Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.02.1965, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 04.02.1965, Blaðsíða 6
•'1 r Guðrno Jónasdóttir — Hlinningf Hinn 26. jan, sl. andaðist að Kristneshæli Guðrún Jón- asdóttir húsfreyja, 92 ára að aldri. Hafði hún átt við lang- varandi vanheilsu að stríða og verið rúmliggjandi um mörg ár. Það er því ekki um héraðsbrest að ræða, þótt ör- vasa gamaimenni hverfi af sviðinu, en þeim, sem þekktu Guðrúnu, og muna hana með an hún enn gekk heil til skóg- ar, verður hún minnisstæð, og þeir finna bezt, að eftir hana verður autt skarð. Guðrún fæddist að Bitru- gerði í Glæsibæjarhreppi 18. maí 1873. Foreldrar hennar voru Jónas Eiríksson og Hug rún Jónsdóttir, sem þá bjuggu þar, en síðar á Kífsá. Af fimm systkinum Guðrúnar eru enn tvö á lífi hér í bæn- um, Svanborg húsfreyja og Stefán skipstjóri. Guðrún fluttist hingað til bæjarins 18 ára að aldri, og hefur átt hér heima síðan. Árið 1898 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Sigurði Jónssyni, sem verður 93 ára 23. apr. n.k. Þau hjón eignuðust 4 börn, Hauk og Stefaníu, sem búsett eru hér í bæ, Guðfinnu í Reykjavík og Guðmund bíl- stjóra, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Margt hefur breytzt hér í bæ, síðan þau hófu búskap sinn hér i bænum, Guðrún og Sigurður, laust fyrir aldamót ,in. Lífsbaráttan var harðari þá, og það þurfti bæði dugn- að og hagsýni til að koma þá upp barnahóp við sæmileg kjör. Enda lágu þau ekki á liði sínu. Voru þau hjón sam- hent í öllu og dugleg til hvers konar starfa, svo að af l)ar. Hjónaband þeirra var sér- staklega innilegt, þótt bæði væru skapmikil og héldu fast á sínum málum. Guðrún hlaut löngum að sæta vinnu utan heimilis, en engu að síður skapaði hún manni sínum og hörnum vistlegt heimili, enda fór saman reglusemi og snyrti mennska. Þau hjón byggðu fyrst í Hafnarstræti 105 en síðar í Brekkugötu 21, sem þá og lengi síðan var nyrzta hús bæjarins. Voru bæði húsin reist i félagi við Tryggva blikksm.ið, bróður Sigurðar. Um allmörg undanfarin ár hafa þau dvalið hjá Stefaníu dóttur sinni, þangað til Guð- rún sakir vanheilsu varð að flytjast á sjúkrahús og síðar að Kristnesi eins og fyrr seg- ir. Æfi Guðrúnar Jónasdóttur var ekki viðburðarík fremur en fjölmargra annarra alþýðu kvenna, en hún var ein þeirra mörgu, sem með erfiði sínu hefur lagt stein í byggingu þjóðfélags vors, og minning- in um hana er fögur og björt í hugum þeirra, sem hana þekktu. Hreppiiriiin Framh. af 5. síðu. og Gullbringus. 1903. — Húna- vatnss. 1907. — Breytingar á skipan sýslnanna eru þannjg ekki frá hinum síðari árum, en rétt er þó að nefna þær í þessu sambandi. Osagt skal látið, hvort þessi skipting sýslna og smækkun hef ur verið til góðs eður ei, en erfitt virðist að átta sig á því að hún stefni í rétta átt. — En svo eru það hrepparnir. — I sveitarstjórnarlögunum eru heimildir til að skipta hreppum og einnig til að sameina þá, eft- ir vissum reglum, þar segir: „Nú er kauptún eða þorp með 300 íbúa eða fleiri í hreppi og hinn hluti hreppsins telur 200 íbúa eða fleira, og hefur þá hvort um sig, kauptúnið eða »þorpið annars vegar, og sá hluti hrepps ins, sem kauptúnið eða þorpið er ekki í, hins vegar, rétt til þess að vera sérstakt sveitarfé- lag.