Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.01.1969, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 31.01.1969, Blaðsíða 4
uiuiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiuiiuiiiiiiuiuiiuiiiuiuiiuuiuiiiiiiiiimiiiiiiiiiHiiiiiiHiniiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiifuuiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiHHniiiii ■uiimuiiuiiiiiiuiiiuuiuiiiuuimiiiiuimiimuumuiiimuiimummmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmumiS Ritstjóri: SIGURJÓN JÓHANNSSON (áb.). Útgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Afgreiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9, II. hæð, sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri ALÞYÐUMAÐURINN •miitiinmmiimimmimiimiiiiuiiHiiHmiHUHUiiHiiiuiiuiiiiiiiiuimiiiiuiiiiiiiiimiiimmuimiiimi»a|a „Fáff er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð goft" j ALLIR eru áhyggjufullir þessa dagana yfir efnahags- [ horfum þjóðarinnar: Minnkandi afli undanfarin tvö i ár, markaðsfall, gjaldeyrisþurrð og loks liarkalegt í gengisfall. Nú blasa við atvinnuskortur og verkföll. 1 Þetta er vissulega ekki glæsileg mynd. Samt sem áður | skyldu menn varast að mikla svo fyrir sér erfiðar horf- i ur, að bitinn sé bakfiskurinn úr kjarki einstaklinga og | þjóðar. íslendingar hafa fyrr séð hann krappan og = borgizt þó yfir boðana. Allt veltur á, að taka karl- i mannlega á vandanum og freista þess að vera sam- i stilltir. ALVARLEGASTA vandamálið er atvinnuskorturinn. i Þar má einskis láta ófreistað til úrbóta. Ríkisstjórnin | liefir nú lofað að veita 300 millj. kr. til atvinnuaukn- [ ingar, og þótt það sé engin feikna upphæð, getur hún i talsverðu orkað til úrbóta, ef vel tekst um iitdeilingu í fjárins, en þar veltur mikið á starfi hinna nýskipuðu i atvinnumálanefnda. En í sambandi við störf þeirra | vaknar upp fyrir manni, hvort ekki þurfi að taka til I gagngerðrar endurskoðunar allt framkvæmdakerfi rík- | isins. Undan því er nú mjög kvartað, hve allar úrbæt- | ur séu lengi að komast á leiðarenda til þeirra, sem eiga [ að njóta þeirra. Sumir kenna úrskurðarliægð ráðherra, 1 aðrir dragbítseðli ráðuneyta, enn aðrir úreltu og skiln- i ingstregu bankakerfi, að ekki sé minnzt á patentskýr- i ingu stjórnarandstöðunnar, að á úrræðarokkinn sé i spunnið með öfugum klónum. En að öllum nánari i skýrgreiningum slepptum, virðist augljóst, að eitthvað i er að kerfinu, einstaklingar og stórir liópar manna i geta setið í algerum vandræðum, áður en nokkur úr- | lausn berst. Einu sinni var Skagaströnd táknrænt [ dæmi, sl. ár var það Raufarliöfn, og er enn, en að i fleiri stöðum viðbættum í dag. Það er sagt, að sá er j eldurinn heitastur, er á sjálfum brennur. Höfuðstjóm i allra mála situr í Reykjavík, og ráðherrar okkar eru [ höfuðborgarbúar. Stundum finnst okkur landsbyggð- i armönnum, sein þeir mættu vera yfirlitsgleggri lands- i feður. En hvað um það, af því að alvarlegt atvinnu- i leysi hefir nú gert vart við sig allvíða, m. a. í sjálfri i liöfuðborginni, hafa verið skipaðar atvinnumálanefnd = ir urn allt land til úrbóta, og er nú að sjá, live rögg- i samlega tekið verður á málunum, hvort dragbít sein- I virkra nefnda og ráðuneyta verður nú loks sópað til 1 liliðar og tekið fljótt og vel á málum, svo sem nú vona [ allir. EN