Alþýðumaðurinn - 02.12.1972, Qupperneq 5
Um Náttúrufrœðístofnun Norðurlands
NÝLEGA barst mér athyglisverð greinargerð frá Helga Hall-
grímssyni, forstöðumanni Náttúrugripasafnsins á Akureyri og
þótti mér greinargerð þessi gagnmerk og fékk leyfi höfundar
til þess að birta úr henni kafla. Helga er sjálfsagt óþarfi að
kynna svo vel sem hann er þekktur af náttúrurannsóknum
sínum og baráttu fyrir náttúruvernd og viðgangi náttúruvís-
indanna hér á Norðurlandi. Þar hefur hann unnið stórmerkt
starf, sem seint verður fullþakkað og má m. m. greina árangur
þess starfs hans í vaxandi áhuga og viðleitni Norðlendinga í
þeim málum, sem hann hefur einkum vakið máls á, en hann er
i fararbroddi þeirra manna hér norðan heiða, sem ætla Norð-
iendingum stærra hlutskipti og meiri metnað en þann, að vera
þiggjendur í menningarefnum. Með tilstyrk slíkra manna er
unnt að lifa í þeirri von, að Norðlendingar veiti sjálfir viðnám
því menningarlega arðráni, sem landshlutinn hefur búið við.
Bitstj.
Þekking á náttúrunni er nú
yfirleitt talin ein mikilvæg-
asta undirstaða efnalegra fram
fara og forsenda þess að hægt
verði að afstýra frekari
skemmdum á umhverfinu og
bæta fyrir unnin spjöll. Þess
arar þekkingar verður aðeins
aflað með náttúrurannsóknum.
Rannsóknir, sem gerðar eru í
fjarlægum löndum eða lands-
hlutum, hafa takmarkað gildi
fyrir okkar landshluta. Því er
nauðsynlegt, að rannsóknir á
náttúrunni fari einnig fram
hér. Til að efla þær rannsókn-
ir er mikilvægt, að komið verði
á fót náttúrufræðistofnun á
Norðurlandi.
Hlutverk þeirrar stofnunnar
ætti að vera:
1. ) Að safna saman og varð-
veita allar tiltækar heim
ildir (þar með taldir nátt-
úrugripir) um náttúru
N orðlendingaf j órðungs.
2. ) Að annast grundvallar-
rannsóknir á náttúru sama
svæðis og vera miðstöð
þeirra náttúrurannsókna,
sem þar eru gerðar.
3. ) Að taka að sér önnur þau
rannsóknarefni, sem brýnt
er að leysa, og aðstæður
gefa tilefni til.
4. ) Að miðla þekkingu um
náttúru fjórðungsins og
önnur rannsóknasvið, til
fræðimanna og almennings,
með útgáfu vísinda- og
fræðirita, opinberum sýn-
ingum, fyrirlestrum og. fl.
5. ) Að leiðbeina um landnyt
jar og verndun landgæða,
svo og almenna náttúru-
vernd.
6. ) Að aðstoða við uppbygg
ingu náttúrugripasafna og
náttúrurannsóknastöðva í
fjórðungnum.
7. ) Að annast samskipti við
innlendar og erlendar nátt-
úrufræðistofnanir.
Undirstöður slíkrar stofn-
unar eru þegar fyrir hendi á
Norðurlandi, þar sem eru:
1.) Náttúrugripasafnið á
Akureyri. Stofnað 1951. Upp-
haflega sýningasafn, en síðan
1960 hefur það verið rann-
sóknastofnun á öðrum þræði,
sem reynt hefur að rækja
flest þau verkefni, sem hér
að framan voru talinn hlut-
verk náttúrufræðistofnunnar
á Norðurlandi. (sbr. skýrslur
safnsins og greinargerð um
rannsóknir þess.)
Safnið varðveitir stór rann
sóknasöfn á sviði grasafræði,
einkum af háplöntum, svepp-
um og fléttum, og er stöðugt
unnið að rannsóknum á þeim.
Sveppa- og fléttufræði má
kalla sérgrein safnsins. Auk
þess hefur Safnið unnið að
öðrum rannsóknaverkefnum,
svo sem rannsóknum á ferks-
vatnslífi, jarðvegslífi og meng
un. Safnið stendur að útgáfu
grasafræðitímaritsins Acta
botanica islandica, er áður
nefndist Flóra, og sér um rit-
stjórn þess. Safnið hefur beitt
sér fyrir stofnim rannsóknar-
stöðva á Víkurbakka við Eyja
fjörð, og í Mývatnssveit, og
stutt uppbyggingu héraðs- og
skólasafna í náttúrufræði.. Það
hefur frá upphafi haft fastar
sýningar fyrir almenning og
sérsýningar á ýmsum tímum.