“ Og ennfremur segir í lögun- um: „Ráðuneytið getur skipt hreppi, samkvæmt beiðni hrepps nefndar að fengnum meðmæl- um sýslunefndar, enda verði í- og splan búatala hvers, eftir að skipt hef ur verið, eigi lægri en 200.“ Þannig er orðanna hljóðan, og þetta er í lögum frá 1961! Við þetta bætist svo lítið hug hreystingar-atriði, ef svo mætti segja: „Nú hefur íbúatala lirepps verið lægri en 100 samfellt í fimm ár, og er þá ráðuneytinu heimilt, eftir tillögum sýslu- nefndar, að sameina hreppinn þeim nágrannahreppi í sömu sýslu, sem sýslunefnd telur eft- ir atvikum bezt henta.“ Að hugsa sér: Það má að lög- um kljúfa fámenna hreppa, þar sem eru 400—500 sálir, í tvo hreppa, og það er heimilt að sameina hreppa, sem eru dauð- vona sem sjjórnarfarslegar ein- ingar öðrum hreppum, en það er ekki heimilit að löguni fyrr en slíkir hreppar eru komnir svo á knén, orðnir svo fámennir, að íbúatalan er komin niður fyrir 100 og það þarf að bíða í 5 ár með bjargráðin. Það má sem sé ekki sameina t. d. tvo 150 mannahreppa í einn. Þetta er hreppapólitík, ekki hreppapóli- tík hreppanna, heldur hreppa- pólitík löggjafarvaldsins, þjóð- félagsins. Og ég endurtek: Þetta er löggjöf frá 1961! — Og hver er svo árangurinn, afleiðingarn- ar? Þær eru augljósar. Hvað eft ir annað hafa lífvænlegir hrepp- ar verið klofnir í tvennt og þrennt: Það nægir að minna á Svarfaðardalshrepp, Hofshrepp í Skagafirði, Ólvushrepp, Holta- hrepp í Rangárvallasýslu og Vindhælishrepp í Húnavatns- sýslu, svo dæmi séu nefnd. Hins vegar hefur ekkert borið á því að hreppar væru sameinaðir, þeir eru hara látnir deyja drottni sínum. Örlög Grunnavíkurhrepps eru kunn og fersk í minni. Og hvað bíður hinna 39 hreppa, sem 1962 voru með minna en 100 íbúa, -— nú eru þeir vafalaust orðnir fleiri, sem þannig er orð- ið ástatt um. Og í raun og veru er of seint, og til lítils, að vera að sameina deyjandi hreppa öðr um stærri, slík sameining þarf að eiga sér stað áður en hrepp- arnir eru komnir í dauðateygj- urnar. — Framh. í næsta blaði. Amtsbókasafnið er opið alla virka daga nema laugardaga kl. 2—7 e. h. Minningarspjöld Elliheimilis Ak- ureyrar fást í Skemmunni. Brnhnr tognri tekinn i MIkIií Framhald af bls. 1. setningu Óðins þarna. Þá sagði hann, að ef hann hefði stöðvað skipið á þeim slóðum, sem varð- skipsmenn kröfðust, hefði hann niisst vörpuna. Að lokinni yfirheyrslu skip- stjórans, mættu fyrir réttinum: 1. stýrimaður, I. vélstjóri og bátsmaður togarans, studdu þeir allir framburð skipstjóra síns. Þá komu fyrir réttinn yfir- menn á varðskipinu: Þórarinn Björnsson skipherra, Helgi Hall varðsson 1. stýr.imaður, sem báðir létu í ljósi það álit sitt, að ógerningur hefði verið fyrir togaramenn að kasta vörpunni utan línu, þar sem hraði skips- ins segði glöggt til um það, hins vegar viðurkenndu þeir að veiðarfæri hefðu þeir engin séð utanhorðs fyrr en þeir komust á hlið við skipið, utan landhelg- islínu og heldur hefðu þeir ekki séð togljós uppi fyrr. Öll vitni í málinu, utan skip- stjórinn Richard Taylor, voru látin staðfesta framburð sinn með eiði, hann var aðeins á- minntur um sannsögli. Dómur í mólinu var svo kveð- inn upp á sunnudagskvöld. Var skipstjórinn dæmdur í 350 