Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.05.1969, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 23.05.1969, Blaðsíða 5
KÓRAR OG KONSERTAR HINAR síðustu vikur hefur Akureyringum og grönnum þeirra verið boðið til hátíðar í hofi sönggyðjunnar. Tveir karla kórar og einn kvennakór hafa haldið konserta. Er gott að því- h'k gróska skuli vera í sönglíf- inu og veitir sízt af svo já- kvæðri staðreynd á köldu vori, þegar allskyns óáran steðjar að. Hitt er svo annað, að æski- legra væri, að þessi andlega uppörvun berist ekki öll í sama mund, heldur dreifðist meira — spannaði yfir lengra tímabil, svo sem bent hefur verið á. En þessu mun ekki auðvelt að breyta. Kórarnir æfa yfií veturinn og árangur starfsins er opinberaður með vordögunum. Og vissulega er gott að berast á vit sumarsins á vængjum tón anna. Tónarnir búa yfir töfrum, sem a'uðga mannssálina fremur öllu öðru, sé þeirra notið af ein- lægni og með það í huga að þeir sem þá flytja séu að gjöra sitt til að veita góða gjöf. Túlk- unin getur auðvitað tekist mjög misjafnlega. En hver mannanna verk eru alfullkomin og án ein- hverra skugga? Hvenær er ekki hægt að gjöra betur? Lengi er hægt að auka hið jákvæða átak — ef öllu er til kostað. Allir munu kórarnir á Akureyri, sem hér eiga hlut að máii, hafa kost- að miklu til, áður en þeir komu fram með konserta sína — en vísast ekki nógu miklu, ef mið- að er við dómana, því að þeir virðast vera mjög misjafnir. En smekkur manna er ólíkur. Ein- um finnst það léttmeti og ■ illa unnið, sem öðrum finnst vanð- að og vel af hendi leyst. Svo á einn einstaklingur sér þennan kór að óskabarni og annarr hinn og allt litar þetta viðhorfið. En eitt er víst: Konsertarnir hafa yfirleitt verið vel sóttir, stundum frábærlega. Eða hvað er góð aðsókn miðað við stærð bæjarins, ef ekki þegar hvert sæti er skipað í húsi, sem tekur um 400 manns? Ber þetta vott um að tími karlakóra sé liðinn, og að lögin sem þeir hafa á söngskrám sínum séu mörg hver „viðfangsefni af allra létt- vægustu gerð,“ og varla þess Virði að fara upp á pallinn með þau? Ein nú er það alkunna að mörg svonefnd smálög búa yfir listauðgi og tærri fegurð, sem getur verið sálubót að njóta og því eiga þau alltaf sinn ferska hljóm. Þau syngja sig eins og ósjálfrátt inn í sálu manns og sízt skyldi gjört lítið úr áhrif- um þeirra. Þjóðlag er sjáldnast stórt í sniðum, ekki nein voldug hljómkviða irá hendi heims- frægs meistara, en hefur þp hlotið náð fýrir augúm margra. Þjóðlagið er fóstur þjóSar- sálar, samruni hennar og sælu- kexmd. Og hvað er eðlilegra en venjulegir kórar, skipaðir yenjulegu fólki taki einmitt slík lög til flutnings? Er það ekki í samraemi við smekk alls þorra óheyrenda? Og fyrir hverja er simgið? Fyrir fjöld- ann, fyrir unnendur þjóðlaga og léttra smálaga, eða fyrir fáeina musikmenntaða, sem hafa skil- yrði til- að fá notð æðri tón- listar til hlítar? Svari menn sem þeim sýnist, hver fyrir sig. Vissulega væri ekki úr vegi að kóramir tækju við og við fyrir veigameiri verk, en fram hafa komið nú, en þó skyldi með fullri gát út á þá braut stigið. Mjög er vafasamt, að það skap- aði kórunum auknar vinsældir, né færði þeim aukna aðsókn, að ráðast í flutning stórra tón- verka, enda þótt fræg væru og eftir mikla meistara sem sízt skulu þó vanmetnir, jafn dýrar gjafir og þeir hafa fært mann- heimi. En músiksmekk almenn- ings verður ekki svo auðvelt að breyta í skjótri svipan og kór- arnir (karlakórarnir) verða ekki í einu vetfangi rifnir upp úr þeim söngmáta, sem þeir hafa tileinkað sér um áratugi, en sem nú er talinn staðnaður og allt að því óhæfur. En vissu- lega mætti breyta eitthvað til — hann dragi sig í hlé — inn í