Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.03.1966, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 03.03.1966, Blaðsíða 7
- Leið Verkamannaflokksins (Framhald af bls. 4.) þessi flokkssamtök þóttust ætla að gera, en gerðu ekki. Hitt hefir þeim tekizt allt of vel — enda lögð á það sér- stök áherzla — að afflytja starfsemi Alþýðuflokksins og ófrægja hann í augum margra kjósenda, enda oft notið til þess dyggilegrar að- stoðar Framsóknar og Sjálf- stæðis. Niðurstaðan er sú raunasaga, að vinstri sinnað- ir kjósendur landsins eru tvístraðir milli . margra flokkav og því áhrifaminni en ella í rslenzkum stjórn- málum, ekki vegna þess að þeir séu fáir, heldur deildir. Deildu og drottnaðu, er gam alt máltæki, og eftir þessari förskrift hafa hægri öflin oftast ráðið mun meiru í stjórnmálasögu okkar síð- ustu 30—35 árin en raun- verulegt fylgi þeirra er. Til þess hafa kommúnistar hjálp að þeirn með því að tvístra vinstri mönnum frá Alþýðu- flokknum. IVÚ ER hins vegar svo kom •*-" ið, að fleiri og fleiri eru farnir að sjá, að eina von vinstri manna til ríkjandi forystu í íslenzkum stjórn- málum er sterkur Alþýðu- flokkur, jafnaðarmannaflokk ur. „Sem sósíalisti, jafnaðar- maður, aðhyllist ég leið Verkamannaflokksins brezka ekki Gústafssona hinna norsku,“ sagði ritstjóri þessa blaðs fyrir nokkru sem svar. við þeirri stáðhæfingu ein- hvers bréfritara til hans, að hann ynni ekki sósíalisman- um með Jrví að vinna Al- þýðuflokknum. Með þessu vildi ritstjórinn undirstrika, að hann teldi áhrifaleið jafn aðarstefnunnar liggja um fjöldaflokk, sem samhæfði mismunandi skoðanir fylgj- enda sinna að höfuðmark- inu, en ekki um klofnings- ieiðina, sem hlutar fylgið í smærri og smærri deildir, sem þola ekki innan sinna vébanda nema einn vilja, eina skoðun. iAG HÉR er einmitt merg- ” ur málsins: höfuðmark- ið er eitt, jafnrétti, frelsi, bræðralag, höfuðleiðin er ein, jafnaðarstefnan. En inn- an þeirrar voldugu fylking- ar, sem gengur fram að Jressu marki og eftir þessari leið geta verið og eiga að vera fjölmargir einstaklingar með mismunandi sjónarmið og mismunandi skoðanir á ýms- um dægurmálum, en þeir eiga ekki og mega ekki deila svo hart um þau, að Jreir gleymi lokamarkinu og aðal- leiðinni. Þetta viljum vér minna alla Jrá jafnaðarmenn á, sem nú eru í öðruin flokk- um en Alþýðuflokknum,* en jafnframt brýna fyrir Al- þýðuflokksmönnum að gera sig ekki seka um þröngsýni og tortryggni gagnvart Jress- um skoðanabræðrum sínum, þegar Jreir vilja koma heim. Ekkert gæti verið Alþýðu- flokknum heillavænlegri af- mælisgjöf að gengnum 50 ár- um né betra gull í framtíð- arlófa en að allir þeir jafn- aðarmenn, sem nú gista inn- an vébanda annarra flokka, konri inn í raðir Aljrýðu- flokksins, taki þar upp öfl- ugt starf og geri hann með oss, sem fyrir erum, að sterk- asta aflinu í íslenzkum stjórn málum. - VINARKVEÐJA (Framhald af blaðsíðu 2). í nágrannalöndum okkar og það hlýtur Olgeir að vita að sú sam staða næst ekki á meðan Héðn- ar og