Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.07.1965, Síða 4

Alþýðumaðurinn - 29.07.1965, Síða 4
4 RITNEFND: STEINDÓR STEINDÓRSSON (ÁB.), ALBERT SÖLVA- SON, HREINN PÁLSSON OG GUÐMUNDUR HÁKONARSON — ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR — AFGREIÐSLA OG AUGLÝSINGAR: STRANDGÖTU 9, II. HÆÐ, SÍMI U399 PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AKUREYRI Framtak Nú um sinn er tími sumarleyfa fyrir margan kaupstaðar- Lúann og menn leggja víða leiðir undir bifreiðir um sveitir og bæi lands síns, sumir til þess að njóta útiloftsins fyrst og fremst og sólskinsins, þegar það gefst, sumir til að skoða náttúruna og sumii" athafnalífið í hinum ólíku lands- hlutum, og sumir til að njóta alls þessa eða einhvers ann- ars, allt eftir upplagi sínu og gerð. En menn ferðast með lokuð augu, ef þeim verður ekki fljótt Ijós sú staðreynd, að hyggðarlög, kauptún og kaup- staðir eru mjög misjafnlega á vegi stödd um vöxt og viðgang, og þótt allir vili, að lega þeirra og aðstaða ýmis ráði þar verulegu um, verður flestum ljóst, að annað ræður ekki síð- ur úrslitum, en það er framtak og dugnaður íbúanna eða segjum heldur einhverra íhúanna, því að hinir framtaks- sömu og duglegu, þótt í minnihluta séu í fyrstu, taka hina með'fram á veginn, þeir vekja upp í þeim metnað, sem hef- uj sofið, framtak, sem hefur hvílzt, dugnað, sem hefur hlundað. Forystan ræður úrslitum. Þetta sést í sveitunum. Það er sjaldgæft að sjá í heilli sveit aðeins eitt myndarbýli innan um mörg í niðurníðslu eða framtaksleysi. Myndar- Ijýlið hefur hrifið mörg með sér upp úr deyfðinni. Það er keppni um að duga. Þetta sést í kauptúni. Framtak, þótt ekki sé nema eins eða fárra manna þar, leynir sér ekki, slagæð lífsins ólgar. Þetta leynir sér ekki í kaupstöðunum. Vanti framtaksmennina, þá er eins og allt sofi, jafnvel þótt alll annað virðist fyrir hendi lil vaxtar og viðgangs. Og ferðalangurinn fer að spyrjast fyrir um forystumenn í sveitar- eða hæjarmálum, sé hann forvitinn um félags- og atvinnumál. Hann spyrzt fyrir um kaupfélög og verkalýðs- félög á staðnum, forystumenn í einkarekstri og félagsrekstri, og alltaf skal það sýna sig, að þar sem vöxtur og viðgang- ur er, þar eru vaskir forystumenn að verki, framtaksmenn, dugnaðarmenn, hagsýnir menn og þrautseigir. Menn, sem ekki gefast upp, þótt dragi fyrir sól um sinn, og hafa hug- vitssemi til að reyna nýjar leiðir, ef gamlar lokast. > Gamalt máltæki'segir, að ekki þurfi nema einn gikk í Iiverja veiðistöð. Mörgum verður starsýnt á þessi sannindi. Hitt athuga margir minna, sem eru jafngóð sannindi á hinn \eginn, að oft þarf ekki nema einn framtaksmann í eitt byggðarlag, eitt kauptún, jafnvel lieilan hæ, til að gerbreyta þar öllu lil nýs framfaralífs, eða tiltölulega fáa menn með þroskaðan félagsanda til að lyfta stöðunum upp til vaxtar og viðgangs, þar sem ríkt hefur deyfð og vonleysi um sinn. Það getur varla leynzt fyrir ferðalöngunum, sem vér minntumst á í upphafi, að því hetur eigum vér á mörgum stöðum vaska forystumenn og vaskar forystusveitir í at- vinnu- og athafnamálum, félags- og