þagnarskelina ásamt öðrum bræðrum? En enginn karlakór fellur við hið fyrsta högg — eða þá er lítil karlmennskulundin. En hörð „kritik" er beizkur kaleikur fyrir þá, sem eru henni óvanir. En við brýning- una skyldi hærra stefnt. — Kvennakórar, þeir munu eiga sér framtíð, enda þótt sumir segji, að þeir fari ekki óneydd- ir inn í þann sal, þar sem ein- tómar konur halda konsert. En skylt er að muna, að þró- un listar hefur löngum verið þrautum háð. Og það lögmál á ekki að brjóta með því að slaka á. — Lagaval karlakóranna hér á. Akureyri á nýafstöðnum konsertum þeirra, hefur sætt hörðum dómi gagnrýnanda og æfður og hárfínn. Dómarnir um hann hafa líka — að miklum meirihluta, verið lofsamlegir. Það er vel, því að það er virð- ingarvert menningarátak hjá þessum fjörutíu konum, sem margar hverjar eru önnum kafnar húsfreyjur, að vinna sönggyðjupni svo vel, sem raun ber vitni. Megi vegur þeirra og vinsældir verða í samræmi við grunninn sem þær hafa þegar lagt. En einnig þær verða að vaka vel á verði og gjöra kröfur til sjálfra sín í samræmi við þá einkunn, sem þær hafa hlotið nú. Ég játa af sannfæringu, að ég naut þess ríkulega að hlusta á kórana — alla og vil flytja þeim og söngstjórum þeirra og undir leikurum fyllstu þakkir. Það góða ævintýri hefur gerzt, að borizt hafa utan úr heimi hingað til tíu þúsund manna bæjar á norðurhjara, Söngfélagið Gígjan. — Myndin tekin í fyrravor. fást við fjölbreyttari viðfangs- efni. En slíkt myndi bezt gjör- ast með blönduðum kór, eins og réttilega hefur fram komið. Blandaðir kórar hafa mun meiri möguleika á að ná virkum árangri á víðari vangi og eru fyrir margra hluta sakir full- komnastir og ánægjulegastir. En þrátt fyrir þessa stað- reynd, eiga sérkórar fyllsta rétt á sér. Enda mun dagur karla- kóranna ekki úti. Áður verður mikið vatn til sjávar runnið. Og til hefur borið, að íslenzkir karlakórar hafa unnið landi sínu sæmd. Ekki mun lengra síðan en í fyrra, að Karlakór- inn Vísir á Siglufirði fór utan og aflaði sér í þeirri för viður- kenningar fyrir söng sinn. Ekki hefur rödd hans látið illa í eyr- um erlendra. Og nú fer þessi sami kór sigurför um Reykja- vík og víðar. Fólk fyllir húsin, hvar sem hann kemur fram. Myndu slíkir ekki eiga sér til- verurétt? Svar almennings verð ur jákvætt. Minnast má þess einnig, að skammt er síðan að Karlakór Akureyrar fór út fyr- ir landsteinana, og hélt sam- söngva víða og hlaut lof fyrir í miklum meirihluta dóma gagn- rýnenda. Hvemig má það svo ske, að þessi sami kór sé allt í einu orðinn svo slæmur, að þeg ar hann nú syngur heima - á Fróni fyrir samborgara sína, þá fær hann þann dóm, að menn- . ingarframlag hans sé ekki meira en það, að einu gildi að ýmissa fleiri. En margir eru og hinir, sem mun reynast örðugt að undirstrika þetta og sam- þykkja. Og það skal játað án kinnroða, að mitt músikskyn er mátt gjöra enn betur. Full- komnari var samstilling Gígju- t. d. ekki merkilegra en það, að ég hefi jafnamesta ánægju af smálögum, eins og ýmsum þeim, sem voru á söngskrá þessara kóra. Og ekki gat ég betur heyrt, en að þau — mörg hver væru vel túlkuð, og áreiðanlega var hlutur einsöngvara yfirleitt góður. En vinnubrögð verður að vanda og efalítið hefði víða kórsins. Hann var sérlega vel þrír viðurkenndir tónlistar- menn og starfa hér nú samtímis. Koma þeirra Sigurðar Demetz Franzsonar, Jan Kisa og Philip Jenkins til Akureyrar hlýtur að mega teljast jákvæð fyrir menn ingu bæjarins, og við höfum áreiðanlega ekki efni á að van- meta slíkt. Kórarnir hér hafa notið þjálfunar, stjórnar og sam vinnu þessara ágætu manna og færi að líkum, að það kæmi ein hversstaðar fram. Samt er að heyra á dómum sumra þeirra, er sótt hafa á