Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.05.1966, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 09.05.1966, Blaðsíða 2
FERSKIR STARFSKRAFTAR í BÆJARSTJÓRN (Framhald af blaðsíðu 1). aðarmanna að fá nýja og ferska krafta í bæjarstjórn. Þá eru það skipulagsmálin. Það er augljóst mál að skipulag bæjarins er nokkrum árum á eftir líðandi stundu, í stað þess að vera mörg um árum á undan, og allt útlit fyrir að svo verði áfram nema að eitthvað róttækt verði að- hafst. Heildarskipulag bæjarins er að mestu leyti í höndum skipulagsstjóra ríkisins, og að mér skilst gengur fæðing nokk- urs framtíðarskipulags ákaflega treglega. Margar tillögur reyn- ast óraunhæfar og skyndi- ákvarðanir teknar þegar í óefni er komið, enda koma ágallar þessa fyrirkomulags í Ijós á ári hverju, bæjarfélaginu, einstakl- ingum og öðrum til stórtjóns og hugarangurs. Þetta verður að breytast, og vaknar þá sú spurning hvort tímabært sé að bærinn sjálfur taki skipulagið í sínar hendur eins og Reykjavíkurborg hefur gert. í þessu sambandi er einnig vert að minnast á samkeppni um framtíðarskipulag miðbæjar kjarnans sem fram fór 1964, en árangur af þeirri samkeppni varð því miður lítill, því engar raunhæfar tillögur eða tillögu- hlutar bárust. Var það slæmt fyrir bæinn og ákaflega leiðin- legt fyrir þá arkitekta sem verð Jaun hlutu. Eflaust má rekja þessa harmasögu til þess að of seint var ráðist í samkeppnina. Við skulum ekki ræða meira um skipulagið að þessu sinni, en stuðla að því, að betur verði að þessum málum unnið. Hvað um byggingariðnaðmn í bænum, telur þú að eðlileg þróun eigi sér stað hvað tækni og skipulag snertir? Byggingariðnaðurinn á við talsverða örðugleika að etja og þróunin hægfara. Er þar ýmsu um að kenna; verktakar margir, og þar af leiðandi smáir og lítils megnugir hver fýrir sig, verk- efni smá, erfitt tíðarfar, fjár- skortur o. fl. Svo að breyting verði á verða áhrif að koma utanfrá og það sem bæjaryfir- völdin gætu gert til að lyfta und ir þennan iðnað er að bjóða út sínar byggingarframkvæmdir. Þá reynir á tækni og skipulags- hæfileika verktaka, og þar að auki yrði allri undirbúnings- vinnu frá hendi bæjarins lokið áður en framkvæmdir hæfust, báðum aðilum til hagsbóta. Með þessu fyrirkomulagi yrði stuðl- að að því að hér mynduðust verktakar sem væru færir um að leysa af hendi allar stærri framkvæmdir hér norðanlands, og láta ekki reykvíska aðila sitja að þeim. Hvað viltu svo að lokum segja Haukur um væntanlegar bæjarstjórnarkosningar? Ég er bjartsýnn og vænti þess að allir, bæði hægri og vinstri sinnaðir sósíaldemokratískir kjósendur styðji okkar frjáls- lyndu og fast mótuðu stefnu til uppbyggingar sterkara bæjar- félags, sem getur talist fram- vörður fyrir jafnvægi í byggð landsins. Einnig vil ég hvetja hina ungu kjósendur til að vera sjálfstæða í skoðunum sínum gagnvart hin um pólitísku flokkum, og láta ekki blekkjast af áróðursfullum fagurtölum. AM þakkar Hauk góð og ákveðin svör og væntir mikils af liðveizlu hans við stefnu jafn aðarmanna í framtíðinni, og eigi mun standa á honum að fylkja liði til norðlenzkrar sóknar. s. j. ORÐSENDING GÓÐAR HORFUR eru á því að vinstri og hægri jafnað- armenn á ítalíu hafi nú brúað gjána á milli sín. Nenni foringi vinstri sósíalista er til fjölda ára hafði samstarf við kommúnista, en hefur slitið því fyrir nokkru, heimsótti þing Alþjóðasam- bands jafnaðarmanna