Hannibalar gerast fleka- fuglar í herbúðum kommúnista. Slík glappaskot ágætra manna ætti að vera okkur allglöggur vegvísir á rétta leið og þá yrði næsta fljótlegt að fylla upp í gjána þá er við Olgeir bóndi köllumst nú á yfir. Svo þakka ég Olgeiri fyrir hrósyrði hans um starfsgleði mína, og því þakklæti fylgir sú ósk, hvort hann vildi verða fréttaritari AM í Fnjóskadal. Þetta er einlæg bæn sósíalista til sósíalista. S. J. LEIKFÉLAG AKUREYR- AR sýnir gamanleikinn SWEDENHIELMS- FJÖLSKYLDAN föstudag, laugardag og sunnudag kl. 8.30. - HEYRT, SPLRT ... (Framhald af blaðsíðu 4) allar kvöldsölur, já, og auðvit- að með K. E .A.-stimpil. En ef K. E. A. treystir sér ekki til að taka að sér þesea sjálfsögðu þjónustu við fólkið, sökum pen ingaleysis, eða af ótta við tap- rekstur, þá leggjum við til að bæjarstjórn taki allar kvöldsöl- ur eignarnámi og starfræki þær í þágu almennings í bænum. Bærinn á fyrir salerni og þar er rekin verzlun í sambandi við þetta nauðsynlega bæjarfyrir- tæki. Því ekki að bærinn færi út kvíarnar hvað, þessa starf- semi snertir. Þetta gæti heitið bæjarverzlun eða almennings- verzlun eða eitthvað þesshátt- ar, en hvað um það, við vonum að AM. finnist ekki blaðið setja ofan, þótt það ljái rúm þessum skoðunum óbreyttra verka- mahna. AM. 'er svolítið reiður yfir endirnum, því að verkamenn mega vita, að þeir eru velkomn ir á skrifstofu AM. TTEYRZT hefur að Eyþór í Lindu og Áini Árnason keppi við Sólnes um fyrsta sæ.t- ið á lista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar. FTIRFARANDI skrifar X. Bærinn á virðuleg salerni undir kirkjutröppunum og þar hefur verið veitt sú þjónusta, er ætlast er til fram eftir öllu kvöldi, en nú bregður svo við, að eftir að bannað er að selja „gotterí“ eftir kl. 8, er eigi talin þörf fyrir að salerni bæjarins séu opin lengur. Ég hélt að svona óskyld þjónusta væri ekki eitt og hið sama. Karlmannaföt allar sfærðir kr. 1995,00 úr terylene- og ullarefnum. SKAUPFÉLAG EYFIRÐINGA 06 Herradeild __ A LLIR kannast við sjoppu Austmars við Gagnfræða- skólann. Heyrzt hefur að nú sé allheitt stríð milli Sverris skólastjóra og Austmars sjoppu eiganda og vonandi styðja fox-- eldrar skólastjórann í þeirri við leitni hans, að b’ægja nemend- um frá „skóla“ Austmars. TTEYRZT hefur að Gísli Guð- mundsson alþingismaður eigi að ritstýra Degi á meðan á kosningabardaganum stendur. .—— BARNASAGA ALÞÝÐUMANNSINS Fjallgangan \ eftir MÁ SNÆDAL 13 IÖRVÆNTINGU sinni reyndi Gunnar að stöðva för sina niður glerhála jökulfönnina, hann leitaði með loppnum höndum að ójöfnum, er hægt væri að ná handfestu á, en án árangurs og stöðugt heyrði hann hróp bróður síns: „Gunn- ar, Gunnar!