Alþýðumaðurinn - 17.12.1964, Síða 4
4
RITNEFND: STEINDÓR STEINDÓRSSON (ÁB.)# ALBERT SÖLVA-
SON, HREINN PÁLSSON OG GUÐMUNDUR HÁKONARSON —
ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR — AFGREIÐSLA.
OG AUGLÝSINGAR: STRANDGÖTU 9, II. HÆÐ, SÍMI 11399
PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AKUREYRI
Hvar ero oftehnu milljónirnor!
Þegar álagning tekjuskatts og úlsvara lá ljós fyrir á s.l.
sumri, þótti mörgum nærri sér höggvið í álögum.
Mönnum blæddi í augum, hvílík hýsn þeir urðu að greiða
til ríkis og sveitarfélags síns, en í þeim umræðum viidi
gleymast, hvílíkar kröfur gerðar eru til þessara aðila um
framkvæmdir og þjónustu, sem kosta of fjár.
Inn í þessar umræður blandaðist — sem auðvitað var
mál málanna, en varð í reynd meir eins og útálát á gremju
fólksins — hve langt er enn í land, að álagning opinberra
gjalda komi réttlátt niður eftir gjaldþoli og gjaldgetu manna.
í sambandi við þessi mál hefur stjórnarandstaðan — og
þá alveg sérstaklega Framsókn — freistað þess að notfæra
sér gremju fólksins yfir þungum álögum, fylgi sínu til fram-
dráttar. Sem sýnishorn af vinnuhrögðum má geta þess, að
Framsókn hefur lagt til, að hvorttveggja væri lækkað á fólki
— tekjuskattur og útsvar yfirstandandi árs — að því er
skilst að ákveðnum hundraðshluta lijá hverjum gjaldþegn —
en hvergi sagt, hvar ríki og sveitarfélög skuli þá taka tekju-
missinn eða hvernig mæta honum, og á þó hvert mannsbarn
að vita, að tekjum þessara aðila er fyrirfram ráðstafað með
fjárlögum og fjárhagsáætlunum.
Átti að hætta við einhverjar framkvæmdir og þá hverjar?
Eða átti að draga úr einhverri þjónustu og þá hvernig?
Engar tillögur komu frá stjórnarandstöðunni um slíkt,
og lá þá beinast við að álykla, að þessir tillögumenn um
lækkun álagðs tekjuskatts og útsvars í ár vissu af því örugg-
lega, að skattarnir gæfu ríki og sveilarfélögum stórum meiri
tekjur en áætlað hefði verið til útgjaldanota og því mundi
mikill tekjuafgangur verða á ársbúskapnum nema talsverð-
um hluta teknanna yrði skilað með lækkun álaga.
Nú lesum við hins vegar, að fjárveitinganefnd alþingis
vanti enn um 300 millj. kr. til að koma fjárlögum 1965
hallalaust saman. Og hvorki fulltrúar Framsóknar né Al-
þýðubandalags henda nú á neinar ofteknar milljónir í tekju-
skatti í ár, sem brúað gætu þetta bil. Voru þær þá engar?
Og hafi þær engar verið, hvers konar ábyrgðartilfinning
gagnvart fjárhag landsins lá að baki lækkunartillögunum
í sumar?
Nýlokið er hjá bæjarráði Akureyrar — en það skipa að
meirihluta Framsóknarmenn og kommúnistar — fyrstu gerð
fjárhagsáætlunar Akureyrar 1965. Gert er þar ráð fyrir
verulegri útsvarshækkun frá yfirstandandi ári. Hvað hefur
þá orðið af ofteknu milljónunum hans Dags í hæjarsjóð?
Hví notar meirihluti Framsóknar og kömmúnista í bæjarráði
Akureyrar sér ekki aðstöðu sína til að leiðrétta skattpíning
ríkisstjórnarinnar, sem þessum aðilnm varð tíðrætt um á
liðandi ári? Eða var allt tal þeirra ábyrgðarlaust gaspur,
sem þeir verða að urða undir enn hærri útsvörum en í fyrra?
