Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.10.1969, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 03.10.1969, Blaðsíða 1
VerzUS 1 sérverzlun. ÞaS tryggir gæSin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Simi 12820 ALLT TIL MATARGERÐAR VERIÐ VELKOMIN EYRARBÚÐIN - opið til kl. 20-00. FRAMKÖLLUN — KOPIERING HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 PEDROM YNDIR Akureyri ^000« , 39. árgangur — Akureyri, föstudaginn 3. okt. 19G9 — 24. tölublað ■ Fjölbreytt tónleikaskrá TA í vetur VETRARSTARFSEMI Tónlist- arfélags Akureyrar er nú að 'hefjast og verða 1. tónleikar á vegum þess n. k. mánudag kl. 9 í Borgarbíói og er það hinn þekkti norski óperusöngvari Olav Eriksen sem syngur við undirleik Árna Kristjánssonar. Næstu tónleikar T. A. verða jólatónleikar Jóhannesar Vig- fússonar, ungs og efnilegs píanó leikara héðan úr bænum, sem stundað hefir nám í Sviss undan farin ár. Þriðju tónleikar félagsins verða að öllum líkindum seint í janúar og er þá fyrirhugað að hingað komi japönsk listakona, þekktur fiðluleikari. Loks er í athugun að koma hér á fjölbreyttu söngvara- kvöldi í marzmánuði. Styrktarfélagar Tónlistarfé- lagsins vitji aðgöngumiða sinna í Bókaverzl. Huld frá föstudegi til hádegis á mánudag. Verði þá einhverjir miðar ósóttir verða þeir seldir öðrum. Borholur og stöðvarhús, yfirlitsmynd. Fyrsta jarðgtxfuaflstöð íslands senn tekin í notkun SAMKVÆMT upplýsingum er AM fékk hjá Knúti Otterstedt raf- veitustjóra, mun jarðgufuaflstöðin í Bjarnarflagi verða tekin í notkun í næstu viku, þó ekki með fullum afköstum, því að enn skortir jarðgufu til slíks og á þessu stigi málsins væri eigi vitað hvenær sú viðbótarorka yrði leyst úr Iæðingi. í tilefni þessa merkis viðburðar birtir AM hér á eftir grein um gufuaflstöðina í Bjarnar- flagi eftir Svein S. Einarsson verkfræðing, er birtist í tímaritinu Iðnaðarmál. anir voru lagðar á hilluna, þeg- ar Búrfellsvirkjun var ákveðin. Þegar borað var eftir jarð- gufu vegna reksturs Kísiliðj — unnar í Bjarnarflagi, kom í ljós ■sNN* f “S Þingeyingar mófmæla enn - en Laxár virkjunarstjórn svarar meS úfboðsaug- lýsingu varðandi Gljúfurversvirkjun í SÍÐASTA blaði birti AM útdrátt úr greinargerð frá Laxárvirkj- unarstjórn, þar sem andmælt var mótmælum ýmissa félagasam- taka, er mótmælt var fyrirhugaðri Gljúfurversvirkjun. Nú hefur blaðinu borizt svar til Laxárvirkjunarstjórnar frá andmælendum virkjunarinnar. Er hér um langa grein að ræða, sem blaðið getur ekki rúmsins vegna birt í heild. ber 1955 var vatnsmagn Svarár hjá Bjarnastöðum 19.6—20.0 m-'Vsek. á móti 55—57 m;!/sek. heildarvatni í Skjálfandafljóti hjá Fosshóli á sama tíma. Sam- anber „íslenzk vötn.“). Það (Framhald á blaðsíðu 6). í síðustu viku marzmánaðar 1969 var raforka, framleidd með jarðgufu, flutt til notenda hér á landi í fyrsta sinn, en þá fóru fram prófanir véla í jarðgufu- aflstöðinni, sem Laxárvirkjun hefur reist í Bjarnarflagi við Mývatn. Mönnum hefur lengi verið Ijóst, að í jarðgufusvæðunum ís lenzku er fólginn gífurlegur forði ódýrrar orku, og því hafa þeir, er unnið hafa að jarðhita- málum, haft mikinn hug á því að byggð yrði jarðgufuaflstöð í landinu, þannig að landsmenn fengju reynslu af rekstri slíkra stöðva. Á árunum 1960—63 voru gerðar áætlanir um bygg- ingu jarðgufuaflstöðvar í Hvera gerði á vegum Raforkumála- stjórnarinnar, en þær fyrirætl- Sveinn R. Einarsson. hærri hiti en menn höfðu áður mælt í borholum hérlendis, eða 270—280 gráður-C. Vorið 1967 vakti höfundur þessara lína at- (Framhald á blaðsíðu 7) Getur haft áhrif á hag 300 bænda. í greinargerðinni segir orð- rétt: 1. í þeim 6 hreppum í Suður- Þingeyjarsýslu, sem fyrirhugað ar breytingar á vatnasvæðum Laxár og Skjálfandafljóts snerta, búa nú yfir 300 bændur og gætu breytingarnar haft áhrif á hag flestra þeirra beint eða óbeint. «iiiiiiiiiii ii liiiiiimtiiiiiiiiui ii iiiiiii 111111111111 iiiiii>»i> | KJÖRDÆMISRÁÐS-1 IFUNDUR | | JAFNAÐARMENN í Norð- í | urlandskjördæmi eystra, at- | 1 hugið. Kjördæmisráðsfund- i § urinn verður haldinn í félags i i heimilinu að Strandgölu 9, i i Akureyri, dagana 25.