Einnig hefur það verið virkt
á sviði náttúruverndar og beitt
sér fyrir stofnun náttúru
verndarsamtaka. Safnið stend
ur að útgáfu tímaritsins TÝLÍ,
sem fjallar um náttúrufræði og
náttúruvernd og er ætlað al-
menningi.
2. Lystigarður Akureyrar.
Stofnaður 1912. Upphaflega
skrúðgarður og skemmtigarð-
ur, en síðan 1954 hefur hann
verið grasafræðigarður að
nokkru leyti. Eru þar nú rækt
aðar nær allar íslenskar há-
plöntutegundir og um 1500
erlendar, þar á meðal margar
heimskautategundir Garður-
hefur fræskipti við fjölmargar
erlendar stofnanir. Garðurinn
er eign Akureyrarbæjar, eins
og Náttúrugripasafnið.
3. Rannsóknastöðin Katla á
Víkurbakka. Stofnuð 1970, í
þeim tilgangi, að koma þar upp
rannsóknaraðstöðu í sem flest
um greinum umhverfisfræða.
Innlendir og erlendir vísinda-
menn hafa dvalizt þar á
sumrum við ýmsar rannsóknir.
Stöðinni er einnig ætlað að
annast námskeiðshald í nátt-
úrufræðum. Stöðin er sjálfs-
eignarstofnun, en starfar í
nánum tengslum við Náttúru-
gripasafnið á Akureyri.
4. ) Jarðskjálftamælir á Ak-
ureyri. Um 1965 var settur
upp á Akureyri, jarðskjálfta-
mælir af fullkomnustu gerð.
Mælirinn er þáttur í alþjóðlegu
neti slíkra mæla, enda kost-
aður af alþjólegum stofnunum,
en Veðurstofa íslands annast
reksturinn. Mælirinn er til
húsa í Lögreglustöð Akureyrar
og annast lögreglan um dag-
lega vörzlu.
5.) Rannsóknir Ólafs Jóns-
sonar. Ólafur Jónsson ráðu-
nautur hefur um áratuga skeið
fengist við jarðfræðirannsókn
ir á Norðurlandi, einkum á ör
æfunum umhverfis Mývatn.
Um þær rannsóknir skrifaði
hann bókina Ódáðahraun, 3
bindi alls. Frá 1945 hefur Ól-
afur fengist við rannsók snjó
flóða og skriðufalla og ritað
bækur um þau efni. Á síðari
árum hefur hann beitt sér að
rannsóknum framhlaupa (berg
hlaupa) um allt landið, og safn
að miklum heimildum um það
efni. Slíkar rannsóknir hafa
ekki verið gerðar af öðrum
aðiljum hér á landi.
6. ) Náttúrufræðibókasafn
Steindórs. Steindór Steindórs-
son grasafræðingur á Akur-
eyri, hefur komið sér upp
miklu safni náttúrufræðibóka.
Hluta safnsins hefur hann selt
Menntaskólanum á Akureyri,
en megin hlutinn er þó enn í
eigu hans.
7. ) Ymsar rannsóknir og
söfnun annara náttúrufræð-
inga á svæðinu, myndar einnig
mikilvæga undirstöðu náttúru
fræðistofnunar. Má nefna t. d.,
rannsóknir Helga Jónassonar
á flóru Þingeyjarþings, og
grasasafn hans, sem nú er á-
kveðið að Náttúrugripasafnið
kaupi.
Allt það, sem hér hefur
verið talið mætti sameina, að
einhverju eða öllu leyti undir
fyrirhugaðri Náttúrufræði
stofnun Norðurlands. Þar sem
flestar undirstöður þessarar
stofnunar eru á Akureyri, eða
í næsta nágrenni hennar, er
ekkert álitamál, að stofnunin
ætti að rísa þar.
Akureyri er á miðju rann-
sóknarsvæðinu, svo næstum
er jafn langt til allra marka
þess.
Náttúruskilyrði eru mjög-
fjölbreytt í nágrenni Akur-
eyrar, svo að þess finnast varla
dæmi í umhverfi annara bæja
hér á landi. Akureyri stendur
við botn lengsta fjarðar á
Norðurlandi, en í honum eru
óvenju fjölbreytt lífsskilyrði.
Rannsóknastöðin Katla, stend
ur við miðjan fjörðinn, og er
þar góð aðstaða til rannsókna
á honum og lífríki hans.
í næsta nágrenni Akureyrar
eru háfjöll, allt að 1500 m.
með fjölbreyttum bergmynd-
unum, skriðjöklum og ríku-
legum gróðri, sem víða nær
mikilli hæð. Þar vaxa ýmsar
tegundir plantna, sem lítið
eða ekki finnast annars staðar
hér á landi.
