Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.02.1965, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 04.02.1965, Blaðsíða 7
Margt er að finna í gömlum blöð um, sem fræðir um fortíðina, fram- farir og stórhug forfeðranna og stað arlýsingar, eins og t. d. eftifarandi: A K U R E Y R I : „Þar eru nú heimilisfastir 230 manns, þar af 40 heimilisróðendur, þeirra á meðal fjórðungslæknirinn, cpotekcrinn, þrir kaupmannafull- trúar, einn borgari, ein borgarainna, ein veitingakona, sem selur kaffi og fleirc, og nokkrir sem þjóna aó verzlun, einn prentari, einn bókbind ari, fjórir gull- og silfursmiðir, fjórir jórnsmiðir, fimm tré- og húsa smiðir, einn söðlasmiður, einn múr- ari og einn skócri. I bænum eru 33 timburhús og nokkur af timbri með torfþaki, auk annarra, sem eru með veggjum og þaki úr torfi; ein prentsmiðja, en kirkja engin, barnaskóli enginn, spitali enginn og gestgjafahús ekk- ert." (Norðri, 1853). Eða þetta: JÁRNBRAUT í ÞINGEYJARSÝSLU : ,1 „Fullróðið ó nú að vera að leggja jórnbraut fró Húsavik upp að Reykja hlíð, 6 milur vegar. Það er félcg það enskt, er brennisteinsnómurnar leigði þar í fyrra, sem þetta gerir. En framkvæmdastjóri þess er nefndur Black og var þar ó ferð í fyrra og aftur í sumar. Hann kvað nú hafa boðið Einari bónda í Reykjahlíð 14 þúsund krón ur fyrir jörðina, en hún hafði ver- ið keypt ó 7 þús. kr. fyrir nokkrum órum. Hann og þeir félagar enskir halda sig hafa fundið þar blýhvitu og ýmsa fleiri pentliti. — Norður- land segir þessa frétt eftir skilorð- um monni úr Mývatnssveit." (ísofold 6. 9. 1905). Togarar C. A. Sléttbakur og Harðbakur liafa verið á veiðum um þessar mund- ir, en sigldu áleiðis í söluferðir í gær. Harðbakur mun selja í Bretlandi, en Sléttbakur í Þýzka landi. Báðir eru togararnir með á annað hundrað tonn og selja þeir væntanlega afla sinn á mánu dag og þriðjudag í næstu viku. Togarinn Svalbakur fór á veiðar í gærkvöld. Aflasölur Akureyrartogaranna erlendis hafa verið yfirleitt mjög góðar undanfarið. ATHUGASEMD °° mw . Vegna fyr.irspurnar, er birt- ist í blaðinu Frjáisri þjóð fimmtudaginn 28 þ. m., vill h. f. Eimskipafélag Islands taka fram það, sem hér fer á eftir: 1. í júlímánuði 1963 samdi Eimskipafélag íslands um srníði á tveim skipum til end- urnýjunar á eldri skipum fé- lagsins. Verður hið fyrra til- búið á miðju þessu ári, en hið síðara í ársbyrjun 1966. 2. Af þessu leiddi, að selja þurfti eitthvað af eldri skip- um félagsins, og þá fyrst og fremst m. s. „Reykjafoss“ og m. s. „Tröllafoss“. Þessi skip bæði voru orðin of dýr í rekstri, enda ekki hentug til flutninga eins og þeir eru í dag. M. s. „Tröllafoss var smíðaður árið 1945 og m. s. „Reykjafoss“ árið 1947. Stjórn félagsins samþykkti því, að auglýsa skipin til sölu erlendis, og fól hinu þekkta skipasölufirma R. S. Platou A/S í Oslo, er hefur sambönd um allan heim, að setja skipin á söluskrá sína í marzmánuði 1964. R. S. Platou skýrði félag- inu frá því, að söluverð skipa af sömu gerð og m. s. „Trölla foss,“ en þau eru mörg á markað.inum, hafi um þetta leyti verið £50.000—75.000. (6—9 millj. ísl. kr.) eftir því í hvernig ástandi þau liafa verið. Lengi vel kom ekkert tilboð í hvorugt skip- anna, en í lok maí kom til- hoð í m. s. „Tröllafoss“ frá amerískum kaupanda, að upphæð $220.000 (ísl. kr. 9.640.000.00). Því tilboði var hafnað og talið of lágt. Sömuleiðis hafnaði félagið tilboði frá London að fjár- hæð £70.000 (ísl. kr. 8.400. 