Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.12.1965, Blaðsíða 25

Alþýðumaðurinn - 20.12.1965, Blaðsíða 25
-1 skiprúmi hjá (Framhald af blaðsíðu 5.) suður við Garðskaga í SV roki þá eru okkar öflugustu skip að farast út af Vestfjörðum í norð- austan aftaka veðri og stórhríð, og það veður nær ekki til suð- urnesja fyrr en á sunnudags- morgun og þá ekki nema svip- ur hjá sjón, af því sem það var út af Vestfjörðunum, enda þótt það skylli einnig snögglega á syðra, svo sem að ofan greinir. Eftir að sílið (loðnan) fór að ganga, seint í febrúar eða byrj- un marz voru netin tekin og lögð og þar með var netavertíð- in hafin, og þó komst nú Magn- ús í essið sitt. Mönnum var fjölg að á bátnum en fækkað að sama skapi í landi, því nú þurfti ekki að beita línuna, aðeins að gera að og salta. Netatrossunum var dreift nokkuð og svo fluttar til, eftir því sem formanninum þótti líklegast til árangurs. Þegar verið var að draga netin fékk Magnús vélamanninum stjórn bátsins í hendur, en kom út á þiifar og tók fiska úr kösinni á þilfarinu, settist svo á vélarhúss kappann hélt fiskinum milli fót- anna og skoðaði hann mjög ná- kvæmlega, mest þó upp í fisk- inn og augun, stundum setti hann fiskinn frá sér á kappa- hornið hélt honum á réttum „kili“ og gaumgæfði hann þann ig. Stundum gerðist ekkert að skoðun lokinni og netin voru lögð á sama stað, en stundum gerði hann okkur alveg undr- andi, að minnsta kosti þá okkar sem ekki þekktum-hann. Ég minnist þess að við áttum nokkrar trossur fram í Súluál °g fengur í þær ágætan afla. Magnús skoðaði fiskinn og allt í einu segir hann. „Dragið alla stjóra upp, við leggjum netin ekki aftur hér“. Við sáum að allir aðrir lögðu sínar trossur aftur, en er við höfðum dregið allar okkar upp sló Magnús í vélina og stefndi til lands, og lagði netin rétt upp undir landi innan við Garðsskagann. Morg- unin eftir fengur við full netin af ríga þorski svo báturinn bar ekki meira, en þá var tregur fiskur í Súluál. Þarna voru net- in tekin upp með nógum fiski og flutt inn undir Vogastapa, og þar gerðist sama sagan. Aðrir bátar komu tveim til þrem dög- | um seinna á vettvang og höfð- um við þá oft fengið mikinn afla fram yfir þá, þegar þeir komu á sömu mið. Um áreiðanleika Magnúsar vil ég tilfæra þessa sögu: Þegar kom fram á útmánuði hafði Magnús oft miklar saltfiskbirgð- ir og voru margir sem vildu kaupa, og seldi Magnús jafnan þeim sem bezt bauð, ef hann var- að hans dómi áreiðanlegur í viðskiptum, og nú hafði hann Magnúsi... í símtali lofað manni í Reykja- vík þeim saltfiski sem hann þá átti söluhæfan. Þá gerðist það að annar maður hringir til Magnúsar og býður honum 10 aurum meira fyrir hvert kíló ef hann selji sér fiskinn, en Magn ús svaraði: „Því miður, ég hefi þegar selt“. Af sérstökum ástæð um vissum við, að söluloforð Magnúsar var munnlegt í síma og ekki staðfest á annan hátt, en það taldi hann algerlega bind andi fyrir sig, og hringdi ekki einu sinni í hinn manninn til að vita hvort hann vildi hækka sitt tilboð, þó hefði þessi verðmun- ur á svo miklu magni, nægt til að greiða öllum sjómönnum Magnúsar kaup þessa vertíð. Svona var Magnús Olafsson í Höskuldarkoti. Á liðnu sumri andaðist Magn ús Ólafsson. Ekki hefi ég séð neina minningargrein um hann, og hefði hann þó átt hana skilið, ýmsum fremur, svo heill og sér- stæður persónuleiki sem