Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.12.1964, Qupperneq 7

Alþýðumaðurinn - 17.12.1964, Qupperneq 7
Bókafregnir Frá Bókaútgáfunni Fróða hafa Alþm. borizt eftirtaldar bækur: Bergsveinn Skúiason: Um Annes og eyjar, segir höf. þar frá Breiðafjarðareyjum og út- skögum við Breiðafjörð, en þar er hann manna kunnugastur, og hefur margt frá þessum stöðum sagt fyrr og síðar. Frásögn þessi er í senn fróðleg og skemmtileg. Lýsingar eyjanna glöggar og góðar, en mannlýsingarnar þó enn betri. Þannig verður mynd Olafs í Hvalllátrum ógleymanleg liverjum, sem les. Breiðafjarðar- eyjar eru og hafa verið eitt sér- kennilegasta byggðarlag á ís- landi. Þessi bók er merkileg heimild um það bæði fyrr og síðar. Margar ágætar myndir prýða bókina. Jan Whitcomb: Konur í kast- Ijósi, í þýðingu Gissurar 0. Er- lingssonar. Hér segir frá nokkr- um konum, sem staðið hafa í björtu sviðsljósi frammi fyrir umheiminum sem leikkonur, flugfreyjur, fyrirsætur, fegurð- ardísir og konur, sem gegnt hafa opinberum ábyrgðarstöð- um. Segir þar frá baráttu þeirra, einkalífi og athöfnum. Bókin er skemmtileg aflestrar og opnar að verulegu leyti sýn inn í ver- öld, sem mönnum almennt er lítt kunn. Og þótt bókin sé rituð fyrst og fremst fyr.ir konur, þá munu karlar ekki síður hafa gaman af að kynnast söguhetj- unum, sem margar segja sjálfar frá lífi sínu og æfintýrum. Þá eru og tvær barnabækur eftir hina góðkunnu skáldkonu Astrid Lindgren, Strokudrengur- inn í þýðingu Jónínu Steinþórs- dóttur og Lísa litla í Olátagarði í þýðingu Eiríks Sigurðssonar. Bækur Astrid Lindgren þarf raunar ekki að kynna, þær hafa þegar hlotið svo almennar vin- sældir, og hafa það tvennt til að bera, sem prýðir barna- og ung- lingabækur, að vera skemmtileg- ar og siðbætandi. Þegar þar við bætist að þýðingarnar eru á lipru máli þá eru þetta ákjósan- legar bækur handa börnum og unglingum, sem fullorðnir raun- ar líka hafa gaman að glugga í. St. Std. Þjóðsaga Fyrir nokkrum árum stofnaði Hafsteinn Guðmundsson, prent- smiðjustjóri útgáfufyrirtækið Þjóðsögu, sem hefur valið sér verkefnið að gefa út vandaðar útgáfur af íslenzkum þjóðsagna- söfnum. Reið hún á vaðið með hina miklu útgáfu af Þjóðsög- um Jóns Arnasonar í sex bind- um, er hún unnin af vísindalegri nákvæmni, hin fyráta íslenzk þjóðsagnaútgáfa, sem svo er gerð. Síðar hefur Þjóðsaga gef- ið út nýjar útgáfur af Önnnu, og Gráskinnu er hin síðarnefnda i tveimur hindum, og nú er von á Grímu í nýrri útgáfu í fimm bindum. Er þar bætt við nokkru nýju efni, og eins var síðara bindi Gráskinnu nýtt. Þá hefur Þjóðsaga gefið út Skrá um ís- lenzkar þjóðsögur og skyld rit. Allar bækur Þjóðsögu eru svo fallega útgefnar, að leitun er á öðrum vandaðri, eru þær því á alla lund kærkomnar bókamönn- um. Bókaforlag Odds Björnssonar hefur síðustu dagana sent frá sér tvær bækur, sem ætla má, að veki áhuga bókamanna og ailra þeirra, sem þjóðlegum hókmenntum unna. Önnur þeirra er A fjalla- og dalaslóðum, eftir Pál Guðmundsson frá Rjúpna- felli (bróður Björgvins tón- skáldsj. Seg.ir þar frá mönnum og atburðum um Vopnafjörð og Hólsfjöll og langur þáttur um Möðrudalsmenn. Samdi Páll þann þátt að áeggjan Ásgeirs Ás- geirssonar forseta Islands. Páll segir vel frá, er fróður og lang- minnugur, og þættir hans hinir skemmtilegustu. Hin bókin er Ævisaga Jóns H. Þorbergssonar, bónda á Laxamýri. Jón er, sem kunnugt er, brautryðjandi á sviði ísienzkrar sauðfjárræktar, og ferðaðist á fyrri árum um allt land að kalla og kom á flesta bæi. En auk þessa hefur hann komið víða v.ið sögu í fram- faramálum landbúnaðarins og rekið bú á tveimur höfuðbólum, fengizt við kirkjumál og félags- mál á ýmsum sviðum. Segir hann frá þessu í ævisögu sinni, og