Alþýðumaðurinn - 21.01.1964, Page 7
7
iiuiin.............
Hundraðshluti framteljenda (kvæntra karla 25—66 ára) í eigin
húsnæði af heildartölu framteljenda í hverjum flokki:
Forstjórar og vinnuveitendur ............................... 85,8%
Bændur, gróðurhúsaeigendur o. þ. h.......................... 84,6%
Verkstjórnarmenn, yfirmenn.................................. 83,5%
Yfirmenn fiskiskipa ........................................ 83,3%
Starfsmenn banka, sparisjóða og tryggingastofnana........ 80,6%
Einyrkjar við byggingastörf (trésmiðir, málarar o. fl. ekki í
þjónustu annarra) ...................................... 80,0%
Bifreiðastjórar, sjálfstæðir og í þjónustu annarra.......... 77,8%
Faglærðir, ekki taldir annars staðar........................ 77,2%
Ófaglærðir við fiskvinnslu.................................. 77,1%
Faglærðir og iðnnemar við byggingastörf óg aðrar verklegar
framkvæmdir............................................. 76,0%
Einyrkjar við önnur störf en byggingar...................... 74,5%
Skrifstofu- og afgreiðslufólk hjá verzlunarfyrirtækjum .... 74,4%
Starfsmenn ríkis, ríkisstofnana og fleiri stofnana.......... 72,7%
Starfslið varnarliðsins, verktaka þess...................... 74,3%
Sérfræðingar ............................................... 70,5%
Ófaglærðir við iðnað........................................ 70,3%
Ófaglærðir við byggingastörf og aðrar verklegar fram-
kvæmdir ................................................ 70,1%
Fiskimenn (nema yfirmenn) .................................. 70,1%
Kennarar og skólastjórar ................................... 70,1%
Skrifstofufólk og hliðstætt starfslið hjá öðrum en verzlunum 68,9%
Ófaglærðir við flutningastörf (þar með hafnarverkamenn) 68,7%
Lífeyrisþegar og eignafólk.................................. 68,0%
Ófaglærðir aðrir............................................ 66,0%
Verkamenn og iðnaðarmenn í þjónustu sveitarfélaga og
stofnana þeirra........................................ 65,2%
Læknar*) ................................................... 57.2%
Starfslið sjúkrahúsa, elliheimila og slíkra stofnana........ 35,2%
Aðrir ...................................................... 40,8%
*) Þetta tiltölulega lága hlutfall stafar annars vegar af því, að
héraðslæknar eru yfirleitt ekki í eigin húsnæði, og hins vegar af því,
að margir læknar hafa tekjur og gjöld af húsnæði með í sérstöku
rekstraryfirliti, sem fylgir framtali, og var ekki unnt að taka tillit til
þess við skýrslugerðina.
11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
AF
NÆSTU
GRÖSUM
MessaS í Akureyrarkirkju n.k. sunnu-
dag. kl. 2. e. h. Æskulýðsmessa. For-
eldrar beðnir um aff koma með börn
sín í kirkjuna. — Sóknarprestar.
Sunnudagaskóli Kirkjunnar er á
sunnudaginn kemur kl. 10.30 f. h.
Yngstu börnin í kapellunni, eldri börn-
in í kirkjunni.
Fundur í drengjadeild
kl. 8.00 e. h. fimmtudag.
Fundarefni annast Hvít-
smárasveit, foringi Gunn-
ar Skarphéðinsson og Bláhattasveit,
foringi Guðmundur Heiðreksson.
Sextugur varð s.l. föstudag Hermann
Stefánsson menntaskólakennari, Akur-
eyri.
Frá K.F.U.K. Fundur í aðaldeild (17
ára og eldri) miðvikudaginn 22. jan.
kl. 8.30 e. h. — Allir velkomnir. —
Bryndís Böðvarsdóttir.