“ en hann gat ekki kallað á móti, allur vilja- styrkur hans fór í það eitt að reyna að stöðva háskaförina niður jökulinn, en allt í einu fann hann sér til skelfingar, að hann flaug í loftinu og svo kom feiknaþungt hijgg á höfuðið, sársauki sem nísti hjarta hans, en síðan hvarf allt fyrir sjónum hans í eldrautt myrkur. t 1 ANNAR HLUTI TNGIBJÖRGU á Heiði varð tíðlitið út um eldhúsglugg- •*■ ann, eftir að hvessti og fór að rigna, en útsýni var næsta lítið, aðeins upp á koll Stekkjarmelsins, Jrar fyrir ofan byrgði Jrokan sýn til fjallsins. Nú var klukkan orðin sex og ekki bólaði enn þá á drengjunum hennar, og enn herti norðan veðrið. Hvað gátu drengirnir hennar eiginlega verið að slóra í slíku óveðri, þeir sem hlaupið höfðu léttklæddir úr garði í morgun. Nú hlutu þeir fyrir löngu síðan að vera orðnir holdvotir, og það var útilokað að Jreir stunduðu leik sinn af slíku kappi, að þeir létu ekki slíkt veður á sig fá. Hafði ekki verið undarlega mikill ákafi í drengjunum hennar í morgun, Jjví að engin nýlunda var Jreim að skreppa upp á Brúnir og nú voru nær G tímar síðan fór að rigna, þeir sem jafnan höfðu hent frá sér hrífunum og hlaupið til bæjar, er skúraði. Geigvænn grunur hafði leitað án afláts á huga hennar í dag, eftir að veðrið versnaði. Hvers vegna hafði hana einmitt dreýmt frænda sinn í nótt, írænda sinn er fórst í illviðri í björgum Klettafjalls? Framhald. ; M t • , y : Mikil farþegaaukning hjá Eimskip (Framhald af blaðsíðu 2). ódýru vetrarferða til Hamborg ar, Kaupmannahafnar og Leith, sem hafa verið mjög vinsælar - ÖFLUGT STARF ... (Framhald af blaðsíðu 1.) laganna norðanlands í Vagla- skógi, en auk Akureyringa tóku þátt í því félagar af Húsa- vík og Sauðárkróki. Því miður gátu Sjálfsbjargarfélagar af Siglufirði ekki komið því við að mæta. Fullgildir félagar í Sjálfs- björg á Akureyri eru nú 139, en auk þeirra eru margir styrktarfélagar og nokkrir ævi- félagar. Stjómarkjör. í stjórn félagsins voru að þessu sinni kosin: Heiðrún Stein grímsdóttir formaður, Sveinn Þorsteinsson gjaldkeri og Kristín Konráðsdóttir meðstjórn andi. Fyrir eru í stjórninni: Haf liði Guðmundsson varaformað- ur og Ágústa Tómasdóttir ritari. Varamenn í stjórn eru: Sig- valdi Sigurðsson, Lilja Sigurðar dóttir og Eggert Þorkelsson. í stjórn vinnustofu fýlagsins hlutu kosningu:. Guðmúndur Hjaltason, Líljo *Sigú?ðáriótt!r og Líney Helgadóttir. Næsta ársþing SjaTfsbjafgar verður haldið hér á Akureyri. og mikil aðsókn að. Þá hefur einnig orðið mikil aukning á flutningum erlendra farþega með skipinu milli Kaupmanna- hafnar og Leith, og nemur aukn ingin 23% á þeirri leið. Skýrslur liggja ekki fyrir um skiptingu farþega eftir þjóðemi, en geta má þess, að sumarmán- uðina er mikill hluti farþeganna, sem ferðast með m.s. „GULL- FOSS“, erlendir ferðamenn, og margir erlendir ferðamannahóp ar ferðast með skipinu á hverju sumi-i. í þeim tilfellum, þegar stórir erlendir ferðamannahóp- ar ferðast með m.s. „GULL- FOSSI“, stundum fleiri en einn með sömu ferð, panta þeir far með skipinu snemma vetrar fljótt eftir að ferðaáætlunin kem ur út og verða einstakar ferðir því oft upppantaðar löngu fyrir fram. (Fréttatilkynning.) KÍNVERSKU HANZKARNIR, íyrir herra og dömur, komnir aítur. ÓDÝR GÆÐAVARA. Bóka- og blaðasalan Brekkugötu 5 s

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.