Það væri fróðlegt að fá nánari skýringar á þessu.
HESTAMENN
Ver höfum i nokkur ar tekið að oss slysatryggingar á reiðhest
um, en því miður hafa fáir hestaeigendur notað sér þessar hag
kvæmu tryggingar.
Þær ná til hvers konar slysa og eitrunar og reynslan hefur þeg-
ar sýnt, að þær eiga fullan rétt á sér.
Iðgjald er kr. 350,00 á ári miðað við kr. 10.000,00
Samvinnutryggingar vilja hvetja alla hestaeigendur að taka
slysatryggingu á gæðingum sínum.
SAMVINNUTRYGGINGAR
SIMI
38500
— Bokafreg^oir —
Framh. aj 5. síðu.
getað aflað sér með venjulegum
hætti. Tvær þessara sagna eru
nú komnar í íslenzkri þýðingu
Steinunnar S. Briem. H*in fyrri
heitir Vœngjaður Faraó. Gerist
hún í Egyptlandi hinu forna.
Söguhetjan er kven-faraó, sem
hlotið hefur hinar æðslu vígslur
í launhelgum Egypta. Sagan er
full spennandi atburða, djúpri
dulúð, fegurð og æfintýrum. Og
svo kváðu lýsingar hennar vera
nákvæmar, að furðu hefur vakið
meðal Egyptlandsfræðinga. Síð-
ari sagan heitir Carola. Þar
leiðir höfundur fram miðaldir
Ítaiíu i sögu ungrar stúlku. Ger-
ast þar furðulegir hlutir, og er
sagan spennandi frá upphafi til
enda.
Annar sagnaflokkur er Naz-
areinn eftir Scholem Asch, eru
það alls þrjú bindi er heita Róm-
verjinn, Lœrisveinninn og Gyð-
ingurinn og eru þýddar af Magn-
úsi Jochumssyni. Höfundurinn
er pólskur og hafa sögur hans
getið sér mikinn orðstír. Sagna-
bálkurinn fjallar um lífið í Gyð-
ingalandi einkum þó Jerúsalem
á dögum Krists og er æfi hans
fléttuð þar inn í og endar á
krossfestingunni. Eru lýsingar
þessar taldar raunsannar, og
mikill stígandi í frásögninni,
sem fjallar um hina stórfellduslu
atburði. Viðhorfi Gyðinganna,
svo og harðstjórn Rómverja er
lýst á raunsæjan hátt og flytur
sagnahálkur.inn þannig í senn
fróðleik og skemmtun.
Af líkum toga spunnin er sag-
an Draumur Pygmalions eftir
Mercalor í þýðingu síra Magnús-
ar Guðmundssonar. Gerist hún
í heimsborginni Tyros á dögum
Krists, og er hún einnig hin
læsilegasta.
Olíkar þessum bókum eru
bækur Cyril Scott: Fullnuminn
og Fullnuminn vestan hafs. Báð-
ar þýddar af Steinunni S. Briem.
Bækur þessar segja frá einum
þeirra manna, sem náð liafa fullu
valdi á dulargáfum þeim, sem
með manninum húa, og að því
er lesandanum virðist mannlegri
fullkomnun. Hvort sem lesand-
inn trúir þeirri speki eða ekki,
hlýtur hann að lesa bækurnar
sér til ánægju og sálubótar,
vegna þess að í þeim er svo mik-
ið af spaklegum athugunum á
mannlegu eðli og tilfinn.ingum,
sem túlkað er af víðsýni og
mannúð. Mætist þar að nokkru
leyti austræn dulhyggja og vest-
ræn efnishyggja. Margir kaflar
hókarinnar eru spénnandi eins
og hezt gerist í skáldsögum. Frá-
sögnin er lifandi og létt, og hef-
ur þýðandinn unnið þar mikið
verk og vandasamt.
Allar þessar hækur, sém hér
hefur verið getið eru í þeim
hópi sem betur eru útgefnar á
íslenzku en ekki.
St. Std.