°. Enn var 10° hiti þann 10.,
en úr því kólnaði næstu daga, og
hinn 13. jan. var hér stillt og
bjart veður með 6° frosti, en 13°
frost mældist á Grímsstöðum á
Fjöllum. Var þá um þriggja daga
skeið allsvalt x veðri, en stillur,
og með 16. jan. gerði þíðviðri á
ný með 8° hita og fegursta veðri.
Hefur síðan haldist hér þíðviðri
með 6—8° hita, unz í gær að
nokkur frostkali var kominn, enda
heiðríkt loft.
Snjólaust er nú um allar byggð-
ir og vegir sem að sumarlagi, jafn-
vel á heiðum uppi.
En þótt veðrið hafi leikið við
Norðlendinga, hafa Sunnlending-
ar aðra sögu að segja.
Þar hefur verið storma- og úr-
komutíð mikil og gæftir til sjávar-
ins all-stopular.
ALÞÝÐUMAÐURINN
fæst í lausasölu í Borgarsölunni
við Róðhústorg, Rikkubúð, Blaða-
vogni Pólma Ólofs, og Þórshamri.
TEKJIRMR
Meðalbrúttótekjur kvœntra karla 25— Meðáltekjur á Heildar-
66 ára á árinu 1962 samkvœmt skatt- jramteljanda tala
skrá 1963, ejtir starjsstéttum (saman- árið 1962 framtelj-
dregin flokkun): enda
Yfirmenn á fiskiskipum 206.000 kr. 900
Læknar, bæði sjálfst. og í opinberri þj ónustu 202.000 — 276
Sérfræðingar (þó ekki sérfræðingar í opinberri þjónustu eða með eigin rekstur 179.000 — 217
Áhöfn fiskiskipa, aðrir en yfirmenn . . 159.000 — 1720
Kennarar og skólastjórar 155.000 — 739
Forstjórar og vinnuveitendur (nema bændur, sem eru vinnuveitendur . . 154.000 — 1858
Starfsl. varnarliðs, verktaka þess o. þ. h. 152.000 — 479
Verkstjórnarmenn, yfirmenn (nema á fiskiskipum, hjá ríki, hæjum, bönk- um eða varnarliði) 151.000 — 1154
Starfsmenn ríkis, ríkisstofnana o. fl. stofnana 149.000 — 1986
Starfsfólk banka, sparisjóða og trygg- ingastofnana 149.000 — 413
Starfsmenn sveitarfélaga og stofnana þeirra 142.000 — 901
Faglærðir, aðrir en við byggingarstörf eða verklegar framkvæmdir 127.000 — 2507
Faglærðir og iðnnemar við byggingar- störf og aðrar verklegar fram- kvæmdir 126.000 — 901
Einyrkjar við byggingastörf (t. d. tré- smiðir, málarar o. fl. ekki í þjónustu annarra 125.000 — 345
Bifreiðastjórar, bæði sjálfstæðir og í þjónustu annarra 123.000 — 1859
Ófaglærðir við flutningastörf (þar með t. d. hafnarverkamenn 122.000 — 584
Skrifstofufólk og hliðstætt starfslið hjá öðrum en verzlunarfyrirtækjum (þó ekki hjá opinberum aðilum) .. 122.000 — 540
Skrifstofu- og afgreiðslufólk hjá verzl- unarfyrirtækjum (nema yfirmenn) 119.000 — 1439
Ófaglærðir við fiskvinnslu 116.000 — 1393
Ófaglærðir við iðnað 114.000 — 1296
Starfsmenn sjúkrahúsa, elliheimila og hliðstæðra stofnana (ekki læknar) 112.000 — 122
Einyrkjar við önnur störf en byggingar (nema einyrkjabændur) 112.000 — 619
Ófaglærðir við byggingastörf og aðrar verklegar framkvæmdir 111.000 — 720
Ófaglærðir, aðrir en taldir hafa verið 103.000 — 423
Verkamenn og iðnaðarmenn í þjónustu sveitarfélaga og stofnana þeirra . . 101.000 — 210
Bændur, gróðurhúsaeigendur o. fl. .. 99.000 — 3276
Lífeyrisþegar og eignafólk 69.000 — 362
Tekjulausir 40
Aðrir 101.000 — 527
Meðaltal 131.000 kr. Alls 27806
Tíniasannleikur
„Samvinnufélögin hafa nær allar afurðir bænda til sölumeðferðar,
og löngu er viðurkennd skylda til afurðalána. Núverandi ríkisstjórn
hefur látið afurðalánin standa í stað s.l. 4 ár,-“
Tíminn 15. jan. ’64.
A s.l. ári hækkaði Seðlabankinn afurðalán vegna landbúnaðarins
um 90 millj. kr.
Nkrítla
Miðvikudaginn 18. des. sl. kom blaðið Verkamaðurinn út og var
aðalfregn þess undir fjögurra dálka risafyrirsögn, „NÝTT SMÁN-
ARBOÐ FRÁ RÍKISSTJÓRNINNI11, og greindi blaðið frá því, að
nú væri boðin 15% kauphækkun til lausnar vinnudeilu þeirri, er
þá stóð yfir.
Tveimur dögum síðar auglýsti svo Björn Jónsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Einingar og aðalráðamaður Verkamannsins,
„smánarboðið“ sem kauptaxta fyrir Einingu!