má af því ráða að víða sé við komið, og mun marga fýsa að heyra frá- sögn hans, sem um margt er gott heimildarrit. ísafoldarbækur Eins og mörg undanfarin ár, er ísafoldarprentsmiðja einn fyr.irferðarmesti bókaútgefandi landsins. Kennir margra grasa í bókasafni hennar, og skal hér getið helztu bókanna, sem nú koma á jólamarkaðinn. Eftir Árna Ola er bókin Horft á Reykjavík, hin fjórða í röðinni af sagnaþáttum hans um höfuð- borgina, og fylgir henni registur yfir hin heftin. Er þetta fróðleg bók og skemmtileg víða, og eink- um þó fyrir þá, sem hug hafa á byggðarsögu höfuðborgar.innar. Þá er greinasafn eftir Snæbjörn Jónsson, Misvindi, víða er þar komið við og læsilegt í hvívetna. Skáldsögur íslenzkra höfunda eru: Drengur á jjalli, smásögur eftir Guðmund Daníelsson, Myllusteinninn eftir Jakob Jóns- son, Taminn til kosta eftir Guð- rúnu Á. Jónsdóttur og Signý eftir Þorbjörgu Árnadóttur. All- ar eru sögur þessar hinar læsi- legustu, sumar kannske dálítið reyfarakenndar, en halda lesand- anum vakandi. Nú undanfarið hefur verið gerð nokkur árás á konur þær, sem skrifa skáldsög- ur. Sú árás er ómakleg með öllu, og t. d. eru báðar þær konur, sem hér eiga í hlut gæddar ósvik- inni frásagnargáfu, enda sýna viðtökur þær sem þjóðin veitir „kerlingabókunum“, að þær kunna að segja frá, svo að fólk tekur eftir. En ef til vill er það hámark listarinnar að skrifa bækur, sem enginn nennir að lesa eða getur skilið í, en svo virðist vera hugmynd þeirra, sem mest amast við sögum kvennanna. Sérkennileg bók er Dáleiðsla, huglœkningar og segullœkning- ar, eftir Sigurð Herlufsen, og verður áreiðanlega mikið lesin. Þýddar bækur eru: Sól dauðans, grísk saga í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar, 1 langferð með Neistanum, ein hinna vinsælu Jack London bóka, og Þá bitu engin vopn, spennandi frásögn um glæpafaraldur Ameríku fyrir nokkrum árum. Gúró, eftir hinn vinsæla höfund, Anitru. Þá eru margar barnabækur og skal sér- staklega getið nýstárlegs æfin- týris, Jólaeyjan, eftir Einar Guð- mundsson, Ragnheiður Jóns- dóttir sendir frá sér söguna Katla og Svala svo að eitthvað sé nefnt. í stuttu máli sagt, eilt- hvað er þar fyrir alla. Almenna bókafélagið hefur verið mjög athafnasarut á þessu ári eins og að undan- förnu. I hinum vinsæla bókafl. Lönd og þjóðir, hafa komið út Mexikó, Sólarlönd Afríku og Spánn. Alls eru nú komin út 10 bindi í þessum flokki, og hafa fáar bækur notið meiri vinsælda, sem rekja má til óvanalega fal- legs frágangs og nýstárlegs efnis, sem sam.ið er af sérfróðum mönnum og mjög vel til þýðinga vandað. Þá hefur Fuglabók AB, Fuglar Islands og Evrópu, verið endur- prentuð, nokkuð aukin. Sú bók hefur verið og er sífellt hið mesta eftiræti allra náttúruunnenda, enda samin og þýdd af ágætum sérfræðingum. í bókinni eru rúmlega 1200 fuglamyndir og 380 útbreiðslukort. Hún er hand- hægur leiðarvísir til að þekkja fugla. Fyrir nokkru hóf AB útgáfu á bókaflokki um íslenzka náttúru. Auk Fuglabókarinnar hafa áður komlð út Hafið, eftir Unnstein Stefánsson og Náttúra Islands, eftir marga af hinum færustu náttúrufræðingum landsins. í ár kom út Gróður á Islandi eftir Steindór Steindórsson frá Hlöð- um. Er þelta grundvallarrit um íslenzkt gróðurlendi, byggt á áratuga rannsóknum höfundar. Um sálfræðileg efni hafa kom- ið út bækurnar: Um œttleiðingu, eftir dr. Símon Jóh. Ágústsson og Veröld milli vita, eftir dr. Matthías Jónasson, sem báðar fjalla um mikilvæg vandamál nú- tímans. Eldri rit um skyld efni eru Furður sálarlífsins, eftir Har- ald Schelderup og Hugur einn það veit, eftir Karl Strand. Enn má nefna fræðiritið Þættir um íslenzkt mál. Eftir Jón Óskar komu út ferða- hugleiðingar frá Ítalíu og Rúss- landi: