Alþýðumaðurinn - 27.01.1966, Qupperneq 7
Árbók Þingeyinga
Beðizt afsökunar
Mbiður Ásgeir Sigurjóns-
son. kennara á Dalvík
íyrirgefningar á leiðum prent-
viilum í stuttri afmælisgrein
um hann í síðasta blaði. Okkur
þótti þetta mjög leitt, en von-
um að Ásgeir hafi fremur bros-
að en reiðst yfir mistökum okk-
ar.
- Skagfirðingur
(Framhald af blaðsíðu 8).
lög farin að minnka, en þau
voru orðin nokkuð mikil eftir
frostin í desember. Orðið var
slæmt til jarðar, sérstaklega á
Skaga og í austanverðu hérað-
inu, en betra að vestan og fram
til dala.
Mbarst Árbók Þingeyinga
fyrir árið 1965 rétt fyrir
jólin. Er hér um fjölbreytt og
vandað rit að ræða að vanda,
eða réttara er að segja bók, því
að hér er um 250 blaðsíðna bók
á ferðinni. Af efni Árbókarinn-
ar má m. a. nefna Norðursýsla,
lag og ljóð eftir Sigurð Þórðar-
son og Sigurð Jónsson frá Arn-
arvatni. Frá árum til aflvéla,
nefnist grein eftir Sigurjón Jó-
hannesson, Jóhann Skaptason
sýslumaður skrifar um Safna-
hús Suður-Þingeyinga. Bjartmar
Guðmundsson alþingismaður á
þrjár greinar, Skáldið frá Fóta-
skinni, Hver er höfundurinn og
Hvalsaga af Svalbarðsströnd.
Guðmundur Þorsteinsson frá
Lundi skrifar um selaróðra.
Einn dagur á Knútsstöðum nefn
ist grein eftir Sigurð Sigurðs-
son. Þórólfur Jónsson skrifar
um Grenjaðarstaðapresta, Jó-
hannes Sigfnnsson ritar grein
er hann nefnir Landnemar með
al fugla við Mývatn, þá eru tíð-
indi úr héraði o. m. fl.
Árbókin er útgefendum mjög
til sóma, en þeir eru báðar Þing
eyjarsýslur og Húsavíkurkaup-
staður. Ritstjóri er Bjartmar
Guðmundsson,
- Frá bæjarstjóm Ak.
(Framhald af blaðsíðu 8).
gosdrykkjaverksmiðjur. Rekst-
ur vinnuvéla.
2,0% Leigu- og umboðsstarf-
semi, lyfjaverzlun, snyrtivöru-
verzlun, sportvöruverzlun, leik-
fangaverzlun, hljóðfæraverzlun,
blómaverzlun, minjagripaverzl-
un, klukku- úra- og skartgripa-
verzlun, gleraugnaverzlun, ljós-
myndavöruverzlun, listmuna-
verzlun, gull- og silfursmíði,
sælgætis- og tóbaksverzlun,
kvöldsöluverzlanir, kvikmynda-
húsrekstur, fjölritun, fornverzl
un, bifreiðarekstur, rakara- og
hárgreiðslustofur, persónuleg
þjónusta, ennfremur hverskon-
ar önnur gjaldskyld starfsemi
ót. annarsstaðar.
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri, unr
kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs fyrir árið 1966.
Sanrkvæmt því er óskað eftir framboðslistum með
nöfnum 5 aðalmanna og 5 varamanna og 4 mönnum í
trúnaðarmannaráð og 4 til vara.
Listum ber að skila á skrifstofu Iðju, Byggðaveg
154. fyrir kl. 6 e. h. laugardaginn 29. janúar n.k. List-
um fylgi meðmæli 75 fullgildra félagsmanna og ekki
íleiri en 100.
STJÓRN IÐJU.