Jrús. króna sekt og 45 daga varðhald að auki, þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað. Veið- arfæri, svo og afli, um 70 lestir, var gert upptækt. Taylor áfrýj- aði dómnum til Hæstaréttar og hélt úr höfn laust eftir kl. 1 á mánudagsnólt. Hafði hann þá sett tryggingar að upphæð 900 þús. krónur. Mun hér um að ræða einhverja hæstu tryggingu sem brezkum togara hefur ver.ið gert- að setja. Richard Taylor virðist mjög prúðmannlegur í allri framkomu og var aldrei á svipbrigðum hans að sjá hvort honum líkaði bet- ur eða verr. Enginn sá honum heldur bregða, þegar dómurinn var upp kveðinn, sama stillingin einkenndi hann allan tímann. Mestar líkur eru þó á, að með þessum dómi hafi síðasta tæki- fær.i hans sem skipstjóra lokið. Ankfð innflntning:s€rel§i Framhald af 1. síðu. gólfdúkur, Jrakpappi og mið- stöðvaofnar og katlar, járn- og trésmíðavélar, borðbúnaður, pappír og pappírsvörur, ritvél- ar, leikföng og ýmsar aðrar vöru tegundir. Innflutningur þeirra vörutegunda, sem nú hætast við frílistann, nam á ár.inu 1963 rúm um 150 millj. kr„ eða rúmlega Jrremur af hundraði heildarinn- flulningsins. Þegar reglugerðin er komin til fullra framkvæmda 1. júlí næstkomandi, verður al- gjörlega frjáls innflulningur á vörum, sem nema 76% heildar- innflutningsins. Þetta aukna viðskiptafrelsi tekur að talsverðu leyti til vöru- tegunda, sem undanfarin ár hafa verið fluttar inn frá Austur- Þýzkalandi, Póllandi og Tékkó- slóvakíu. Það hefur verið stefna Jressarar ríkisstjórnar, eins og þeirra ríkisstjórna, sem sátu á undan henni, að vernda mikil- væga útflutningsmarkaði Islend inga í Austur-Evrópu með því að beina þangað innkaupum á ýmsurn vörutegundum og leyfa ekki innflutning á sömu vörum frá öðrum löndum. Undanfarin ár hefur þróunin í viðskiptum við þessi jrrjú lönd hins vegar verið sú, að við höfum keypt mun meira af þeim en þau hafa keypt af okkur. Á sl. ári versn- aði gjaldeyrisstaðan v.ið Jressi lönd t. d. um 75 millj. króna. Þegar svo er komið virðist aug- ljóst, að unnt sé að draga úr þeim höftum á viðskiptum, sem ætlað hefur verið að vernda inn- flutning frá þessum löndum, án þess að stofna útflutningsmörk- uðum okkar í þessum löndum í nokkra hættu. í kjölfar hins nýja frílista mó því búast við því, að framvegis verði hér á boðstólum ýmsar vörur frá Vestur-Evrópu og Ameriku, sem hingað til hafa eingöngu eða aðallega verið flutt ar frá fyrnefndum Austur-Ev- rópulöndum. Að sjálfsögðu er áfram frjálst að flytja þær inn frá þessum löndum, og má gera ráð fyrir, að verulegur innflutn- ingur á þeim þaðan haldi áfram. Hins vegar mun hinn nýi frílisti ekki hafa nein áhrif á viðskipti okkar við Sovétríkin eða Rúm- eníu. Það, sem fyrst og fremst hef- ur gerl Jrað kleift að auka nú frilistann svo verulega sem raun ber vitni, er sú staðreynd, að gjaldeyrisstaða þjóðarinnar batn aði verulega á sl. ári. Gjald- eyrisforðinn jókst um rúmar 280 millj. kr. og nam um síðustu ára- mót tæpum 1600 mill. kr. Ríkis- stjórnin væntir þess, að í kjölfar hins aukna viðskiptafrelsis sigli fjölbreyttara vöruúrval, neyt- endum til hagsbóta, aukin sam- keppni í verzluninni og í kjöl- far hennar smám saman nokkur lækkun á verðlagi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.