Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.12.1965, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 20.12.1965, Blaðsíða 3
„Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ — Lúkas 2:14. „Friður á jörðu!" Þau eru úr dýrðarsöng englanna fyrstu jólanóttina þessi orð. í þeim er fólgin bæn þúsundanna og milljánanna til Guðs, sem þá gaf oss Son sinn, þess sama Guðs, sem gaf oss mönnunum lífið og allar þess dásemdir. Ef vér rnennirnir ættum nú aðeins eina ósk. Það er stundum þannig í ævintýrum, að ein ósk er gefin. Ef mannkynið ætti 11Ú eina slíka ósk, mætti biðja scr einnar jóla- gjafar, þá myndi það biðja um frið, á jörðu.- En það er ekki sama hver friðurinn er. Það er ekki friður launasamninganna að aflok- inni harðvítugri kjarabaráttu, það er ekki vopnahlé á lndlandsskaga eða í Indókína, ekki heldur bann við notkun kjarnorku- vopna. Allt þetta mun oss veitast, ef vér leit- um fyrst Guðsríkis og hans réttlætis. Það er friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, er vér þráum. Undanfarna áratugi höfum vér reynt hversu ófullnægjandi mannlegur frið- ur er, friður beimsins. Oft á tíðum er hann aðeins niðurbælt hatur og ótti, tortryggni og Jaunráð. Það er ekki sltkur friðitr, sem vér þráum. Vér þráum frið til að unna hverjir öðrum og vinna verk vor í kyrrþey og kær- leika, vér þráum frið til að þjóna því bezta, sem með oss býr. Frið til að þjóna Guði. Það er slíkur vinnufriður, sem mannkynið þráir. Og sá friður fæst ekki við samningaborðið, ekki heldur á vettvangi þjóðanna, hversu einlæglega, sem leitað er. Eina leiðin til frið- ar Guðs er sinnaskipti manna og þjóða, vér þurfum að öðlast nýtt hjarta. Framundan eru jólin, fæðingarhátíð Drottins Jesú. Um hann sögðu spádómarnir: „Nafn hans skal kallað Friðarhöfðingi." Það er friður hans, sem vér þráum. Á örvœnting- arfylltri skilnaðarstundu mælti hann við lærisveina sína: „Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður; ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist." Þessi er friðurinn, sem vér þráum. Það er bæn vor á þessum jólum, að heimurinn læri að þekkja hann og snúi sér til hans og meðtaki þann frið. Guð gefi oss gleðileg jól. ^WVVVWWVVWWWTWVVVWWWW^WVWWVWVWWWWWWVWWWWVWWW^WWVVVWMVVVWWWWWWWWWvW

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.