er háð var í Stokkhólmi nú á dögunum og var honum þar ákaft fagnað af þingheimi. AM fagnar heim- komu hins ítalska hannibals, og væntir þess að Hannibal okkar dragi af þessu nokkra lærdóma. Nenni hefir lært það af biturri reynslu að lýðræðissósíalismi og kommúnismi geta ekki átt samleið. AM biður sósíalistana þá Jón B. Rögnvaldsson og Hjör leif Hafliðason að minnast þess- ara staðreynda og vissulega mun flokkur íslenzkra jafnaðar- manna bjóða þá velkomna þá er þeir öðlast kjark til að koma heim aftur eins og Nenni hinn ítalski. Blómlegt alvinnulíf á Seyðisfirdi Seyðisfirði 24. apríl. S. UMARIÐ heilsaði með sól- björtum og hlýjum degi sem kom öllum í sumarskap. Mikill snjóavetur er nú liðinn fyrir okkur Seyðfirðinga, vorylur kominn í loftið og jörðin að gægjast úr fannbreiðunum. Annatímar fara nú í hönd, því að mörgu þarf að gæta áður en athafnatími síldveiðanna hefst. Hafizt hefur verið handa um stækkanir og breytingar á báð- um síldarverksmiðjunum í bæn um, sem á að gera þeim kleift að taka á móti meira magni til geymslu og vinnslu, en áður, auk þess sem mjölskemmur verða reistar og stækkaðar. Atvinna hefur verið mikil í vetur. Hjá Vélsmiðju Seyðis- fjarðar hafa tveir stálbátar, Hof- fell og Björg, verið lengdir, og skapaðist af því mikil atvinna, iðnaðar og verkamanna. Verk- efni þessi hafa þótt vel og vand virknislega af hendi leyst og gefa fyrirtækinu góðar vonir um fleiri slík í framtíðinni. Hafizt hefur verið handa um undirbúning að byggingu hafn- armannvirkja og dráttarbrautar inni fyrir botni Seyðisfjarðar, er hér um mikið mannvirki að ræða og kostnaðarsamt, sem auka mun athafnarsvæði hafn- arinnar stórlega. Undanfarið hafa menn frá Vitamálaskrif- stofunni unnið að töku jarðvegs prufa af sjávarbotninum og er því verki nýlokið. Félagslíf hefur verið nokkuð í vetur en þó kannski með minna móti en oft áður. Leik- félag Seyðisfjarðar er að setji upp leikritið „Músagildran“ eft- ir Agöhtu Christie, leikstjóri er Eiríkur Eiríksson og leikendur 8. Verður leikritið væntanlega frumsýnt í maíbyrjun. Framboðslistar til bæjarstjórn arkjörs 22. maí n. k. hafa nú allir verið lagðir fram og eru 5 eins og síðast, listar stjárn- málaflokkanna fjögurra og listi óháðra kjósenda. Á framboðslista Alþýðuflokks ins eru þessi nöfn: 1. Hallsteinn Friðþjófsson verkamaður. 2. Jarþruður Karlsdótti r húsfrú. 3. Friðþjófur Þórarinsson sjómaður. 4. Einar Sigurgeirsson verkamaður. 5. Lárus Gunnlaugsson verkstjóri. 6. Sigurður H. Sigurðsson verkamaður. 7. Ari Bogason afgreiðslumaður. 8. Haraldur Aðalsteinsson verkamaður. 9. Gunnþór Bjömsson fulltrúi. x A Verzliá í Hin stöðuga fjölgun félagsmanna er vott- ur þess, að menn sjá sér hag í því að vera í félaginu. Sá hagur er tvíþæltur: Annars vegar hin- ar miklu endurgreiðslur af ágóðaskyld- um viðskiptum, EN AF VIÐSKIPTUM ÁRSINS 1964 NÁMU ÞÆR Á SJÖTTU MILLJÓN KRÓNA. Hins vegar hin margþætta þjónusta, er félagið veitir, bæði á sviði verzlunar og á margvíslegan annan hátt. Því meira, sem félagsmenn verzla við fé- lagið, því öflugra verður það og að sama skapi færara um að auka þjónustu sína við félagsmenn og bæta hag þeirra. Munið að halda saman arðmiðunum. MUNIÐ YKKAR EIGIN BÚÐIR. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA eigin LáSum 1886 Verzlunarhús Véla- og Byggingavörudeildar 1966 KEA við Glerárgötu.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.