Merkilegt óshólmasvæði
með víðlendum leirum er rétt
við bæjardyrnar, en þar hefur
til þessa verið auðugt fugla-
líf.
Skammt er að fara í eitt
mesta skógarsvæði landsins í
Fnjóskadalnum. Jarðeldasvæð
ið á austanverðu Norðurlandi
er heldur ekki langt undan,
og hin lífauðugu vötn í S-Þing
eyjarsýslu. Rannsóknastofan
við Mývatn bætir alla aðstöðu
til rannsókna á þeim fyrir-
bærum.
Veðurfar og loftslag á Mið-
norðurlandi er gerólíkt því,
sem gerist við Faxaflóa, og ber
töluverðan keim af meginlands
loftslagi. Gefur það mikla
möguleika á vistfræðilegum
samanburði við suðvesturland
ið-
Því verður sem sé ekki með
rökum neitað, að Akureyri er
mjög vel í sveit sett fyrir
Náttúrufræðistofnun Norður-
lands.
Menningarstofnanir ýmsar
eru fyrir á Akureyri, sem stutt
geta starfsemi fyrirhugaðrar
náttúrufræðistofnimar.
1.) Menntaskólinn á Akur-
Bannsóknarstöðin Katla, Víkurbakka.
eyri, er vaxinn upp úr Möðru-
vallaskólanum, sem hóf göngu
sína árið 1880. Merkir náttúru-
fræðingar hafa frá upphafi
starfað við þennan skóla, og
má þar nefna t. d. Þarvald
Thoroddsen, Stefán Stefáns-
son, Ólaf Davíðsson, Guðmund
G. Bárðarson, Trausta Einars-
son og Steindór Steindórs-
son. Þessum mönnum eigum
við að þakka, mikið af þeirri
vitneskju, sem þegar hefur
fengist um náttúru landsins
og Eyjafjarðar sérstaklega.
Líklegt er að framvegis muni
starfa náttúrufræðingar við
skólann, sem jafnframt muni
fást við náttúrurannsóknir og
kynningu á náttúrufræðum.
2. ) Amtbókasáfnið, er lang-
stærsta og fjölbreyttasta bóka
safn á Norðurlandi, og þar er
a finna töluvert af fræðibók-
um og mikilvægum heimildar
ritum í náttúrufræði. Safnið
nýtur þeirra forréttinda, að
fá eitt eintak af öllu sem prent
að er í landinu, og eykur það
mjög á gildi þess.
3. ) Rannsóknarstofa Norður
lands, var stofnuð af Rækt-
unarfélagi Norðurlands um
1965. Hlutverk hennar er að
annast ýmsar rannsóknir fyrir
landbúnaðinn í fjórðungnum,
en hún hefur einnig tekið að
sér önnur verkefni. Á stofn-
uninni er mjög góð aðstaða til
flestra efnarannsókna. Þar
starfa nú tveir sérfræðingar
auk aðstoðarfólks, og vinna
þeir sumpart að sjálfum rann
sóknum.
4. ) Aðrar raxmsóknarstofur,
en þar má nefna t. d. rann-
sóknastofu Mjólkursamlags
KEA, sem fæst einkum við
gerlarannsóknir, rannsókna-
stofu Fjórungssjúkrahússins á
Akureyri og fleiri af svipuðu
tagi. Einnig má nefna útibú
frá Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddssen, sem um skeið
hefur starfað á Akureyri.
Héraðsnáttúrugripasöfn munu
eflaust spretta upp í flestum
stærri bæjum á Norðurlandi
á næstu árum. Hlutverk þeirra
verður aðallega að sýna nátt-
úrugripi og kynna náttúrufar
síns svæðis. Sum þeirra geta
einnig gengt hlutverki nátt-
úrurannsóknastöðva og hugsan
legt er að einhver þeirra þró
ist síðar upp í rannsókna-
stofnanir. Þessi söfn ættu að
starfa í nánum tengzlum við
Náttúrufræðistofnun Norður-
lands.
Fyrsta safnið af þessu tagi
í fjórðungnum, hefur þegar
verið stofnað á Húsavík og
hefur eignast nokkra góða
gripi. Einnig hefur verið rætt
um stofnun slíks safns á Sauð
árkróki.
Rannsóknastöð í Mývatns-
sveit hefur lengi verið á döf-
inni, og má skoða rannsókna-
stofu NAA í Vogum sem byrj-
im á slíkri stöð. Stöðinni
hefur þegar verið valinn stað
Framhald á bls. 7.
ALÞÝÐUMAÐURINN — 5