Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.12.1965, Blaðsíða 15

Alþýðumaðurinn - 20.12.1965, Blaðsíða 15
Sneis voru nærri túni og grasgefnar í flestum árum, en nokkuð blautar. Túnið gaf af sér um 150 hestburði af töðu og nægði það meira en handa kúnum, sem oftast voru aðeins tvær. Til viðbótar heyjaði hann jafnan túnkraga á Tungubakka, en það er eyðibýli gegnt Sneis, vestan Laxár, og liggur undir Geitaskarð í Langadal. Tungubakkatún er allt einn kargi, en spratt löngum vel. Stórþýfi kallaði Sveinn „kamra“. Hann sagðist vera að „kroppa í kömr- unum“, þegar hann var að slá Tungubakka- tún. Heyverkunaraðferðir þeirra Sneisar-hjóna voru um margt frábrugðnari annarra venjum. Þau voru heldur úthaldslítil við snúning á heyi, og fönguðu sjaldan eða görðuðu, sem þó var alsiða, þegar hey var hálfþurrt að-kvöldi og veðurútlit ekki sem bezt. Oft tóku þau líka saman í rigningu, lengi eftir að aðrir hættu. Sagði þá Sveinn, að heyið væri ónýtt hvort eð væri, „en hrossaskömmunum þætti kann- ski betra að brjóta það upp í vetur, heldur en ganga á . mykjuhaugana.“ í svarinu var broddur, sem ætlað var að hitta vissan granna hans. Annað veifið var Sveinn mjög þurrkvand- ur og gekk þá gjarna frá flötu, þegar aðrir sættu. Honum fjdgdi oft svokallað „trassalán“ eða slembilukka í heyskapnum og mörgu öðru, sem að búskap laut. Hann átti oftast bæði góð og mikil hey að hausti og varð aldrei á nástrái um vor. Fyrir kom þó, að hiti hljóp í fúlgur hans og einu sinni varð hann fyrir miklu tjóni af þeim völd- um. Um það tilfelli kvað hann: Sveinn á Sneis fékk skaðaskell, skarpt þó þeysi fáknum ljóða: Aflinn heys í ösku féll. Auðnuleysis hendir sóða! Sveinn var þess konar fjármaður, að hann þurfti mikil hey fyrir skepnur sínar, og meiri en flestir sveitungar hans. Hann stólaði aldrei mikið á vetrarbeit og renndi fé sínu ekki út, þótt nágrannar hans þættust sjá beitargeira upp úr fannbreiðunni. Fé hans gekk alltaf vel fram á vorin, — og þannig skaut hann sér undan að greiða þann tollinn, sem ýmsum grönnum hans varð um megn að svara út, t. d. vorið 1927, en þá urðu margir bændur í Húna- þingi og vítt um Norðurland fyrir miklum skakkaföllum á fjárstofni sínum, sem orsak- aðist mest af heyleysi eða ónýtum heyjum eft- ir óþurrkasumar. Hann þóttist því geta frekt úr flokki svarað og kvað: Höggvið var í höppin skarð, háðung varir lengi, — höfðu bara í búsins arð bryddingar og þvengi. (Þ. e. bjóra af hordauðu fé.) Og um nágranna sinn orti hann þessa stöku sama vorið: Sitt að kynna kostaspil, kempan sinnisharða, — burðastinnur bjó sér til: beina-minnisvarða. Þau árin, sem Sveinn sat Sneis, hafði hann venjulega 60 til 70 kindur á fóðrum. Hann átti vænt fé (stórt) og afburðagott. Allt hvítt. Aldrei voru nema fáar ær hans tvílembdar og lambadauði sjaldgæfur, nema ef tófan komst í spilið. Einu sinni henti þó sérstakt óhapp. Margar ærnar fæddu hina herfilegustu van- skapninga, sem ekki gátu lifað nema stutta stund og þá við harmkvæli. Sum lömbin voru með ranseiði, þannig að neðri skoltur var miklu styttri en sá efri, eða þá öfugt, önnur höfðu nær því fuglshaus og á enn önnur vant- aði limi og jafnvel þurftargöt. Orsakir til alls þessa voru óljósar, enda slík fyrirbæri mjög Sveinn Hannesson írá Elivogum. sjaldgæf fram til dala. Helzt var öðru tveggja kennt um: Hefnd álfkonu, sem átti álagablett í Sneisartúni og þótti jafnan óvönd að vopn- um, ef gengið var nærri honum við slátt, eða þá grútargjöf með heyi um fengitímann. Hvor tve§gja skýringin þótti líkleg og verður þar við að sitja úr þessu. Lengi átti Sveinn eina uppáhalds rollu, sem Hvítla hét. Hún hafði verið heimagangur lambið og naut alla tíð þeirrar sérstöðu, að mega ganga heima við bæ og í túni. Hvítla var stór bryðja, drifhvít á lagð, og hin happa- sælasta skepna. Hann lét hana ævinlega hafa tíma fyrr en aðrar ær og alltaf var Hvítla tví- lembd. A haustin voru dilkar