Unglingar athugið! Ennþá er hægt
að komast að á föndurnámskeiði æsku-
lýðsráðs, sem hefst n. k. miðvikudag kl.
8 e. h. Kennari Jens SumarliSason.
Upplýsingar í síma 2722 milli kl. 2 og
4 daglega. Æskulýðsráð Akureyrar.
Skíðajólk, athugið! Ennþá er ósótt
allmikið af skíðum, sem tekin voru úr
SkíSahótelinu í liaust. Hlutaðeigendur
eru beðnir aS taka þau sem allra fyrst
í íþróttavallarhúsinu. OpiS kl. 2—4
alla virka daga nema laugardaga kl.
10—12 f. h.
Skíðahótelið Hlíðarfjalli. OpiS dag-
lega fyrir gistingu og greiðasölu. Borð-
og matpantanir í síma um 02.
— Hótelstjóri.
Fimmtugur varð s.l. sunnudag Arni
Jónsson tilraunastjóri og bæjarfulltrúi í
Háteigi hér í bæ.
Námskeið til undirbúnings meira
prófs bifreiðastjóra verður haldið á
Akureyri, ef næg þátttaka fæst, og
hefst þá fyrri hluta febrúar. Umsóknir
sendist Bifreiðaeftirlitinu á Akureyri
fyrir 25. janúar.
Frjálsíþróttamenn! Ath. Æfingar á
miðvikudögum kl. 6 e. h. Kennari Her-
mann Sigtryggsson. — Stjórnin.
Þorrablót. Verkalýðsfélagið Eining
hefur árshátíð og þorrablót í Alþýðu-
húsinu laugardaginn 25. þ. m. — Sjá
auglýsingu í blaffinu.
Hjúskapur. Hinn 28. des. s.l. voru
gefin saman í hjónaband ungfrú Anný
Lilleskog Noregi og Jónas Eiríkur Hall-
dórsson bóndi í Sveinbjarnargerði á
SvalbarSsströnd. Hjónavígslan fór fram
í Noregi. Heimili ungu hjónanna verður
í SveinbjarnargerSi.
Áheit á Akureyrarkirkju kr. 100.00
frá Ugga Uggasyni, á Sumarbúðirnar
við Vestmannsvatn frá N. N. kr. 100,
og á Strandarkirkju kr. 200 frá A. G.
Beztu þakkir. — Birgir Snæbjörnsson.
Aheit og gjafir til Hríseyjarkirkju
1963: Baldrún Árnadóttir kr. 100, I. Ó.
kr. 100, E. J. kr. 250, SigríSur Jóns-
dóttir kr. 2.000, A. H. kr. 100, Jóhanna
Kristinsdóttir kr. 100, Unnur Björns-
dóttir kr. 200, Esther Júlíusdóttir kr.
50, N. N. kr. 500, L. J. kr. 200, Sólveig
Hallgrímsdóttir kr. 200, Elín Árnadóttir
kr. 1.000, Hrefna Víkingsdóttir kr. 250,
N. N. kr. 200, Stefán Traustason kr.
500, Steinunn og Sigurður kr. 300, Eldri
hjón kr. 400, Ó. H. kr. 200, Jóhanna
Sigurgeirsdóttir kr. 100, N. N. kr. 375.
— Samtals kr. 7.125. Með þökkum
móttekið. — Sóknarnefndin.
jhllNN árlegi fjáröflunardagur Slysa-
varnard. kvenna á Akureyri verður
sunnudaginn 2. febrúar. Deildarkon-
ur og aðrir velunnarar deildarinnar
eru beðnir að koma bazarmunum og
kaffipeningum tii hverfisstjóranna
eða til eftirtaldra kvenna: Gróu Hert-
ervig Hamarstíg 39, Sigríðar Árna-
dóttur Vanabyggð 5, Sesselju Eld-
járn Þingvallastræti 10, Vaigerðar
Franklín Aðalstræti 5, og Fríðu Sæ-
mundar Markaðinum. — Nefndirnar.
