Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.05.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 05.05.1966, Blaðsíða 5
ætlu é Akureyri að vera 10-15 góðir barnaleikveílir, segir Guðrún Sigbjörnsdóttir, húsfreyja IÞESSU stutta viðtali segir Guðrún Sigbjörnsdóttir húsfreyja sínar skoðanir á ýmsum þáttum bæjarmála á Akureyri, en eins og kunnugt er skipar Guðrún 5. sætið á lista Alþýðuflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar þann 22. maí. AM efast eigi um það, að margar húsmæður muni taka undir orð Guðrúnar, því að hún ber enga sleggjudóma fram. at^SSSÖSSZTt*- - - f •• Þú ert Austfirðingur að ætt Guðrún? Já, ég er fædd á Hjartarstöð- um í Eiðaþinghá, en fluttist barn að aldri til Fáskrúðsfjarð- ar með foreldrum mínum, þar sem við áttum heima í nokkur ár. En tíu ára flytzt ég til Reykjavíkur. Hvað er laongt síðan þú flutt- ir hingað? Til Akureyrar flutti ég 1946 og hef verið hér síðan. Þér líkar vel við Akureyri og ert auðvitað orðin Akureyring- ur? Já, mér líkar vel við Akur- eyri og Akureyringa. Hér hef ég ekki kynnzt nema góðu fólki. En annarra að svara, hvort ég sé góður Akureyringur. Viltu segja mér í stuttu máli skoðun þína sem húsmóðir livernig þér finnst bæjarfélagið rækja þjónustu sína við heim- ilin? Hvað verzlunum viðkemur, þá eru þær margar ágætar, og hafa farið batnandi undanfarin ár. En t. d. gatnagerð gengur seint og er hvimleitt til lengdar að vaða aur maygar vikur á áiú hverju. Sérstaklega á vorin þeg ar snjóa leysir, en vonandi stend ur það til bóta með bættri vinnu tækni. Sérstaklega er þetta slæmt vegna barnanna, sem hafa göturnar aðallega til leikja. Og erfitt fyrir mæður, sem hafa mörg börn að halda fötum og húsum hreinum á slíkum dög- um. En þjónusta bæjaryfirvalda ■ við yngstu borgarana? Henni finnst mér mjög ábóta- vanl. Hér á Syðri-Brekkunni t. d., þár sem við búum, er að mestu nýtt hverfi og megnið af íbúunum ungt fólk með smá- börn, en leikvöllur enginn, sem heitið getur. Að vísu smá lóð með nokkrum algengustu leik- tækjum. En þarna er engin gæzla, svo þau börn sem elzt og stærst eru ráða þar ríkjum, svo oft verður grátur hjá þeim minni, og þeim ýtt til hliðar. Alltaf er talað um fjárskort hjá bæjarfélaginu og allt fram- kvæmdaleysi afsakað á þann hátt. En ég held að fleira komi til greina, meðal annars skortur á vinnuafli, áhuga og skilningi hjá bæjaryfirvöldunum. Sem dæmi um hverju má áorka ef vilji er fyrir hendi, get ég sagt frá mjög fullkomnum og skemmtilegum leikvöllum, sem ég hef séð úti á landi t. d. á Suðureyri við Súgandafjörð og Búðum við Fáskrúðsfjörð. Og miðað við íbúatölu þessara staða ætti Akureyri að hafa 10—15 slíka leikvelli. Og þá eru það leikskólar, sem líka er brýn nauðsyn að koma á fót sem allra fyrst. Þó einn Guðrún Sigbjörnsdóttir. leikskóíi sé starfandi allt árið, þá annar hann ekki eftirspurn og ér margra vikna- og jafnvel mánaðabið að koma þar að barni. En við æskuna, þá kynslóð, er brátt tekur við af okkur? Hvað æskunni við kemur, þá finnst mér hún efnileg og mikill töggur í henni. Ég held það sé að mörgu leyti erfiðara að vera ungur í dag en nokkru sinni áður. Það: er svo margt sem glepur fyrir unglingum í nú- tíma þjóðfélagi, einkum í stærri bæjarfélögum. Skilur þú æskuna í dag Guð- rún? Já, mér. finnst ég geta skilið hana, en þáð er svolítið erfitt að vera henni sammála, stundum að minnsta kosti. Finnst þér ekki, að þurfi að vera meira samband milli heim- ila og skóla, en nú er? Jú, það væri mjög æskilegt. En ég held, að það sé frekar heimilunum að kenna, en skól- unum, að svo er ekki, því for- eldrar geta ef þeir vilja leitað til skólastjóra og kennara, ef þeim finnst þörf á því. Og er fráleitt að skella allri skuldinni á skólana, ef eitthvað á bjátar fyrir börnunum. Svo gef ég þér orðið laust í lokin Guðrún, ef þú vildir skýra „BarnaleikvöIIurinn“ á Syðri-Brekkunni. Ljósm.: N. H. lesendum AM frá því í fáum orðum, hvers vegna þú styður jafnaðarstefnuna? Jafnaðarstefnuna hef ég stutt síðan ég var unglingur. Þá gekk ég í F.U.J. í Reykjavík og starf- aði þar þangað til ég fluttist til Akureyrar. Jafnaðarstefnan hefir alltaf í mínum augum verið