VIÐ þau efnaliagsþrengsli, sem við nú búum við, [ liefir margt fleira vaknað upp fyrir mönnum en sein- i virk embættisstjóm og vangaveltur í nefndum. Menn 1 hafa tekið betur en fyrr eftir ýmsum vanköntum í | rekstri fyrirtækja og ófyrirleitni við sölu þjónustu | ýmiskonar: Það er bruðlað með veiðarfæri, það er far- i ið illa með hráefni, verzlunin er gerð landsmönnum | of dýr, af því að hún er á of margra h.ndum og eyðir i því meiru en hófi gegnir í húsnæði, vinnuafl, birgða- | söfnun o. s. frv. Yfirstjórn landbúnaðarmála hvetur = til offramleiðslu, skipulag skortir í yfirstjóm iðnvæð- i ingar landsmanna, o. fl. o. fl. tala menn um. ÞANNIG er hægt að segja með réttu, að ýmislegt virð- i ist gott ætla að fljóta af efnahagsþrengingum okkar: i Við tökum að hugleiða, hvar betur má fara, og sjáum, | að það er víða. Meðan allt lík fyrirhafnarlaust í lyndi, [ vildu menn enga stjórn á hlutunum til að sveigja þá i (Framihald á blaðsíðu 7) : IHIIUIHUUUIHUIIUIIIIIIUIIUUniHIIIIUIIIIUIIUIIUIIIHIIUUIUIHHIHHIUUIUIIUIUIUIHIlUHUUUHHIIIIIUUUa ---------------- BÆJARBÚI skirfar eftirfar- andi pistil: ATVINNUMALANEFND AKUREYRAR. Á árinu 1967 fremur en snernma árs 1968, var stofnuð að frumkvæði bæjarstjórans okkar, Bjarna Einarssonar, svo nefnd atvinnumálanefnd Akur- eyrarbæjar. Formaður Stefán Reykjalín. f dagskrám til bæjar stjórnafunda hefir mátt líta að nefnd þessi hefir haldið fjöl-' marga fundi, en bókanir yfir gerðir hennar hafa verið næsta óljósar. „Nefndin hefir athug- að“, „nefndin liefir kynnt sér“ og „nefndin hefir rætt við“, en bæjarbúum hefir lítt eða ekki verið tjáð, hvort starfsem^ nefndarimiar hafi borið nokk- um árangur. Hér er þó um nýja og dýra nefnd að ræða og væri gaman að fræðast um afrek hennar af formanni, svo og kostnað bæjarins af henni. (Athugasemd AM. Blaðið vís ar þessum pistli til formanns at vinnumálanefndar, sem von- andi lætur svo Iítið að svara honum). „MILLI MANNS OG HESTS OG HUNDS HANGA LEYNI- ÞRÆÐIR.“ Var einu sinni kveðið. Leyni- þræðirnir virðast víðar. Rit- stjóri íslendings—ísafoldar var nýverið að æsa sig upp af þeirrl samvinnu Alþýðufl. og Fram- sóknar í bæjarstjórn Akureyr- V .... ar, að kjósa sama bæjarstjóra og forseta, en það er eina um- samda samvinnan milli nefndra flokka, enda berlega komið í Ijós. Hins vegar getur ritstjór- inn þess ekki, að vilji Fram- sókn koma einhverju umdeildu fram, leitar hún ávallt fyrst lið- sinnis Sjálfstæðisfl. af margra ára vana, þar næst kommanna. Sækjast sér um líkir. Hvers vegna kusu þá Alþýðufl.menn bæjarstjórann með Framsókn? kann einhver að spyrja. Ein- SPURT faldlega af því, er svarið, að þeir liugðu ntannkaup í honum. Alltaf er hins vegar hægt að endurskoða álit og gcrðir, efl tilefni þykir til. FUNDUR I ALÞÝÐUBANDA- LAGINU Á AKUREYRI VÍTIR BJÖRN JÓNSSON OG VERKAMANNINN. Fyrir sköntmu var fundur í Alþýðubandalagsfélagi Akur- - \\Ýi------------------ S eyrar — og smalaði konnnún- istadeildin á fundinn og varð í meirihluta. Lét hún samþykkja vítur á Björn Jónsson alþingis- mann fyrir liáttsemi hans í þing flokknum, og einnig vítur á skrif Verkamannsins á flokks- ntálum og þjóðmálum. Fyrir- liðar þessarar aðfarar eru sagð- ir hafa verið Jón Hafsteinn Jónsson menntaskólakennari og Jón Ingimarsson bæjarfulltrúi. Sá ekki formaður félagsins, Jón