ÁRSHÁTÍÐ Iðju verður haldin i Al-
þýðuhúsinu laugardaginn 1. febrúar.
Minjasajnið er opið kl. 2—5 e. h. á
sunnudögum.
Amtsbókasafnið er opið alla virka
daga kl. 2—7 e. h.
Náttúrugripasafnið, Hafnarstræti 81,
4. hæð. -— (Gengið inn að austan). —
í vetur verSur safnið opiff almenningi
á sunnudögum, kl. 14—16. Þeir, sem
vilja skoða safniff á öðrum tímum hafi
samband við safnvörð, Helga Hall-
grímsson, í síma 2983.
Verður sauðfjárbúskapur
hafinn til aukins vegs
og virðingar?
i
Athuganir benda til þess, að
við getum haft mikið meira upp
úr gærum af sláturfé en hingað til
hefur verið haft með því að
flytja þær út saltaðar.
Hefur Samband ísl. samvinnu-
félaga nú í athugun — og raunar
byrjað í smáum stíl — að flokka
gærumar eftir gæðum til úr-
vinnslu svo sem fatnaðar o. fl.
Er verð á flokkuðum gærum mun
hærra en óflokkuðum, en næsta
stigið er svo að sjálfsögðu að
vinna til fulls úr gærunum hér
heima til sölu á innlendum og er-
lendum markaði, og telja bjart-
sýnir menn, að hér séu miklir
möguleikar til að auka afrakstur
sauðfj árræktunar okkar stórlega.
Auglýsið
í Alþýðumanninum.
Auglýsingasíminn er
1399
- Fióttinn úr sveítunam
(Framhald af 2. síðu).
höndum, sem nú eru slitin. Flótt-
inn úr sveitunum stafar af því, að
íslenzkir bænur, konur þeirra og
börn hafa látið ævintýramenn
blekkja sig.
Hvernig þá? spyr sjálfsagt ein-
liver. Nú kemur að því:
Blekkingin hefur aðallega verið
tvenns konar. I fyrsta lagi: Þæg-
indin eru svo mikil í fjölbýlinu,
að fólk hefur mun minna fyrir líf-
inu þar en í sveitunum og er langt-
um hamingjusamara. I öðru lagi:
Bæjarbúar moka fyrirhafnarlítið
upp stórfelldum fjármunum á
sama tíma og bændur fá hlutfalls-
lega minna fyrir afurðir sínar ár
frá ári og verða þess vegna sífellt
fátækari. Bændum hefur smám
saman verið talin trú um, að þeir
væru orðnir einhverjir guðs vol-
aðir aumingjar og átthagaþrælar.
Minnimáttarkenndin hefur svo
heltekið þessa forustustétt þjóðar-
innar frá upphafi íslandsbyggðar,
gert hana trúlausa, vonlausa og
rótlausa. Þessi er árangurinn af
áróðri ófyrirleitinna flokksgæð-
inga, sem flúið hafa sveitirnar til
að gera sér bændavináttu að at-
vinnu. Nú hafa bændur flest sömu
þægindi og fólkið í þéttbýlinu, en
það stöðvar ekki flóttann úr sveit-
unum af því að þeim er fjarri
skapi að trúa slíku og þvílíku.
Hetjur dreifbýlisins vilja vera
píslarvottar. Tekjur þeim til
lianda dæmast á borð við laun
verkamanna, sjómanna og iðnað-
armanna eins og málum er nú
háttað. En íslenzkir bændur vilja
endilega heita fátækir. Þess vegna
krefst stórbóndinn sömu aðstoðar
og fyrirgreiðslu samfélagsins og
kotungurinn þarf á að halda. Og
svo flytur gamli og virðulegi óð-
alsbóndinn bugaður og vonsvikinn
burt af ættarsetrinu, þar sem hann
átti ríki í ímyndun og veruleika,
flýr af grasinu á mölina, hættir að
vera sveitarstólpi og eyðir ellidög-
unum í tveggja eða þriggja her-
bergja kjallaraíbúð við einhverja
hverfisgötu eða einhvern laugaveg
í einhverjum kaupstað, kannske
höfuðborginni.