00.00). Gekk svo all lengi, en i lok júlí kom fast tilboð að fjárhæð $230.000 (ísl. kr. 9.890.000.00) í „Tröllafoss“. Eimskipafélagið gerði gagn- tilboð að fjárhæð $240.000 (ísl. kr. 10.320.000.D0) og var að síðustu samið um sölu verð $235.000 (ísl. kr. 10. 105.000) auk verðs fyrir varahluti og eldneytisbirgð- ir $8.043.10 (ísl. kr. 345. 853.00). Var skipið afhent kaupanda í lok október 1964 en ofangreindar upphæðir samtímis greiddar lil félags- ins, að frádregnum erlendum sölukostnaði. 3. Mjög erfitt reyndist um sölu á m. s. „Reykjafossi.“ Hafði verið gert tilboð í skipið í lok desember 1964, en eftir að væntanlegir kaupendur höfðu skoðað skipið, féllu þeir frá því að kaupa það. Af þessum sökum var ekki um annað að ræða, en að láta fara fram flokkunarvið- gerð á skipinu, hvort sem það seldist eða ekki, og stendur sú viðgerð yfir nú. Fyrir nokkrum dögum hef ur tekist að selja skipið, og verður það afhent í Hamborg fyrri hluta febrúarmánaðar. Söluverð er £72.500 (ísl. kr. 9.000.000.00), sem greiðist við afhendingu. Hins vegar er þess að geta, að áætlað er, að sá hluti af kostnaði við flokkunarviðgerð, sem Eim- skipafélaginu ber að greiða, verði um 600 þús. kr., sem að sjálfsögðu dregst frá því andvirði, sem fellur til Eim- skipafélagsins. 4. 1 áminnztri grein Frjálsrar þjóðar er þess getið, að for- sætisráðherra eigi sæti í stjórn Eimskipafélagsins. Svo er þó ekki, með því að hann óskaði að víkja úr stjórn fé- lagsins á aðalfundi þess í vor. Reykjavík, 30. janúar 1965, H. f. Eimskipafélag íslands. Ottar Möller, forstjóri Einar B. Guðmundsson, form. Við undirritaðir endurskoð- endur h. f. Eimskipafélags ís- lands lýsum yfir, að framan- skráð skýrsla er sannleikanum samkvæmt í öllum greinum. D.u.s. Ari O. Thorlacius löggillur endurskoðandi. Sveinhjörn Þorbjörnsson löggiltur endurskoðandi. Messað í Akureyrarkirkju á sunnu- dagir.n kemur kl. 2 e. h. — Sálmar: 577, 671, 419, 413 og 681. — P. S. Kvenjélagið Framtíðin flytur Hót- el KEA, einnig hifreiðastjórum frá BSO, beztu þakkir fyrir hjálpsemi, er félagið bauð öldruðu fólki til fagnaðar á llótel KEA sunnudaginn 24. janúar sl. — Stjórnin. Frá Leikjélagi Akureyrar: — Munk arnir á Möðruvöllum verða sýndir föstudag, laugardag og sunnudag. — Fáar sýningar ejtir. Austjirðingar: — Munið 20 ára afmælishátíð Austfirðingafélagsins á Akureyri að Hótel KEA laugardag- inn 13. febrúar næstkomandi. Hefst með borðhaldi kl. 7.30 e. h. Fjölbreytt skemmtiatriði. Félagar, fjölmeninið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Nóttúrugripasafnið. — I vetur, fró 1. okt.