hennar vænir sem gemlingar, enda mun oft hafa slæðst til þeirra biti úr búri eða dreytill' úr mjólkurfötu. Stóðbóndi varð Sveinn aldrei og alltaf hrossafár — og hrossasár með afbrigðum. Hann átti lengst af tvo brúkunarklára og eina hryssu, sem var annað slagið með folaldi. Með- an hann var enn ungur heima í Skagafirði, átti hann lengi leirljósan gæðing og stólpa- grip, sem hann kallaði Lýsing. Um lýsing orti hann hlýleg og þróttmikil eftirmæli og er auð- fundið af þeim að klárinn hefur verið honum kær, enda fyrsti hesturinn, sem hann eignað- ist. Þar eru þessar vísur meðal annars: Gæddur auði orkunnar, engin nauð sem kunni að skelfa, oft mig dauðadrukkinn bar djúp hvar sauð og freyddi elfa. Fram sig méla-marinn dreif, mér frá heli kunni að bjarga, eins og seldur sundið þreif, sótti vel í straumsins karga. Hann reyndi líka lengi að halda Lýsings- nafninu við á reiðhestum sínum, en aldrei urðu aðrir Lýsingar hans neinir afburða grip- ir. Ofmælt væri að segja Svein hafa verið hestamann. Hann bar sig heldur illa á hest- baki, að mér fannst, og lét klárinn mestu ráða um ferð og gang. Hesta vildi hann aldrei nota til hinna minni snúninga, gekk heldur bæjar- leið. eða „lappaði“, eins og hann sagði. Hann var líka óragur við að leggja nokkrar byrðar á bak sér og flutti ýmislegt það heim úr kaup- stað á sjálfum sér, seni aðrir notuðu hesta til. Til þessa höfðar vísan hans alkunna: Yfir hliðarhalla og snjá hægt vill miða sveittum. Heim eg viða öllu á axlarliðum þreyttum. Hann hafði lengi aðalverzlun sína á Sauð- árkrók, hjá Kristjáni Gíslasyni, sem þar var kunnur kaupmaður um hálfrar aldar skeið. Til Sauðárkróks var þá mun lengri leið, en til Blönduóss, sem að sjálfsögðu var verzlunar- staður Laxdælingá að öðru jöfnu. Oft þurfti Sveinn „á Krókinn“ fyrir jólin — og oftar þó. Einu sinni var það, þegar hann var í slíkri kaupstaðarferð, að hann var hætt kominn á harðfenni á fjöllum uppi. Hann átti þá staf, „spásserstokk“, sem hann nefndi Barna-Steina eftir fyrri eiganda stafsins. A stund hættunn- ar varð honum þessi vísa laus: Fram skal troða og herða hug, hér er voði búinn Sveini, hér er hroða hengiflug, hér ei stoðar Barna-Steini. Eins og áður er vikið að, var Sveinn aldrei mikill framkvæmda- eða framfaramaður. Hann gerði mjög litlar umbætur á þeim jörð- um, sem hann sat og sléttaði enga þúfu í túni, þótt víða væri þess engin vanþörf. Hann naut þess, að gera grín að þeim, sem stóðu í stór- ræðum, hvort heldur var til jarðabóta eða annars. Honum var ósýnt um nýbyggingar og viðgerðir á eldri kofum. Fljótlega eftir að hann kom að Sneis, fóru fjárhúsin þar að segja af sér sakir fúa í viðum. Sveinn reyndi auð- vitað að berja í brestina og tefja fyrir algeru hruni, svo lengi sem unnt var. Það var eitt- hvert sumar, að stórt gat datt á þekjuna. Und- ir haustið fóru þau hjónin til og vildu tyrfa yfir missmíðin, kræktu upp árefti á nýjan leik og báru torf á. A meðan þau störfuðu að viðreisninni, bar gest að garði. Þegar hann var kominn fast að fjárhúsveggnum, búinn að kalla til þeirra kveðju sína, en ætlaði að árétta hana með handabandi, voru hjónin allt í einu horfin nið- ur um þekjuna, eins og jörðin hefði gleypt þau. Nýsmíðið hafði hrapað undan þeim og þau stóðu á torfinu niður í kró. Hvorugt sak- aði þó við fallið. En Sveinn vildi ekki hætta á frekari tilraunir og stórslys, sem af gætu hlotizt. Hann reið sem hvatast niður í Langa- dal, á fund Ara H. Erlendssonar bygginga- meistara og bónda á Móbergi og bað hann ásjár og liðveizlu ef hann mætti veita. Ari hljóp vel undir bagga. Um haustið voru allir viðir fjárhúsanna endurnýjaðir og reisti Ari þau að nýju. Vel var frá öllu gengið og Sveinn í sjöunda himni. Eftir þetta atvik lagði hann sérstaka ást á Ara, orti m. a. um hann eftir- mæli, bæði fögur og einlæg. (Sjá Nýjar and- Stæður.) (Framhald á bls. 16.)

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.