Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.10.1969, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 03.10.1969, Blaðsíða 5
Bókaútgáfa á Akureyri í liaust og í vetur BLAÐIÐ leitaði sér upplýsinga hjá bókaútgefendum, hvaða bækur myndu koma út í haust og vetur — og birtir AM hér á eftir þær upplýsingar er veittar voru. Þrjár bækur hjá Skjaldborg s.f. Höfundar aliir Akureyringar. Svavar Ottesen og Haraldur Ásgeirsson eigendur Skjald- borgar tjáðu, að á vegum þeirra kæmu út að þessu sinni 3 bæk- ur og eru höfundar allir Akur- eyringar. Bækur Skjaldborgar að þessu sinni eru, Hrakfallabálkur Hún vetninga í 300 ár, eftir Rósberg G. Snædal rithöfund, og er um fyrri hluta ritverks höfundar að ræða, er nær frá 1601—1850. Rósberg G. Snædal. Segir í bókinni frá dauðsföllum og slysförum í Húnaþingi. Er hér um merkilegt heimildarrit að ræða, sem höfundur hefur lagt í rnikla vinnu. Olgandi blóð, skáldsaga eftir Hönnu Brá, akureyrska stúlku, er önnur útgáfubók Skjaldborg ar. Þetta er fyrsta skáldsaga höf undar, nútímasaga, frásögn djörf og tæpitungulaus og mun hún óefað vekja verðskuldaða athygli lesenda. ' Þriðja bók Skjaldborgar nefn jst Ríki betlarinn, barna- og unglingabók eftir Indriða Úlfs- son skólastjóra. Sögupersónur eru hinar sömu og í Leyniskjal- inu, er út kom eftir höfundinn í fyrra og naut mikilla vin- sælda. Svavar og Haraldur sögðu að þeir hefðu gjarnan hafa viljað gefa út fleiri bækur, m. a. hefði þeim borizt 2 önnur handrit, einnig eftir Akureyringa, en því miður sökum fjármagnsskorts ihefðu þeir ekki talið sér fært að ráðast í meiri bókaútgáfu á þessu hausti. ! | Árni Bjarnarson bókaútgefandi gefur út 3 bækur. Árni Bjarnarson gefur út 3 bækur á þessu hausti. Ber fyrst að telja Ævisögu Jóns Bjarnasonar fyrsta ís- lenzka prestsins í Vesturheimi. Er bókin skrifuð af séra Run- ólfi Marteinssyni í Winnipeg. Er hér um mikið ritverk að ræða, hátt á fjórða hundrað blaðsiður, í.stóru broti. Þá gfeur Árni út 2 barnabæk ur í ljóðum eftir Valdemar Hólm Hallstað á Húsavík. Þá hefur Árni sýnt það fram- tak að láta Ijósprenta 3 gamlar bækur. Spilabók, sem mun vera sérstæðasta bók sinnar tegund- ar, er hún prentuð í Prent- smiðju Norður og Austuramts- ins árið 1858. Hinar eru íslend- ingadrápa eftir Þorleif Jónsson prentuð 1884, og Nýja ísland í Kanada prentuð 1875. Þá kvað Árni að íslenzk ástarljóð, er út kom 1949 væri nú fyrir löngu uppseld — og hefði hann í hyggju að láta Ijósprenta hana. Margt góðra bóka hjá BOB. Bókaforlag Odds Björnssonar gefur að vanda út margt góðra bóka og í ár ber þar hæst hið gríðar mikla og vandaða rit- verk Gunnars Bjarnasonar á Hvanneyri, Ættbók og saga íslenzka hestsins á 20. öld. Bók þessi, sem er hátt á fjórða hundr að blaðsíður í stóru broti, hefur að sögn Geirs S. Björnssonar, verið á þriðja ár í undirbúningi og prentun, og var upphaflega ráðgert að bókin kæmi út snemma á þessu ári. En þá var ákveðið að bæta við öllum skráðum stóðhestum fram til ársins 1969 og hefur nú auk þess verið samin umfangsmikil nafnaskrá baeði yfir öll manna- nöfn og hestanöfn, sem koma fyrir í bókinni, og skipta nöfn- in mörgum þúsundum. Bókina prýða á fjórða hundrað ljós- myndir og mun hún verða mikill og góður fengur öllum hestamönnum. ALLT frá því á söguöld hafa Eiðar á Fljótsdalshéraði verið höfðingjasetur og höfuðból. Þar sátu merkir menn og mætar konur og þar var löngum prest- setur. Ei' fram liðu stundir varð staðurinn auðugur af löndum og lausum aurum og var þá nefndur Eiðastóll. Var það þriðji stóllinn í landinu, en áður voru fyrir Skálholts- og Hóla- stóiar. Árið 1883 ákváðu Múlasýslur að stofna búnaðarskóla fyrir Austurland. Var honum valinn staður á Eiðum, þar sem hann starfaði við ágætan orðstír til Af öðrum bókum, sem Bóka- forlag Odds Björnssonar gefur út á þessu hausti má m. a. nefna síðara bindi af endurminning- um Þormóðs Sveinssonar, Minn ingar úr Goðdölum, Ijóðabók- ina Bóndinn og landið eftir Pét ur Aðalsteinsson frá Stóru- Borg í Vestur-Húnavatnssýslu, Skjólstæðingar, dulrænar