—26. i i október n. k. Þess er vænst i i að jafnaðarmenn í kjördæm- i i inu fjölsæki á fundinn. Frá i i tilhögun dagskrár o. fl. verð- i [ ur nánar frá skýrt í næsta i i blaði. i • • •< i ■ i ■ ■ 111 ■ 111 • 11 ■ 11 ■ 11 ■ ■ ■ i ■ i i ■ ■ ii 11 ■ ■ ■ ■ ■ i ■ 111111 ■ ■ 2. Vatnasvæði Skjálfanda- fljóts nær til Aðaldæla, Reyk- dæla, Ljósavatns og Bárðdæla- hrepps. Skjálfandafljót er fisk- gengt frá sjó um 30 km. veg fram að fossum við Þingey, á því svæði hefur silungsveiði og nokkur laxveiði verið stunduð. frá ómunatíð fyrir landi fjöl- margra jarða. Með því að gera laxgengt fram fyrir fossa bætist við allt að 60 km. vatnasvæði í Bárðardal. Slík fiskvegargerð er ekki talin kostnaðarsöm og þegar hefur verið kosin nefnd veiðiréttareigenda, sem vinnur að undirbúningi fyrir stofnun veiði- og fiskræktarfélags fyrir allt vatnasvæðið. Skjálfanda- fljót er jökulá mjög blandað bergvatni og verður alltært þegar jökulleysingar eru litlar. Svartá með Suðurá eru megin bergvatnsárnar, sem falla í Skjálfandafljót. Það er kunnugt frá fornu fari að veiðin í Skjálf andafljóti, hvort sem stunduð var með netum eða stangveiði, var við það bundin að fljótið væri hreint, það er að berg- vatn væri þar yfirgnæfandi. (Eftir vatnamælingum í októ- Skipulagsnefnd bæjarins sefur á tillögum frá íþrótfaráði í tvo mánuði - Akureyri 30. sept. S. J. Á bæjarstjórnarfundi í dag upplýstist það að skipulags- nefnd Akureyrarkaupstaðar hefur lúrt á tillögum frá fþróttaráði bæjarins í 2 mán- uði varðandi tillögur ráðsins að svæðið sunnan sundlaug- anna yrði skipulagt, en íþrótta ráð hafði einróma mælt með því að á þessu svæði yrði kom ið upp vélfrystu skautasvelli — og framkvæmdir yrðu þeg- ar hafnar á þessu sumri. í dag fyrir bæjarstjórnarfundinn rumskaði skipulagsnefnd loks ins við sér — og varð niður- staða hennar sú, að eigi væri búið að skipuleggja svæðið og hið vélfrysta skautasvell virð- ist því enn vera fjarlægur draumur í bæ þeim sem kjör- inn hefur verið miðstöð vetrar íþrótta á íslandi. Á bæjarstjórnarfundinum gagnrýndu þeir Þorvaldur Jónsson og Gísli Jónsson þenn an seinagang og vildu að þeg- ar í stað yrðu hafnar fram- kvæmdir við skautasvellið. En skoðanir þeirra hlutu ekki náð fyrir augum meirihluta bæjar stjórnar og var samþykkt að vísa málinu til bæjarráðs. Að- eins 3 bæjarfulltrúar greiddu atkvæði móti þeirri málsmeð- ferð, Gísli Jónsson og báðir fulltrúar jafnaðarmanna, Þor- valdur Jónsson og Valgarður Haraldsson. Ráðgert er að halda hér í vetur vetrarhátíð í íþróttum og mun íþróttaráð hafa verið búið að ganga frá drögum að dagskrá þeirra hátíðahalda, en sýnt er að skipulagsnefnd bæj arins hefur komið í veg fyrir það með „svefni" sínum að boðlegt svæði varðandi skauta íþróttina verður ekki fyrir hendi. Mun mörgum finnast það allóréttlátur löðrungur í garð akureyrsks íþróttafólks á þessu sviði, eða hvert er álit Skautafélags Akureyrar? því að einmitt í þessari íþrótta- grein hafa Akureyringar náð hvað lengst á sviði iþrótta á landsmælikvarða. Já, og til hvers eru ráða- menn bæjarins yfirleitt að hafa á vegum sínum íþrótta- ráð, úr því að skipulagsnefnd er látið líðast það að hunza tillögur þess með tveggja mánaða svefni? Leiðarinn: SAMEINING - EN EKKI SUNDRUNG

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.