hin eina þjóðfélagsstefna, sem markvíst hefir unnið að því að skapa betra þjóðfélag, þar sem ein- staklingarnir fái notið sín á lýð- frjálsan hátt. Sem dæmi vil ég taka tryggingamálin, sem kalla má að hafi gjörbreytt þjóðfélag- inu. Þann mun finna þeir bezt, sem fátækir eru eða orðið hafa fyrir skakkaföllum af veikind- um. Þótt ýmislegt hafi sótzt seinna, en æskilegt hefði verið hefir Alþýðuflokkurinn unnið undir merkjum jafnaðarstefn- unnar og haft forustu um hin félagslegu umbótamál. AM þakkar Guðrúnu fyrir skýr og greinargóð svör. Hið fagra kyn á góðan fulltrúa þar sem hún er og hver mun efast um að hún sé góður Akureyr- ingur. s. j. Þorsteinn Jónsson frá Hrafnstaðakoti Fæddur 24. des. 1881 - Dáinn 25. apríl 1966 ÞANN 25. apríl sl. andaðist að Hrafnistu í Reykjavík, Þor- steinn Jónsson frá Hrafnstaða- koti í Svarfaðardal. Þorsteinn var fæddur að Hrafnstöðum 24. des. árið 1881 og var því á áttugasta og fyrsta aldursári er hann lézt. Foreldrar Þorsteins voru Jón Jónsson bóndi og Guð rún Guðmundsdóttir. Nokkurra ára fluttist hann með foreldrum sínum og systkinum að Hrafn- staðakoti. Til Akureyrar flytzt Þorsteinn árið 1911 og átti hann heima á Akureyri í 54 ár. Þorsteinn stundaði alla al- genga verkamannavinnu er til féllst, einnig stundaði hann á fyrri árum búsetu sinnar hér sjóróðra nokkrar vertíðir vest- ur á Fjörðum. Seinni hluta ævi sinnar fékkst Þorsteinn einkum við afgreiðslu- og innheimtu- störf og til fjölda ára vai' hann útsölu- og afgreiðslumaður Al- þýðublaðsins á Akureyri. Árið 1920 giftist Þorsteinn eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur, ættaðri frá Bolungarvík, og áttu þau lengst af heimili í Hafnarstræti 88 (Gamla bankanum). Þau Guðrún og Þorsteinn eignuðust 7 börn. Dreng misstu þaii aðeins nokkurra vikna gamlan og annan son, Kristján, urðu þau að baki að sjá á tví- tugsaldri, mikinn efnispilt er stundaði nám í Menntaskóla Akureyrar. Lát hans varð þeim hjónum mikið og þungt áfall þótt fá æðruorð væru látin falla. Á lífi eru af börnum þeirra hjóna: Guðmundur, verkfræð- ingur búsettur í Reykjavík, Jón lögfræðingur og alþingismaður, búsettur í Reykjavík, Anna hús móðir í Reykjavík, Frímann, bóndi að Syðri-Brekku í Skaga- firði og Margrét, kennari við Hjúkrunarskóla íslands. Þorsteinn var frá fyrstu tíð traustur og óhvikull fylgismað- ur jafnaðarstefnunnat, einn af Til nemenda minna og annarra vina á Akureyri NÚ, ÞEGAR sumarið nálgast, hlýt ég að snúa aftur heim til ættlands míns, Bandaríkj- anna. En áður en ég fer, langar mig til að láta í Ijós þakklæti mitt til ykkar fyrir góða við- kynningu og gott viðmót þann tíma, sem ég hefi dvalizt á Ak- ureyri. Þið hafið látið mig finna mjög greinilega, að ég hefi verið vel- kominn og hafið sýnt mér margs konar greiðvikni og hjartahlýju. Mér hefir þótt vænt um að mega koma á heimili ykkar og fá að vera með ykkur í starfi og leik á liðnum vetri. Það he.fir verið afar ánægjulegt að vera kenn- ari á Akureyri. Nemendur mín- ir í skólunum hafa verið fuliir eftirtektar og áhuga við ensku- námið, og mér hefir einnig ver- ið mikil ánægja að starfa með svo mörgum fullorðnum á kvöld námskeiðunum. Ég vona, að kennsla mín hafi orðið ykkur að einhverju liði. Margir Bandaríkjamenn vita lítið um hina einstöku og oft hrikalegu fegurð íslands. Snævi þakin fjöllin, frið og yndisleika Mývatns, útsýnið yfir Akua'- eyri frá Súlutindi, allt eru þetta dæmi um hina hrífandi fegurð, sem ég hefi fundið í landi ykkar og mun hafa heim með mér á ljósmyndum. Ég hlakka til þess dags, þeg- ai' ég get komið aftur til Akur- eyrar til endurfunda. Þakka ykkur fyrir allt. David Rotliel, Fulbright-kennari. Þorsteinn Jónsson. aðalsmönnum alþýðunnar, er aldrei mátti vamm sitt vita. AM þakkar Þorsteini trausta liðveizlu og sendir ástvinum hans hugheilar samúðarkveðj ur. S l-saSOC Júlíus Bogason skák- meistari Akureyrar NÚ ER lokið einvígi þeirra Jóns Björgvinssonar og Júlíusar Bogasonar um titilinn Skák- meistari Akureyrar 1966. Tveim fyrstu skákunum lauk með ja&i tefli, en í þeirri þriðju sigraði Júlíus, og hlaut liann því tignar lieitið.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.