Rögnvaldsson, við hinum gal- vaska stærðfræðikennara og „sellu“starfandi opinbera starfs manni, Jóni Hafstein, né laun- ráða bæjarfulltrúans. Vita akur eyrskir Alþýðubandalagsmenn nú lítt hvar þeir standa? Hve sterkur er Björn? Hverju hvísl aði Einar Olgeirsson í eyra Jóns Ingimarssonar á jólaföstunni? Var það kannske það sama og gamli maðurimi hvíslaði að Ein ari frá Hermundarfelli og Rós- berg, fyrirheit um framboð? Þannig hljóðar bréf frá Akur eyringi. ER ÞAÐ RÉTT, sem heyrzt hef ur, að ein meginástæðan fyrir því, að Ferðaskrifstofa Geirs Zoega í Reykjavík hefur ekki sent eitt einasta skemmtiferða- skip hingað síðan 1966, sé sú að afgreiðslumaðurinn hér á Akur eyri hafi svo gjörsamlega brugð izt skyldu sinni, að ekki væri liættandi ð að senda hingað skip norður að sinni? (Framhald á blaðsíðu 2). DAGBÓK AM MESSUR í Laugalandspresta- kalli. Kaupangur 2. febr. kl. 14. Munkaþverá 9. febr. kl. 14. Hólar 16. febr. kl. 14. Grund 23. febr. kl. 13.30. Saur bær 2. marz kl. 14. AKUREYRARKIRKJA. Mess- að n. k. sunnudag kl. 5 e. h. (Ath. breyttan messutíma). Sálmar nr. 43 — 124 — 681 — 660. Dagur Slysavarnafélags- ins á Akureyri. — P. S. FfLADELFÍA, Lundargötu 12. Almenn samkoma hvern sunnudag kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. Sunnudagaskóli hvern sunnudag kl. 1.30 e. h. Oll böm velkomin. Sauma- fundir fyrir telpur hvern miðvikudag kl. 5.30 e. h. All- ar telpur velkomnar. — Fíla- delfía. HLf F ARKONUR! Afmælis- fagnaður að Hótel KEA 4. febrúar kl. 8.30 e. h. Mætið vel. Takið með ykkur gesti. — Skemmtinefnd. ÞINGEYINGAFÉLAGIÐ á Ak ureyri heldur spilakvöld í Bjargi laugardaginn 1. febrú- ar n. k. kl. 8.30 e. h. Félags- vist, skemmtiatriði og dans. Mætið vel og stundvíslega. — Nefndin. SEXTUGUR. Þann 5 febr. n. k. á Árni M. Rögnvaldsson kenn ari, Goðabyggð 14, Akureyri, sextugsafmæli. AM sendir Árna sínar beztu heillaóskir. SYSTKINABRÚÐKAUP. Þann 28. des. sl. voru gefin saman í hjónaband á Dalvík, ungfrú Svanfríður Jónsdóttir, Sól- görðum, Dalvík og Eiríkur Birkir Helgason frá Másstöð- um í Skíðadal. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Karls braut 28, Dalvík. Ennfremur voru gefin saman í hjóna- band hinn sama dag, ungfrú Inga Margrét Ingólfsdóttir frá Rvík og Kristján Tryggvi Jónsson, Sólgörðum, Dalvík. Heimili þeirra er einnig að Karlsbraut 28 á Dalvík. BRÚÐHJÓN. Þann 28. des. sl. voru gefin saman í hjónaband á Akureyri, ungfrú Ragn- heiður Ólafsdóttir hárgreiðslu mær og Kristján Jakob Pét- ursson múraranemi. Heimili þeirra verður að Langholti 10, Akureyri. — Ljósmyndastofa Páls. BRÚÐHJÓN. Þann 25. janúar voru gefin saman í hjónaband í Möðruvallakirkju í Hörgár- dal af séra Þórhalli Höskulds syni, ungfrú Ingibjörg Kjart- ansdóttir og Gestur Björns- son frá Björgum í Hörgárdal. Heimili þeirra er að Helga- magrastræti 50, Akureyri. — Ljósmyndastofa Páls. AKUREYRINGAR og nágrann ar. Hinn árlegi fjáröflunar- dagur Slysavarnadeildarinn- ar er á sunnudaginn kemur. Hefst með merkjasölu, en bazar og kaffisala byrjar í Sjálfstæðishúsinu kl. 2.30 e.h. Skemmtiatriði á meðan kaffi- salan stendur yfir. Við vitum að nú, sem endranær megum við treysta á þátttöku ykkar við fjáröflunina. Einnig vilj- um við minna á messuna kl. 5 e. h. — Nefndimar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.