þessu vori konserta kóranna, að karlakór- arnir hafi sjaldan verið í öðrum eins öldudal, þrátt fyrir það, að þeir hafa á að skipa mörgum' ágætinn röddum, einstöku svo, að með mikilli þjálfun og hag- kvæmum skilyrðum, myndu, þær á heimsmælikvarða vel metnar. Hvar liggur þá veilan? í of lítilli æfingu, linum vinnu- brögðum, of lítilli kostgæfni, ónægri samstöðu? Vísast að ein hverju leyti í þessu öllu. En myndu svo ekki þessir nei- kvæðu dómar eiga rót sína í einskonar sefjun áheyrenda? Einn ymprar á því við sessu- naut sinn eða samfylgdarmann, að eitthvað fari úrskeiðis, annar herðir á aðfinnzlunni, og svo er því slegið föstu að þetta og þetta sé afleitt. Þannig eru högg in greidd, eitt af öðru, en mörg eru þau út í vindinn slegin og meiða því varla neina — nema þá sem slá. Sumir virðast ekki eiga sér neina sjálfstæða sann- færingu eða skoðun ,en láta stjórnast af því, sem að þeim er hvíslað, og eru þannig sífellt bergmál af öðrum. Þannig verð ur sefjunin til. Kórarnir hér á Akureyri, sem nú eru í sviðs- ljósinu vegna nýafstaðinna sam söngva sinna, hafa allir lagt margt gott af mörkum og munu gjöra það á komandi tíð. Fyrir það verðskulda þeir viðurkenn- ingu og þakkir, fremur en —• að út og suður séu bornar sög- ur um litla reisn þeirra, laus- lopalega stjórn og lélega list- túlkun. Auðvitað er skylt að benda á það, sem miður fer. Ein hliða lof er ekki heldur eftir- sóknarvert. Það getur einmitt verið varhugavert og er löng- um væmið. Sú gagnrýni, sem er með sætubragði er gagns- laus. En hóf verður að hafa á henni, sem öðru, svo að ekki missi marks. — Söngvarnir eru hljóðnaðir um sinn. Þegar ómar lokalagsins hjá Karlakór Akur- eyrar, Gígjukórnum og Geysi dóu út, mun einhver hluti áheyrenda hafa verið óánægður og vonsvikinn. En á annan veg eru þeir ótaldir — hinir, sem hurfu heim með sál sína fulla af söngvasælu og þakkarþeli. — Og þeir munu, hér eftir, sem hingað til halda vörð um það fólk, sem sönginn iðkar — sér og öðrum til ánægju og menn- ingarauka. — Þeir vita sem er, að það að koma í hlað á hvítum gæðingi færandi gjafir er virk- ur þáttur í fegurð lífsins — og fellur aldrei úr gildi. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. N Sólborg mun faka til sfarfa nú í hausl SL. MIÐVIKUDAG minntist Styrktarfélag vangefinna á Ak- ureyri 10 ára afmælis síns. Skýrði framkv.stj. félagsins þá frá því að Sólborg, dvalarheim- ih vangefinna, myndi taka til starfa nú í haust — og mun AM geta nánar frá starfssögu hins merka félags í næsta blaði. Á 10 ára afmælisdaginn færði Júdit Jónbjörnsdóttir kennari félaginu 100 þús. kr. gjöf til minningar um frú Signýju Hjálmarsdóttur, Bergi í Aðal- dal. Skal sjóðurinn heita Vinar höndin — og tilgangur hans að vera þessi: „a. Að stuðla að aukinni sér- hæfingu og þroska vistfólks á heimilinu Sólborg, Akureyri, sem að dómi forstöðumanna og kennara, hefur þörf fyrir áfram haldandi nám og þjálfun til að verða virkir þjóðfélagsþegnar. b. Að styrkja sérhverja þá fræðslustarfsemi, sem sérfræð- ingar telja þörf á, þ. á. m. kaupa á nauðsynlegum tækjum til kennslu, svo og til hljóðfæra- kaupa og fleira. d. Að taka þátt íkostnaði við sérmenntun hjúkrunarfólks vegna starfa við heimilið, svo og annars umsjónarfólks, sem sérþekkingu þarf vegna starfs- ins.“ Tekjur sjóðsins skulu vera almennar gjafir og áheit, minn- ingargjafir, merkjasölur og fl. Fé úr sjóðnum má veita eftir að höfuðstóll hans hefur náð einni milljón króna, en stjórn Sólborgar er jafnframt sjóðs- stjórn. Framkvæmdastjóri og stjómarmenn þökkuðu Júdit gjöfina og báðu jafnframt fyrir þakkir til annarra, er fært hafa heimilinu gjafir. i

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.