frá- sagnir eftir Guðlaugu Bene- diktsdóttur, en hún hefur þá sérstöðu, að hún er skygn og á þar af leiðandi víðari sjóndeild- arhring en almennt gerist. Flugstöðin heitir nýjasta skáldsagan eftir Arthur Hailey höfund hinna víðlesnu skáld- ársins 1918. Var þá um skeið sviptingasamt í skóla- og menn ingarmálum fjórðungsins, og var ákveðið að bjóða ríkinu Eiðaeignir að gjöf, með því skil yrði, að þar yrði rekinn alþýðu skóli fyrir Austurland. Sam- þykkti Alþingi íslendinga þessa málaleitan árið 1917. Þann 20. okt. árið 1919 var Alþýðuskólinn á Eiðum settur í fyrsta sinn. Gerði það nýskip- aður skólastjóri sr. Ásmundur Guðmundsson, síðar biskup. Eru því senn 50 ár liðin frá upp hafi starfs Alþýðuskólans. í fyrstu skólasetningarræðu sr. sagna Hinzta sjúkdómsgreining in og Hótel. Sagan gerist á ein- um stórhríðarsólarhring á stórri flugstöð í Bandaríkjunum og í stórri farþegaþotu. Atburðarás- in er mjög hröð og spennandi að sögn Geirs. Af barna- og unglingabókum má nefna GuIIroðin ský eftir Ármann Kr. Einarsson og Leyndardómar Lundeyjar eftir Guðjón Sveinsson. KEPPTU í SKÁK UM sl. helgi kepptu skákmenn frá Akureyri við lið frá Bún- aðarbankanum í Reykjavík og fór keppnin fram ó Blönduósi. Keppt var á 9 borðum og sigr- uðu liðsmenn Búnaðarbankans með 6 v. gegn 3. Daginn eftir fór fram keppni í hraðskák og lauk henni með sigri Akureýringa, hlutu þeir 84 stig gegn 78. í liði Búnaðarbankans voru margir þekktir skákmenn, má til nefna Jón Kristinsson, Braga Kristjánsson og Arinbjörn Guð mundsson. En þess má til gam- ans geta, að Jóhann Snorrason sigraði Braga Kristjánsson glæsilega, en þeir tefldu á öðru borði. í lið Akureyringa vantaði góða skákmenn, þá Halldór Jónsson og Jón Björgvinsson. Ásmundar segir m. a.: „Ný, sjálfstæð skólastefna á að verða til hér á landi. Að vísu munum við taka samskonar skóla með öðrum þjóðum til hliðsjónar, en við munum ekki leitast við að stæla þá. Hér á íslandi á ekki allt hið sama við og þar, yegna ólíkra staðhátta og þjóðarein- kenna. Við verðum að þreifa fyrir okkur hægt og hægt, kanna jarðveginn sem bezt, og byggja traust á þjóðlegum grunni, svo að hér rísi íslenzk- ur skóli, hold af ökkar holdi og bein af okkar beinum, nátengd- ur lífi og sögu okkar íslend- inga.“ Sr. Ásmundur lagði (Framhald á blaðsíðu 2) Alþýðuskólinn á Eiðum. "S Alþýðuskólinn á Eiðum 50 ára Merkisafmæli elztu menntastofnunar Austurl. STAKAN okkar J HÚN er landsfræg þessi vísa Egils Jónassonar á Húsavík — og vonar þátturinn að hann fornumi ekki vini sína á Rauf_ arhöfn með birtingu vísunnar. Farðu í rassgat Raufarhöfn. Rotni, fúli drullupollur. Andskotinn á engin nöfn, yfir öll þín forarsöfn. Egill mun hafa verið í vinnu á Raufarhöfn er hann orkti vísuna og mun sumum, og það að vonum, að hann kveða ekkert vel um vinnustað sinn — og fengið því nokkrar hnút ur fyrir. En Egill svaraði þannig. 1 • t Ég vinn fyrir mínum á mannlegan hátt, og matinn ég greiði að fullu. En ég get ekki lofað þann guðlega mátt, sem gerir mann löðrandi af drullu. Þátturinn eignar Agli einnig næstu vísu, sem er orkt í til- efni af merkisafmæli Friðriks pósts á Helgastöðum. Póstur aldrei finnur frið. Fótum vill hann tifa. Alveg fram í andlátið, ætlar hann sér að lifa. Og því ekki að ergja Egil enn meira með vísnahnupli. Maður hét Björn — og eftir vísunni að dæma hefur hann haft töluvert álit á sjálfum sér, jú og líka aðrir á honum. ■t Ef að einhver eignast börn, undir eins skira lætur Björn, Björn, Björn, Björn, Bjöm, Björn, Björn bæði syni og dætur. Egill sendir þættinum von- andi mergjaðar skammarvís- ur, ef þessar stökur eru rang- feðraðar. Er ekki gott að hugsa til vors í hríðarfjúki á haust- I; dægri. Guðmundur E. Geirdal kveður svo. i Vorsins dýrð á dularmál, djúpt og ríkt af óði. Er því von að vökusál verði margt að Ijóði. En næst kemur haustvísa eftir Halldóru B. Björnsson. Fölnar bráin foldarranns fellur strá á mónum. Hljóðnar þráin, hugur manns hvíslar í lágum tónum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.