Páfinn situr enn í Róm, og frumsamin skáldrit. Austan Elivoga, ljóð eftir Böðvar Guð- mundsson, smásögusafn Guð- mundar Frímanns Svartárdals- sólin og skáldsagan Jómfrú I}ór- dís, eftir Jón Björnsson. Nýlega er komið út lokabindi hins mikla ritverks Kristjóns Al- bertssonar um Hannes Hafstein. Sennilega hafa engar íslenzkar bækur vakið jafnmikla athygli eða leitt af sér eindregnari við- brögð, ýmist til andófs eða hrifningar. Fyrsta bindið kom út haustið 1962 í 6000 eintaka upplagi, sem allt seldist upp á tæpum þremur vikum, og varð þá strax að prenta viðbótarupp- lag. Annað bindið hefur einnig selzt mjög mikið. Og nú, eftir að lokabindið er komið út, vírðist síður en svo hafa dregið úr áhuga almenn- ings á þessu mikla ritverki. Ekki orkar tvímælis, að aldrei fyrr hefur viðburðaríkasta tímabili í sögu islands verið gerð ýtar- legri skil en í þessari ævisögu Hannesar Hafsteins, hins glæsi- lega skólds og þjóðarleiðtoga. Af öðrum ævisögum, sem komið hafa út hjá AB, má nefna Jón Þorláksson, eftir Sigurð Stefánsson vígslubiskup, Sjálfs- œvisögu Hatmesar Þorsteinsson- ar, æviminningar Jóns Krabbe, Frá Ilafnarstjórn til lýðveldis, og Myndir og minningar Ásgríms Jónssonar, skráðar af Tómasi Guðmundssyni. Nýkomin eru tvö slærstu verkin, sem AB hefur með hönd- um á þessu ári, en þau eru bókin um Surtsey, sem dr. Sigurður 5 Þórarinsson hefur séð um, og Kvœði og dansleikir í útgáfu Jóns Samsonarsonar magisters. Bókin um Surtsey er einstætt heimildarrit í máli og myndum um óv.iðjafnanlegt jarðsögulegt fyrirbrigði. Hafa menn beðið hennar með mikilli eftirvænt- ingu og fyrirspurnir borizt um hana úr ótrúlega mörgum lönd- um. Aldrei hefur lieldur verið lögð jafnmikil vinna í nokkra bók félagsins af þessu tagi og Surtsey. Alls er bókin 112 bls. og auk teikninga í formála hefur hún að geyma fimmtíu myndir, valdar úr meira en eitt þúsund ljósmyndum, og er helmingur þeirra litmyndir. Kvœði og dansleikir er mikið rit í tveimur bindum eða alls á níunda hundrað blaðsíður. Er það fyrsta verkið í safni ís- lenzkra þjóðfræða, sem unnið hefur verið að á vegum AB um alllangt skeið. Að meginhluta taka Kvœði og dansleikir til forn kvæða, sem svo hafa’verið nefnd, vikivaka og viðlaga, en af öðr- um efnisflokkum má nefna stök- ur, kviðlinga, afmorskvæði, þul- ur og langlokur. Telur AB sér mikið happ að hafa fengið mag. Jón Samsonarson til að búa út- gáfuna úr garði. Hefur hann unnið að henni í nokkur ár. Þetta er tvímælalaust á sínu sviði veglegasta safn þeirra kvæða, sem orðið liafa til með þjóð vorri á liðnum öldum, og hefur fæst af þeim verið tiltækt fyrr en nú, enda sitthvað ekki áður komið í leitirnar. Þarf því ekki að efa, að Kvœði og dans- leikir eignist sæti meðal grund- vallarrita í þjóðlegum bók- menntum Islendinga og áreið- anlega er hér um að ræða mikla námu fróðleiks og skemmlunar. Bækur fró Leiftri Á undanförnum árum hefur Bókaútgófan Leiftur gefið út nokkrar skáldsögur sögulegs efnis, sem veitt hefur verið minni athygli en skyldi í því mikla bókaflóði, sem yfir þjóð.ina berst. Verður þeirra getið hér að nokkru og annarra athyglis- verðra Leifturbóka. Joan Grant nefnist brezkur kvenrithöfundur, sem skrifað hefur nokkrar bækur, sem vakið hafa geysilega athygli, er þar hvorttveggja að höf. segir þar frá nýstárlegum hlutum í litríkri frásögn, en þó meira hitt, að hún telur bækurnar árangur af dular- reynslu sinni. Hún hafi sjálf beinlínis lifað og séð atburði þá, sem frá er skýrt. Hvaða dóm sem menn leggja á það þá eru bækur þessar forvitnilegar, því að höf. lýsir þar liðnum tímum af nákvæmni og þekkingu, sem talið er víst, að hún hafi ekki Framh. á 4. síðu.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.