„ verður safnið opið al- menningi ó fimmtudögum kl. 4—6 s.d. —- Einnig verður það eins og óður, opið á sunnudögum kl. 2-—4. -— Ferðamenn og hópar geta fengið að skoða safnið á öðrum timum eftir samkomulagi við safnvörð. — Sími safnv. er 2983. Fyrir rúmri viku tókust samn- ingar á ísafirði milli fulltrúa sjómanna og útvegsmanna á Vest fjörðum um kaup og kjör. Höfðu samningar tekið langan tíma undir forustu héraðssáttasemj- ara, Hjartar Hjálmarssonar á Flateyri. Þetta samkomulag nær til há- seta, matsveina og vélsljóra á vestfirzka bátaflotanum. Vél- stjórar á ísafirði eru þó undan- skildir, þar sem félag þeirra sagði ekki upp samningum. Helztu atriði samkomulagsins eru: Kauptrygging háseta verður kr. 10.000.00 á mánuði, en var áður, að meðtalinni 5% hækk- un, sem sjómenn fengu sam- kvæmt fyrri samningi, frá 5. júlí í -sumar, kr. 9.009.00 á mánuði. Kauptrygging matsveins, 2. vélstjóra og netamanna verður kr. 12.500.00 og kauptrygging 1. vélstjóra kr. 15.000.00. Kaup háseta á landróðrabát- um, sem veiða með línu, verður kr. 1929.00. Mánaðarkaup vél- stjóra á landróðrabátum verður kr. 1.130.00. Aðrir kaupgjaldsliðir fyrri samnings hækka um 5%. Orlof verður 7% og er greitl á kauptryggingu og alla kaup- gjaldsliði samningsins. Þá var einnig um það samið, að útvegsmenn greiði sem svar- ar 1% af kauptryggingu háseta í sjúkrasjóð viðkomandi stétt- arfélags. Ný ákvæði voru sett um ýmis atriði fyrri samnings, t. d. um löndun afla þegar bátar eru á útilegu, róðrafríi á helgidögum, gagnkvæman uppsagnarfrest á Nýlega er lokið úthlutun lista- mannalauna fyrir árið 1965. Alls hlutu 126 listamenn úr ýms um greinum listarinnar laun að þessu sinni, af þeim eru 5 í sér- flokki með 75 þús. kr. hver, og ákvað Alþingi laun þeirra. Það eru Gunnar Gunnarsson, Halldór Laxnes, Jóhannes S. Kjarval, Páll Isólfsson og Tómas Guð- mundsson. Sjálfsagt verða menn ekki á einu máli um mat nefnd- arinnar á einstökum listamönn- urn, sem laun hafa hlotið, en í úthlutunarnefnd eru: Helgi Sæ- mundsson, ritstjóri, formaður, Halldór Kristjánsson, bóndi, Bjartmar Guðmundsson alþm., Einar Laxness cand mag., Sig- skiprúmi, greiðslur til skipverja í veikinda- og slysatilfellum o. fl. Einnig er um það samið, að ef samið yrði um hærra kaup eða hærri skiptaprósentu til hlutaráðinna manna en samning urinn segir til um, milli sjó- mannasamtaka við Faxaflóa eða einhvers staðar á Vestfjörðum og útgerðarmanna í L. í. Ú., sem nú eiga í samningum, skuli þeir liðir samkomulagsins liækka til samræmis við það. Samningurinn gildir til árs- loka 1965, og skal taka gildi eigi síðar en 1. febrúar n.k. urður Bjarnason ritstjóri, og Þórir Kr. Þórðarson prófessor. Hér skal ekki lagður dómur á verk nefndarinnar, en þegar augum er rennt yfir listann, þá hvarflar að manni, að ekki þurfi altjend mikið til að komast í hóp viðurkenndra listamanna hér á íslandi. Til Akureyrar hafa þessi listamannalaun fallið að þessu sinni: 30 þús. kr.: Guðmundur Frímann. — 18 þús. kr.: Agúst Kvaran, Bragi Sigurjónsson, Guðrún Kristinsdóttir, Heiðrek- ur Guðmundsson, Jóhann 0. Haraldsson, Kristjárn frá Djúpa læk. — 12 þús. kr.: Rósberg G. Snædal. Listamannalaun

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.