Framsóknarflokkurinn ætti að
horfast í augu við þá staðreynd,
TAKIÐ EFTIR!
fwnrxro* ,<v.v
Tek að mér smáveizlur fyrir
70—80 manns, t. d. þorrablót
o. fl. Tilvalinn staður fyrir smá-
starfshópa. Hringið í síma 02
og leitið frekari upplýsinga.
HÓTELSTJ ÓRINN.
að hann hefur svo til óslitið
stjórnað íslenzkum landbúnaðar-
málum á flóttatímanum mikla.
Ábyrgðin hlýtur því að vera hans
að miklu leyti. Eg hef ekki í
frammi þá heimskulegu ósann-
girni að fullyrða, að hann hafi
viljað svona illa, en honum hefur
ekki tekizt betur en þetta. Því
veldur aðeins að nokkru það, sem
hann gerði, þó að sitthvað hafi
farið úrhendis og aflaga. Mestu
skiptir, hvað hann hefur látið
ógert. Og nú vík <jg að raunveru-
erindi þessarar greinar:
Aðalvandi íslenzkra bænda hef-
ur verið, er og verður sá, að jarð-
irnar skuli ganga kaupum og söl-
um frá kynslóð til kynslóðar. Ekk-
ert er fjarstæðara skynsemi og
sanngirni en braskið með náttúru-
gæðin. Ósvífni einstaklingshyggj-
unnar er ekki svo óhófleg framar
að ætla að eigna sér fiskimiðin
kringum landið, fjöllin á öræfun-
um eða fossana í dölunum. Hvers
vegna þá að láta annað gilda um
túnið, kálgarðinn, engið, bithag-
ann og fjöruna? Frumherjar sam-
vinnuhreyfingarinnar og Fram-
sóknarflokksins kunnu skil á
(stefnu í þessu efni. Hún kenndist
við höfund sinn, Henry sáluga
George, og þótti ósköp róttæk
kenning fyrir síðustu aldamót.
„Bændavinirnir“ íslenzku hafa
afneitað georgeismanum, en keypt
í staðinn blindandi vonina í
kommúnismanum. A þessum
tveimur stefnum er þó sá regin-
munur, að kommúnisminn hefur
hvergi undir sólunni komizt í
framkvæmd nema löðrandi í
blóði, en draum georgeismans
geta aftur á móti friðsamir bænd-
ur í vinnufötum gert að veruleika
til framtíðarhags fyrir sjálfa sig
og börn sín, stétt sína og þjóð.
Georgeisminn skerðir að sönnu
gróðamöguleika og forréttindi.
Framkvæmd hans er samt naum-
ast áhorfmál af því að hún gerir
landið hyggilegra og leysir fólkið
í dreifbýlinu úr eins konar álög-
um. En með leyfi að spyrja:
Hvers vegna missti Framsóknar-
flokkurinn nýstofnaður trúna á
úrræði georgeismans?
Sú óheillaþróun, að höfuðból
og vildisjarðir austan Hellis-
heiðar eins og Mosfell og Lofts-
staðir fara í eyði, er engan veg-
inn sök landsins, heldur þeirra
manna, sem hafa ekki borið gæfu
til þess að koma skipulagi ís-
lenzkra búnaðarmála í viðunandi
horf. Þá stoðar sannarlega ekki að
berja sér á brjóst, telja upp eyði-
jarðirnar klökkum rómi og ætla
að kenna öðrum ófarirnar. Þeir
komast ekki hjá dómi sögunnar.
Hann er þegar fallinn og honum
verður ekki áfrýjað.
Helgi Sœmundsson.