framfaramálum, og þj'átt fyrir allt jamlið og fuðrið í ræðu og riti um menn- ingarleysi, gjálífi og jafnvel svall þjóðarinnar, þá kemur Beuedikt Gi*öudal: Samanburóur d I9SS 091 H\ Vinnudeilunum 1965 er í meg inatriðum lokið, enda þótt ósam- ið sé á nokkrum stöðum. For- ystumenn verkalýðshreyfingar- innar eru ánægðir og telja sig hafa náð mikilsverðum árangri, en v.innuveitendur eru ekki eins lirifnir. Fróðlegt er að bera saman vinnudeilurnar nú og deilurnar fyrir réttum áratug, vorið 1955. Þá fengu verkalýðsfélögin kjara bætur, sem eru að ýmsu leyti líkar þeim, sem nú unnust, og töldu mikinn sigur. Þá leysti hug mynd Emils Jónssonar um at- vinnuleysistryggingarnar deil- una á sama hátt og hugmyndir Eggerts G. Þorsteinssonar um opinberar íhúðabyggingar fyrir láglaunafólk greiddu nú úr mái- um. Að einu leyti er þó mikill munur á deilunum 1955 og 1965. Fyrir tíu árum varð verka- lýðshreyfingin að heyja sex vikna verkfall með þátttöku 7500 launþega í 15 félögum. Það var mikil fórn, en svo hörð var bar- áttan. Ríkisstjórn framsóknar og sjálfstæðismanna var ýmist af- skiptalaus eða gerðist „bakhjarl höfðingjanna,“ eins og orðað var í þá tíð. Verkalýðshreyfing- in var sannfærð um, að nú ætti að brjóta á bak aftur samtaka- mátt hennar í eitt skipti fyrir öll. Nú á því lierrans ári 1965 hefur verkalýðshreyfingin náð sama árangri án sex v.ikna verk- falls, og stafar munurinn íyrst og fremst af því, að nú er önnur ríkisstjórn með önnur viðhorf til kj arabaráttunnar. A.rið 1955 komu ráðherrar lít- ið við lausn verkfallsins, en töl- uðu um nauðsyn á breytlri vinnu löggjöf til að losna við slík á- tök. Nú höfðu Bjarni Benedikts- son og Gylfi Þ. Gíslason raun- verulega forystu um sáttastarfið og huðu fram aðstoð ríkisvalds- .ins til að leysa málin á þann hátt, að verkalýðurinn mætfi vel við una. Þess vegna þurfti nú ekki sex vikna verkfall til að knýja fram þann árangur, sem náðist, þótt nokkur skæruhern- aður reyndist nauðsynlegur til að fá vinnuveitendur til að stíga síðasta skrefið til samkomulags. Kjaramálin 1965 voru mikið rædd .innan Alþýðuflokksins þeg ar síðastliðinn vetur. í lok fe- brúar var sjálfstæðismönnum innan ríkisstjórnarinnar skýrt frá viðhorfi Alþýðuflokksins til þeirra mála, en óskir flokksins voru þá í aðalatriðum þessar: Ríkisstjórnin átti að hvetja samtök launþega og atvinnurek- enda t.il að hefja hið fyrsta um- ræður um nýja kjarasanminga, er tækju við af júnísamkomulag- inu. Jafnframt skyldi ríkisstjórn in heita meðalgöngu sinni með því skilyrði, að um raunverulega heildarsamninga yrði að ræða. Áttu félög innan ASÍ að kjósa sanminganefnd með fullu um- boð.i og atvinnurekendur að kjósa sams konar nefnd. Alþýðuflokkurinn lagði á- herzlu á, að með kjarasamning- um á þessu sumri yrði launþeg- um tryggð hófleg, bein kaup- hækkun í samræmi við vaxandi þjóðartekjur. Næðust samning- ar um vinnufrið í tvö ár, yrði kauphækkun í áföngum. Þá skyldi koma stytting vinnutím- ans, sem einnig mætti gera í áföngum, til dæmis 2-4 árum. Enn var gert ráð fyrir lengingu orlofs um einn dag á ári, unz allir launþegar hefðu 24 virka daga