Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.10.1969, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 03.10.1969, Blaðsíða 4
pjm Ritstjóri: SIGURJÓN JÓHANNSSON (ób.). Útgeíandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Aígreiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9, II. hæð, sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.i., Akureyri ALÞÝÐUMAÐURINN Jp»IIIIIIIMUMHHHHMHHHHHHMIMIMMHMMIHHHMMMHIIMMIMHHIMMMIHHHHHIIIII»MHMIIIIMMMMMHIIIIIHHJn. I I | Sameining - en ekki sundrung | | I NÝAFSTÖÐNUM þingkosningum í Noregi og I I Vestur-Þýzkalandi unnu lýðræðissósíalistar (jafnaðar- i | menn) glæsilegan sigur, sem athygli hefur vakið um | | allan heim — og skoðanakannanir sem fram hafa farið [ | í Svíþjóð bera þess merki að fylgi Alþýðuflokksins þar | | hafi enn aukizt, en sem kunnugt er unnu jafnaðar- | I menn þar í landi stórsigur í síðustu kosningum. En § | nú um þessar mundir fara fram í sænska Alþýðuflokkn i | um formannsskipti. Tage Erlander, sem leitt hefur | | flokkinn farsællega í 23 ár, lætur að eigin ósk af störf- | 1 um, ekki einungis formennsku flokksins, heldur einn- | | ig af starfi forsætisráðlierra. = | VIÐ starfi hans tekur Olav Palme, er verið hefur að § | undanförnu menntamálaráðlierra í ráðuneyti Erland- 1 | ers, róttækur jafnaðarmaður, sem ófeiminn hefur tek- i 1 ið þátt í kröfugöngu í mótmælaskyni við styrjöldina I i í Vietnam. i SIGURGANGA lýðræðissósíalista í Noregi og Vestur- i Þýzkalandi hljóta að vekja alla þá er aðhyllast þá § stjórnmálastefnu hér á landi til alvarlegrar umhugs- | i unar, er verður vonandi þess valdandi að lýðræðis- I ; sósíalistar hætti að skemmta skrattanum andstæðing- i um sínum til hagsbóta. EN ÞVÍ miður af sjónarhóli dagsins í dag, er það stað- | reynd að íslenzk alþýða, sem af yfirgnæfandi meiri- | hluta aðhyllist lýðræðissósíalisma og einnig róttækir | I menntamenn hafa aldrei verið jafn sundraðir sem nú. | Alþýðubandalagið, sem átti á sínum tíma að sanna það | | að sósíalismi á vegum einræðis og lýðræðis ættu sam- | leið, eru nú rjúkandi rústir einar. Tilraun sem hinn | I dugmikli og kappsfulli jafnaðarmaður Hannibal | Valdimarsson átti að vita af fyrri samskiptum við | kommúnista að hlaut að mistakast. í ÞESSU sambandi langar mig af gamni mínu að segja I | frá skoðun norsks jafnaðarmanns frá Tromsö, er heim- I sótti ritstjórnarkompu AM núna í sumar. Hann sagði: | j „Mér finnst Bratteli (formaður norska Alþýðhflokks- | ; ins) vera of mikið til hægri. En hjá þeim er aðhyllast i lýðréðissósíalisma hlýtur oft að koma fram skoðana- | j mismunur, það tilheyrir jafnaðarstefnu sem afneitar i I einræði en hyllir frjálsa skoðanamyndun. SF-flokkinn [ j mun ég ekki kjósa, þótt skoðanaágreiningur ríki milli = j mín og Brattelis, það þýddi að ég vildi áframlialdandi i j borgaraflokksstjórn,-í lieimalandi mínu.“ | I j HJÁLPARHELLA borgaraflokkanna í Noregi, SF- i j flokkurinn, var þurrkaður út úr Stórþinginu. „Hægri“ i j og „vinstri“ kratar sameinuðust um að hnekkja sam- i | einuðu veldi borgaraflokkanna — og mjóu munaði aði | | það tækist. 