BARNASAGA AI, ÞÝÐUMANNSINS
'eftir MÁ SNÆDAL
ii
fj'N GEIR svaraði ‘einarðlega, allgremjulegu augnatilliti
bróður síns og þótt hann skylfi af kulda var líkt því og
hann hefði öðlazt óvæntan styrk og myndi því bjóða öllum
hættum byrginn. „Nú, nú,“ hraut út úr Gunnari. „Láttu
mig heyra um bjargráð þitt hið snarasta, því mér finnst
sannarlega ekkert notalegt að standa hér bjórvotur. „}á, ég
skal segja þér það, Gunnar, og hún liggur í aðra sveit. Þú
manst að pabbi sagði okkur eitt sinn, að ef gengið væri aust-
ur allar eggjar Kléttafjaljs væri næsta auðveld leið niður í
þverdal, er gengur vestur úr Skeggjadal, hann heitir Skugga-
dalur og eftir honum fellur lítil þverá er Skugga heitir, er
rennur niður í Skeggjaá. Skuggadalur er þröngur en eigi
slæmur ylirferðar, sagði pabbi, og ánni gætum við fylgt allt
til byggða í Skeggjadal, ég veit að þetta er langt, en sérðu
ekki Gunnar, að þetta er þó eina færa leiðin, við finnum
aldrei neina færa leið hérna niður, þú veizt, Gunnar, að
þetta er refsing, af því að við skrökvuðum, en ég veit að
guð bjargar okkur vegna mömmu, ég veit að hún er nú
þegar farin að horfa eftir okkur. Gunnar, Gunnar, ekki
hæðast að mér, en finnurðu ekki líka að þetta er það eina,
eina, er við getum gert okkur til bjargar.“ Gunnar horfði
á bróður sinn og Iiann vissi að það voru tár en ekki regn-
dropar er runnu niður kinnar Geirs. ÖU gremja var horfin
og án nokkurs lúks vafði Gunnar bróður sinn örmum.
„Geir, hjartans Geir, alltaf ertu mér lremri, þú mundir
en ég ekki, við skulum lialda af stað. Þótt leiðin sé löng
veit ég að við náum bæ í Skeggjadal og kannski er til bíll
þar svo við komumst heim í kvöld, heim til mömmu.“
Framhald í næsta blaði.
^ II".
7
Mánudaginn 31. jan. - Þriðjudaginn 1. febr. - Miðvikudaginn 2. febr.
ÚRVALS NYLONSKYRTUR frá Angli o« Eden
KARLMANNAFÖT á kr. 1000,1500 og 1990
STAKIR JAKKAR frá kr. 400.00
FRAKKAR, margar gerðir, frá kr. 400.00
KULDAJAKKAR (fallegir og góðir) á kr. 795.00
KARLMANNA-TERYLENEBUXUR
frá kr. 300.oo til kr. 795.oo
DRENGJABUXUR (margar gerðir) frá kr. 295
SVAMP JAKKAR og STAKKAR; verð kr. 500.00
VINNUBUXUR úr nylonstyrktu nankin,
mjög ódýrar, á börn og fullorðna
BINDI, TREFLAR o. m. fl.
á hálfvirði
BÓMULLARSKYRTUR (hvítar) á kr. 50.00
VINNUSKYRTUR (karlmanna) á kr. 120.00
DRENGJASKYRTl R á kr. 60.00
VINNUPEYSUR (mjiig.góðai;) á kr. 295.00
Aðrar PEYSUR frá kr-. 1;95.Ö0!T..
GÓÐIR SOKKAR í liaugum á: gjafverði
Eins er það með NÆRFÖTIN, þau eru í stöflum
á þessu fína verði
í! i cn
NÁTTFÖT á kr. 195.00
Enn einu sinni bjóðum við viðskiptavinum okkar ÚRVALSVÖRUR á GJAFVERÐI.
Notið því tækifærið og gerið góð kaup.
HERRADEILD J.M.J. Glerárgötu 6