hann var. Ef til vill á það orsök í því að um hann var skrifuð ágæt dánarminningargrein fyrir 16 árum. Það gerði einn af fyrr- verandi hásetum hans, Jón Sig- urðsson — betur þekktur undir nafninu Jón Kristófer Kadet í Hernum, sem í góðri trú um að Magnús væri dáinn skrifaði ágæta grein um hann í Þjóð- viljann. Þegar hann komst að mistökunum og hafði aðstöðu til (hann var til sjós) þá hringdi hann til Magnúsar og bað hann afsökunnar, og Magnús svaraði: „Já, já, Jón minn, það er svo sem sjálfsagt, en þá verður þú líka að fyrirgefa mér að ég skuli ekki vera dauður“. Já, svona var Magnús Ólafsson. Albert Sölvason. s*'"' 'OOC^1 =v^ HJÁLPRÆÐISHERINN Allir ungir sem gamlir eru velkonmir á samkomur Hjálp ræðishersins um jólin. — HÁTÍÐADAGSKRÁ: Jóladag kl. 20.30 Hátíðasamkoma. Annan jóladag kl. 14 og 17 Jólahátíð sunnudagaskólans. 27. des. kl. 20 Jólahátíð Æsku lýðsfélagsins Y. D. 28. des. kl. 15 Jólahátíð fyrir aldrað fólk. 29. des. kl. 20.30 Skandinavisk fest. 30. des. kl. 20 Jólahátíð Heimilasambandsins. 31. des. kl. 23 Miðnætursamkoma. — 1. jan. kl. 20.30 Hátíðarsam- koma. 2. jan. kl. 14 Sunnu- dagaskóli. 2. jan. kl. 20.30 Al- menn samkoma. 3. jan. kl. 20 Jólahátíð Æskulýðsfélagsins E. D. 4. jan. kl. 15 Jólahátíð fyrir börn (Aðg. 5 kr.) 5. jan. kl. 15 Jólahátíð Kærleiks- bandsins. 6. jan. kl. 15 Jóla- hátíð fyrir börn (Aðg. 5 kr.) 8. jan. kl. 20.30 Jólahátíð fyr- ir He'rmenri. 9. jan. kl.'16 Jóla hátíð í Skjaldarvík. / 11 --‘OOX------ -v^ HÁTÍÐAMESSUR: MESSUR. Aðfangadagur: Mess- að í Akureyrarkirkju kl. 6 e. h. Sálmar nr. 87, 73, Guðs kristni í heimi krjúp við jötu lága., 82. — P. S. — Messað í Barnaskóla Glerárhverfis kl. 6 e. h. Sálmar nr. 73, 87, 78, 82. — B. S. — Jóladagur: Messað í Akureyrarkirkju kl. 2. e. h. Sálmar nr. 78, 73, 87, 588, 82. — B. S. — Messað í Lögmannshlíðarkirkju kl. 2 e. h. Sálmar nr. 78, 73, 97, 82. Ferð úr Glerárhverfi kl. 1,30. P. S. — Messað í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri kl. 5 e. h. — P. S. — Annar jóla- dagur: Barnamessa í Akur- eyrarkirkju 1:1. 1,30 e. h. Sálm ar nr. 87, 73, 101, 82. Barna- kór syngur. — P. S. — Barna messa í Barnaskóla Glei’ár- hverfis kl. 1 e. h. Börn leiða sönginn. — B. S. — Messað í Elliheimili Akureyrar kl. 5 e. h. P. S. — Gamlárskvöld: Messa í Akureyrarkirkju kl. 6 e. h. Sálmar nr. 488, 43, 68, 489. — B. S. — Messað í Barnaskóla Glerárhverfis kl. 6 e. h. Sálmar nr. 488, 489, 101, 675. P. S. Nýársdagur: Messa í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. Sálmar nr. 490, 491, 499, 1. — P. S. Messa í Lög- mannshlíðarkirkju kl. 2 e. h. Sálmar nr. 499, 500, 491, 1. — Messað í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri kl. 5 e. h. — B. S. Sj, Óskum öllu starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og góðs komandi árs með þökk fyrir árið sem er að líða. K. JÓNSSON & CO. Niðursuðuverksmiðja. Olíuverzlun íslands h.f. óskar öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýársl Þakkar viðskiptin á árinu. NÝTT! NÝTT! Lady býður nú nýtt model. Brjóstahaldari tegund 1220 er úr naeloni nteð spöngum undir skálunum. Tegund 1220 er fallegur, sterkur, ódýr og þægilegur. Litir: Hvítt og svart. LADY H.F. Laugavegi 26 . Sími 10115. Söluumboð: Davíð S. Jónsson, heildverzl. Þingholtsstræti 18 . Sími 24333

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.