1 | UNDIRRITAÐUR er það bjartsýnn, að upp úr rjúk- i | andi rústum Alþýðubandalagsins gerist það góða æviiv | | týri á íslandi, að jafnaðarstefnan verði sterkasta aflið i | í stjórnmálum íslands eftir næstu kosningar. Alþýðu- | flokkurinn á af einurð, heiðarleika og festu að gefa I rásmerkið að svo verði. Núverandi stjórnarsamstarf = má gjaman rofna, ef það er þröskuldur í vegi fyrir | sameiningu jafnaðarmanna á Islandi. — s. j. IIJHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHIHIHHHHHIHHHIIIIIIHHHHHHHHHHHHHIHHHHHHHHHHHHHHHHHHH? ÞAKKIR FRÁ RICHARD BECK. AM barst fyrir nokkru bréf frá dr. Richard Beck — og um leið og blaðið birtir kafla úr því, vill það nota tækifærið og þakka höfundi fyrir hlý orð og scndir honum og konu hans hlýjar vinarkveðjur vestur um haf. Góði vinur. Beztu þakkir ánægjulegan samfund í isumar. Þakka þér einnig fyrir að senda mér Al- þýðumanninn, en eitt blað beið okkar á þriðjudagskvöldið (12. ágúst) er við komum heim til okkar úr ógleymanlegri ferð okkar til ættjarðarinnar. Ann- að blað (frá 8. ágúst) kom í gær, meðal annars með hinu prýðilega og framúrskarandi vinsamlega viðtali við mig. Fyr ir það þakka ég einlæglega í nafni okkar hjónanna. Okkur þótti myndin, sem með fylgdi einnig mjög góð. Mér þykir vænt um að fá blaðið og les það mér dl ánægju og fróðleiks. Já, þessi heimför okkar hjóna var þannig í alla staði, að hún hitar okkur um hjartarætur til daganna enda, eins og ég sagði í kveðjuorðum núnum í Ríkis- útvarpinu 31. júlí I heimleiðinni dvöldum við nokkra daga í Winnipeg í heimsókn hjá ætt- SPURT SÉÐ TtqrY WRAf) bcmwJflL JmI JBCSéí ðdC'<Srm ingjum og vinum, og flutti ég eins og til stóð ræðu á íslend- ingadeginum að Gimli þann 4. ágúst og bar kveðjur að heiman og sagði stuttlega frá ferðinni. Féllu þær kveðjur í frjóa jörð, en dagurinn var fjölsóttur. Síð- an vorum við nokkra daga í hinni gömlu heimaborg minni, S Grand Forks, og vorum þar við stödd skólaslit sumarskóla Ríkis háskólans í N.-Dakota, en þar var ég liáskólakennari í norræn um fræðum í 38 ár — og eigumi við hjónin þar fjölda vinafólks. Með stuttri viðkomu I Winni- peg, lá leiðin síðan hingað til Victoria, og þá vorurn við kom- in HEIMAN HEIM. Með innilegri kveðju og beztu óskum frá okkur hjónum báð- um. — Þinn einlægur. Richard Berk. AÐEINS EINN BRUNAHANI VIÐ SíS -VERKSMIÐJURNAR Kunnugir hafa tjáð blaðinu, að aðeins einn brunahani sé staðsettur í verksiniðjuhverfi SIS á Gleráreyrum. Er þetta forsvaranlegt? því að hér er sannarlega mikið í húfi ef elds- voða ber að höndum, eins og sannaðist bezt í eldsvoðanum í vetur. Þá kom glöggt í ljós aðl á Glerá er lítt eða ekkert að byggja í frosthörkum, þá liún er bundin í klakaviðjar. SÍS- verksmiðjurnar eru alltof dýr- (Framhald á blaðsíðu 7) MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. (Ath. breyttan messu- tíma). Sálmar nr. 574 — 534 — 355 — 674 — 582. — P. S. SUNNUDAGASKÓLI Akur- eyrarkirkju hefst á sunnudag inn 5. okt. kl. 10.30 f. h. Öll börn velkomin. Börn innan skólaskyldunnar eru í kapell- unni, en eldri börn í kirkj- unni. Óskað eftir bekkjar- stjórum úr 6. bekk barnaskól anna og 1. bekk Gagnfræða- skólans, og þeir beðnir um að ' mæta kl. 10 f. h. á sunnudag- inn. — Sóknarprestar. FÍLADELFÍA, Lundargötu 12, tilkynnir. Sunnudagaskólinn byrjar sunnudaginn 5. okt. kl. 1.30 e. h. Öll börn eru vel- komin. — Almennar samkom ur eru hvern sunnudag kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. — Fíladelfía. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudaginn 5. okt. byrjar vetrarstarfið. Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn velkomin. Samkoma kl. 8.30 e. h. Lesið verður úr bréfum frá Skúla Svavarssyni kiþstniboða. Björgvin Jörgenson talar. Tekið á móti gjöfum til kristniboðsins. Allir hjartan- lega velkomnir. — Kristni- boðsfélag kvenna, KFUM og K. FRÁ vinnustofunum í Kristnesi Vinnustofum SÍBS að Krist- nesi bárust nýlega krónur .10.000.00 að gjöf frá manni, sem ekki vill láta nafns síns getið. Eru hér með færðar beztu þakkir fyrir þetta fram lag. — Stjórn vinnustofanna. AÐ ALS AFN AÐARFUNDUR Akureyrarsóknar verður að lokinni guðsþjónustu í kirkj- unni 12. okt. n. k. FRA SJÁLFSBJÖRG. Skrifstofa félagsins í Bjargi verður til ára- móta opin frá 9—12 fyrir hádegi. MÁNUDAGA. Fundur fyrir drengi kl. 5.30 e. h. (9—12 ára). Miðviku- daga. Fundur fyrir pilta kl. 8 e. h. (13 ára og eldri). FIMMTUDAGA. ÍFundur fyrir telpur rkl. 5.30 e. h. (9—12 í£Jára) og fyrir stúlkur kl. 8 e. h. (13 ára og eldri). Biblíulestrar annan hvern föstudag kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. FRÁ SJÁLFSBJÖRG. Ágætir félagar! Fönd- urstarfið hefst mánu- daginn 6. okt. kl. 7.30. Nú er eindregið skor- að á ykkur að mæta í Bjargi á mánudagskvöldum sem allra flest og undirbúa mynd- arlegan bazar fyrir jólin. — Athugið breyttan tíma. — Föndurnefndin. AKUREYRINGAR! Laugardag inn 4. okt. n. k. munu konur frá Kvennasambandi Akur- eyrar gangast fyrir fjársöfn- un til kvensjúkdómadeildar Landsspítalans. Er þess vænzt að bæjarbúar styðji þetta mikla nauðsynjamál íslenzkra kvenna. — Fjáröflunarnefnd- in. BERKLAVARNADAGURINN er næsta sunnudag, 5. okt. Þá verða seld merki dagsins og blaðið Reykjalundur. Merkin eru númeruð og vinningar 20: Fimm Blaupunkt sjónvarps- tæki og 15 ferðaútvörp. — Berklvörn treystir á góðar undirtektir bæjarbúa nú eins og jafnan áður. MINJASAFNIÐ er opið á sunnudögum kl. 2 til 4 e. h. Tekið á móti skólafólki og ferðafólki á öðrum tímum ef óskað er, Sími safnsins er 1-11-62 og safnvarðar 1-12-72 HARPAN heldur muna- og kökubazar að Laxagötu 5 sunnudaginn 5. október kl. 4 e. h. Komið og gerið góð kaup. — Nefndin. HJÓNAEFNI. Þann 10. sept. sl. opinberuðu trúlofun sína ung frú Þorgerður Guðlaugsdótt- ir, Munkaþverárstræti 23, og Halldór Jónsson, Norður- götu 11. HJÓNAEFNI. Þann 1. sept. sl. opinberuðu trúlofun sína ung frú Guðbjörg Ragnarsdóttir, Álfabyggð 6, Akureyri, og Ólafur Hermannsson, Norður götu 58, Akureyri. BRÚÐKAUP. Laugardaginn 27. sept. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju brúðhjónin ungfrú Jónína Þuríður Helgadóttir ljósmóð- ir, Húsavík, og Sigurður Við_ ar Sigmundsson íþróttakenn- ari. Heimili þeirra verður að Laugaskóla, Reykjadal. — Ljósmyndastofa Páls.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.