sumarleyfi. Þá gerði Alþýðuflokkurinn ráð fyrir ýmsum öðrum ráð- stöfunum, sem gætu komið verkalýðnum að óbeinu gagni. Þar var fyrst löggjöf um viiinu- vernd, þar á meðal fýr.ir börn og unglinga, svo og löggjöf um aukið öryggi við viniiu. Þar var hagstofnun launþega. Þar var Sveinbjörn Jónsson. fram- kvæmdastjóri Ofnasmiðjunnar h.f. í Reykjavík hefur látið gera minnlsmerki úr ryðfríu stáli til minningar um skipasmíðastöð að Karlsá á Upsaströnd og aðal- skipasmið stöðvarinnar, Eyvind Jónsson, duggusmið. Merkið á að afhjúpa 1. ágúst n.k. kl. 3 e. h. og verður um leið afhent hrepps- nefnd Dalvíkurhrepps til eignar og varðveizlu. í tilefni þessa at- burðar verður efnt til farar héð- an frá Akureyri li.inn 1. ágúst. aðstoð við verkalýðsfélögin á sviði vinnuhagræðingar. Þar voru skipulegar orlofsferðir, og loks skyldi athuga möguleika á fræðslustofnun launþega. Auk þessara atriða, sem bein- línis snertu kjarasanm.ingana, ræddi Alþýðuflokkurinn um ráð- stafanir í húsnæðismálum og voru á kreiki róttækar hugmynd ir á því sviði, og fastari áætlun- arbúskap til að koma betri skip- an á alla fjárfestingu. Ekki kom til neinna árekstra v.ið ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins um þau viðhorf Alþýðuflokks ins, sem hér hefur verið lýst, enda hafa þau mótað afskipli ríkisstjórnarinnar af málinu og þá samninga, sem gerðir hafa verið. Af þessu verður ljóst, að nienn höfðu innan ríkisstjórnar- innar gert sér ljóst þegar í byrj- un ársins, hvernig heildarmynd kjaramála þyrfti að verða á þessu sumri. Falla þessar hug- myndir að mestu samán við það, sem komið hefur á daginn, nema livað ekki tókst að gera heildar- samninga til tveggja ára, eins og Alþýðuflokkurinn helzl vildi. Þessi er þá lærdómur saman- burðarins í stutlu máli: — Ástand efnahagsmála var að ýmsu leyti líkt 1955 og 1965. — Árið 1955 var framsókn í stjórn, og þá var lagt til orrustu við verkalýðinn, sem háði sex vikna verkfall 7500 launþega. — Árið 1965 var viðhorf rík- isstjórnarinnar allt annað. Hún lók sjálf að sér sáttastarfið og lofaði víðtækum ráðslöfunum til að greiða fyrir sanmingum. Slór verkfalli var forðað. Lagt verður af stað frá afgreiðslu Norðurleiða kl. 1 eftir liádegi, og verður ekið í stórri hópferða- bifreiða til Svarfaðardals, ekið verður inn að austan og niður að vestan, og staðnæmst við merkið að Karlsá kl. 3. Að lokinni athöfninni er boð- ið til kafíidrykkju á Dalvík kl. 4, en þar flytur Snorri Sigfús- son, fyrrum námsstjóri, stutt er- indi um skipasmiðinn Eyvind Jónsson. Um kl. 6 verður svo lagt á stað til Akureyrar. Sveinbjörn Jónsson framkv.- stj'óri er þjóðkunnur athafna- og hugv.itsmaður. Hann er svarf- dælskrar ættar, fæddur að Hlíð í Skíðadal. Sýnir hann virðing- arverða ræktarsemi, enn á ný, með þessu framtaki til æsku- stöðva sinna. ferðalangurinn úr sumarleyfinu lieim með þá bjargföstu skoðun, að fram horfi enn og það miði hara vel á þeim vegi, og enn sé það mikið og dásamlegt ævintýri að vera íslendingur, þakkað veri framtaksmönnum. Minnismerki á Karlsá á llpsaströnd

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.