Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.10.1969, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 03.10.1969, Blaðsíða 6
- Þiiigeyinga mótmæla Gljúfurversvirkjun (Framhald af blaðsíðu 8). verður því að líta svo á, að berg vatnið í Skjálfandafljóti sé al- ger grundvöllur fyrir möguleik um til velheppnaðrar fiskrækt- ar í því. Ráðgerðir flutningar vatns úr Svartá og Suðurá mundu eyði- leggja Svartá og Svartárvatn sem veiðivötn og því leggja í eyði Svartárkot, sem er mikil- vægur útvörður byggðar í Bárð ardal. í Svartá eru heimilisraf- stöðvai’, sem verðmætar eru fyrir viðkomandi bæi. 3. Við lítum svo á að það sé engan veginn nægilega rann- sakað hvaða áhrif fyrirhugaðir vatnaflutningar af Skjálfanda- fljótssvæðinu um Mývatnssveit í Mývatn og síðan Laxá kunna að hafa á engja- og beitilönd í Mývatnssveit og Mývatn sjálft og náttúruauðlindir þess. Eða á hinn bóginn hvað það mundi kosta að koma vatninu aðrar og hættuminni leið í Laxá. Við telj um, að það sé á allan hátt óverj andi að stofna í voða náttú'ru- auðlindum þeim, sem bundnar eru Mývatni, þær eru sérstæðar og óbætanlegar. Margir óttast að með auknum sandburði yrði vinnsla kísilleðju af botni Mý- vatns torvelduð og rekstri Kísil iðjunnar stefnt í voða. 4. Fyrirhuguð stífla í Laxár- dal, 57 m. að hæð, leggur undir vatn nær öll ræktunarlönd þeirra 12 lögbýla, sem þar eru nú og færu þau því í eyði og fólkið, sem þar býi’, á milli 50 og 60 manns, yrði að hverfa •þaðan. Lokaorð greinarinnar. En hvað sem öllum bollalegg- ingum um framkvæmdir við Laxá líður stendur eitt óhaggað og óumdeilanlegt frá okkar sjónarmiði, að Þingeyingar og Þingeyjarsýsla hafa átt frá ómunatíð fram á þennan dag hið dýrmætasta sköpunarverk — Mývatnssveit og Laxá. Þetta mikla meistaraverk guð legrar náttúru er bæði héraðs- búum og þjóðarheildinni jafn skylt að varðveita í sinni upp- haflegu mynd til ókomins tíma, a. m. k. þangað til að augu mannsins vilja ekki lengur sjá annað en ímyndaðan peninga- ágóða í snoturlegum búningi út reiknaðra áætlanagerða á skrif- borði. í þessu efni stendur þó enn óhaggað hinn sígildi gullvægi málsháttur: ,,Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Því viljum við á alvöruþrung inn hátt vara við afleiðingum af ráðgerðri Glj úfurversvirkjun. Staddir í Reykjavík, 4. september 1969. Hermóður Guðmundsson, Sigurður Jónsson, Vigfús B. Jónsson, Sigurður Þórisson, ! Teitur Björnsson. Svar Laxárvirkjunarstjórnar. Svar Laxái'virkjunarstjórnar við endurteknum mótmælum Þingeyinga eru þau, að nú hef- ur hún auglýst eftir tilboðum í fyrsta stigs framkvæmdir við Gljúfurversvirkjun. Nýkomið Há KVEN-KULDASTÍGVÉL KVENSKÓR - margar gerðir Svartir KARLMANNASKÓR SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL TILKYNNING FRÁ LANDSÍMANUM Á AKUREYRI Frá 1. október 1969 verða skrifstofur og inn- heimta landsínians á AKUREYRI ojjnar kl. 10 til 16 (10—4) alla virka daga en lokað á laugar- dögum. SÍMASTJfÓRINN. Reimaðir gúmmíklossar, vel fóðraðir, með riffluðum sóla. TELPUSTÍGVÉL - KVENSTÍGVÉL SKÓHLÍFAR - herra Hvítir ÍÞRÓTTASKÓR Póstsendum. SKÓBÚÐ KEA Bifreiðaverkstæði! - Bifreiðaeigendur! Vélaeigendur! Olíusíur OG loftsíur fyrirliggjandi í flestar tegundir bifreiða, vinnu- véla og bátavéla. ATH.: VERÐ HAGSTÆTT. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU. Verzlið við innflytjanda. BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ ÞÓRSHAMAR H.F. VARAHLUTAVERZLUN - SÍMI 1-27-00. Nýtt símanúiner: 2-16-55 ÁFENGIS- og TÓBAKSVERZLUN RÍKISINS. Útsalan á Akureyri. TILKYNNING FRÁIÐNLÁNASJÓÐI Stjórn Iðnlánasjóðs hefur ákveðið að skilafrestur umsókna um lán úr Iðnlánasjóði á árinu 1970 . skiuli vera til 31. október 1969. Lánsumsóknir skulu vera á þar til gerðum eyðu- blöðum, sem fást í Iðnaðarbanka íslands h.f., Reykjavík, og útibúum hans á Akureyri og í Hafnarfirði. Þess skal gætt, að í umsókn komi fram allar umbeðnar upplýsingar og önnur þau gögn, sem óskað er eftir, fylgi umsókninni. Samþykktar lánsbeiðnir þarf eigi að endurnýja og eigi helidur lánsbeiðnir, sem liggja fyrir óaf- greiddar. Reykjavík, 26. september 1969. STJÓRN IÐNLÁNASJÓÐS. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN ríkisins mmm Húsnæðismálastjórn hefur ákveðið að veita, á tímabilinu 1. október til 31. desember n.k. láns- loforð (fyrri hluta lán) til þeirra einstaklinga, sem áttu hinn 17. þ. m. fullgildar umsóknir hjá Hús- næðismálastofnun ríkisins, innkomnar fyrir 16. marz s.l., til íbúða, sem verða fokheldar á tíma- bilinu 1. ágúst til 31. desember 1969. Lánsloforð þessi koma til greiðslu frá og með 1. febrúar 1970. Húsnæðismálastjórn hefur einnig ákveðið að veita framkvæmdaaðilum í byggingariðnaðinum, sbr. 1. nr. 21, 27. apríl 1968, lánsloforð (fyrri hluta lán) til þeirra íbúða, sem þessir aðilar gera fokheldar á tímabilinu 1. ágúst til 31. desember 1969, enda skili þeir vottorðum þar um til stofn- unarinnar fyrir árslok og tjái sig samþykka skil- yrðum þeim fyrir lánum þessum, er greinir í téð- um lögum. Lánsloforð þessi verða veitt á tíma- bilinu 1. október til 31. desember n.ik., eftir því sem ldutaðeigandi byggingar verða fokbeldar, og koma til greiðslu eltir 1. febrúar 1970. Aðgefnu tilefni skal tekið fram, að einstaklingar, sem eiga óafgreiddar umsóknir um íbúðalán, fá nú ekki skrifleg sivör við umsóknum sínum. fyrr en lánsloforð eru veitt. Hins vegar geta umsækj- endur jafnan gengið út frá því, að umsókn full- nægi skilyrðum ef umsækjanda er ekki tilkynnt um synjun eða skriflegar athugasemdir eru gerðar af Húsnæðismálastofnuninni. Auk þess skal um- sækjendum bent á, að þeir geta að sjálfsögðu ætíð leitað til stofnunarinnar með fyrirspurnir vegna umsókna sinna. Reykjavík, 26. september 1969. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RlKISINS LAUGAVEGI77, SÍMI22453

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.