Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.12.1974, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 10.12.1974, Blaðsíða 4
 Almenna bókafélagið LEIKUR AÐ LJÓÐUM eftir Kristmann Þó að Kristmann Guðmundsson sé að sjálfsögðu kunnastur fyr- ir skáldsögur sínar, sem öfluðu honum kornungum mikilla vin- sælda víðsvegar um lönd, munu allmargir lesendur hans minn- ast þess, að hann hefur komið víðar við á ritferli sínum og m. a. lagt stund á ljóðagerð. Eftir kuldalega æsku, hrakninga og heilsuleysi, og vonlaus inn skólagöngu og annan frama hér heima, tókst honum, einkum með góðfúsri aðstoð Þorsteins Gíslasonar skálds og ritstjóra, að koma sér til Noregs, staðráð- inn, eins og hann komst þá að orði, að „gera Islendingum það til skammar að verða þeim til sóma“, en nokkru áður, aðeins tvítugur að aldri, hafði hann gefið úl allmyndarlega ljóða- hók Rökkursöngva (1922). Kom hann henni á framfæri með því að safna sjálfur áskrifendum að henni. Eftir margra ára útivist fluttist Kristmann aftur til ís- lands og alllöngu síðar gaf Helgafell út aðra ljóðabók hans, Kristmannskver. Var hún prent- uð í mj ög litlu upplagi og báðar munu þessar bækur nú vera lítt eða ekki fáanlegar. En nú hefur Almenna bóka- félagið sent frá sér þriðju kvæða bók Kristmanns og nefnist hún Le'.kur að Ijóðum. Skiptist hún í þrjá kafla, Æskuljóð, Ljóð frá miðjum aldri og Ljóð frá síðari árum. Má ætla, að bókin hafi að geyma flest þau ljóð, sem höf- undurinn hefur viljpð halda til liaga, allt frá elsta ljóðinu, sem hann yrkir 11 ára og til hinna síðustu. Þó að Kristmann hafi átt mis j öfnu atlæti að fagna í uppvext- inum og snemma kynnzt biturri lífsreynslu, hefur bernska hans og æska engu að síður miðlað hinum ljóðræna unglingi mörg- um unaðsdraumi og þangað hef- ur honum löngum verið tamast að láta hugann hv^rfla. Æska og ástir verða honum tíðast þau yrkisefni, sem lyfta Ijóðunum upp yfir beiskju og sárindi langrar lífsreynslu og halda minningum hans hreinum og óvelktum. Auðvitað væri mjög rangt að telja öll kvæði Kristmanns til sama yfirbragðs og einkenna. í síðari ljóðum hans er að finna áhrif frá austrænni lífsspeki, og sumstaðar gætir þar nokkurs napurleiks, sem freistar hans til 4 - ALÞÝÐUMAÐURINN að segja skoðun sína afdráttar- laust. Af þeim toga er t. d. kvæð ið Andvökunótt, þar sem höf- undurinn krefur sagna sjálfan djöfulinn, sem náð hefur drott- insvaldi á sál unnustu hans og þröngvað henni til illverka. Leikur að Ijóðum er 107 bls. að stærð og hin fegursta að öll- um frágangi. Kápu gerði teikni- stofa Torfa Jónssonar, en setn- ingu, prentun og bókband leysti Prentsmiðja Hafnarfjarðar af hendi. FÁNAR AÐ FORNU OG NÝJU Fánar að fornu og nýju eftir Oliver Evans er fyrsta ritið í nýjum og handhægum flokki Fjölfræðibóka AB og er jafn- ins. Heimir Pálsson hefur þýtt bókina, en ritstjóri Fjölfræði- safnsins er Ornólfur Thorlacius. Allur frágangur bókarinnar er hinn snyrtilegasti og m. a. hefur hún að geyma ekki færri en 350 litmyndir. Meira er þó um það vert, hversu bókin, sem flestir mundu ætla að fyrra hragði nokkuð einhæfa að efni, miðlar lesendum sínum þvert á móti ótrúlega miklu af fjölbreyttum og óvæntum fróðleik, enda er þar ekki aðeins að finna „lýs- ingra og myndir af fánum flestra ríkja veraldar, sem og af fánum fylkja, héraða og alþjóðastofn- ana og af skaldarmerkjum landa, svæða og höfðingja, heldur er hér og að finna námu sagnfræði fróðleiks, sem fram er settur á mjög aðgengilegan og skemmti- legan hátt.“ Bókin var upphaflega gefin út á ensku, en hefur síðan farið í þýðingum víða um heim. Setn- ingu textans annaðist Prent- stofa G. Benediktssonar, Reykja- vík, en prentun og bókband var unnin af hinu þekkta ítalska út- gáfufyrirtæki Arnoldos Monda- doris í Vernoa. Geta má þess, að næstu fjöl- fræðibækur Bókaklúbbs AB verða Uppruni mannkyns og Fornleifafræði. Rétt er einnig að minna á það, að Bókaklúbb- urinn er til þess stofnaður að gefa mönnum kost á úrvals bók- um við lægra verð en hugsan- legt væri á almennum bóka- markaði. Þessa bók eins og aðr- ar bækur, sem koma út hjá Bókaklúbbi AB, geta aðeins fé- lagsmenn í Bókaklúbbnum eign- ast. Þær verða ekki til sölu í bókaverzlunum. Verð þessarar bókar er aðeins kr. 800.00 og hefur hún nú verið send þeim, sem þegar hafa gerzt félags- menn í Bókaklúbbi AB. ÁST OG ÖNGÞVEITI í ÍSLENDINGASÖGUM Vafalaust er það eitt merkileg- asta ævintýrið í allri menningar- sögu veraldar, að þjóð, sem taldi aðeins fáa tugi þúsunda og hafði ekki alls fyrir löngu tekið sér bólfestu á „takmörkum hins byggilega heims“, eins og nú er stundum kveðið að orði, skuli á einu myrkasta skeiði germanskr- ar sögu, látið eftir sig bók- menntaleg afrek, sem enn í dag eða átta öldum síðar, eru víðs vegar um lönd mikið og hug- stætt viðfangsefni ýmissa hinna gáfuðustu fræðimnana, og æ fleiri menntastofnanir láta sig skipta. Sennilega lýsir það best lífshætti þessara fornu bók- mennta, að svo að segja hver og einn hinna mætu manna, sem lagt hafa stund á þær, virðast hafa leitt í ljós niðurstöður, sem ýmist frá listrænu eða sagn- fræðilegu sjónarmiði varpar á þær nýju ljósi, eða gefa átyllu til nýrra skoðanaskipta. Til slíkra rita telst tvímælalaust bók- in Ast og öngþveiti í Islendinga- sögum, sem Almenna bókafé- lagið hefur nú gefið út í þýð- ingu Bjarna Sigurðssonar. Höfundur þessarar bókar er danskur rithöfundur og fræði- maður, Thomas Bredsdorff, fæddur 1937. Hann varð cand. mag. í dönsku og ensku 1965, og sama ár ráðinn að Politiken, til að skrifa um bókmenntir og önn- ur menningarmál. Árið eftir hlaut hann styrk til tveggja ára framhaldsnáms og gerðist að því loknu kennari í nomenum bókmenntum við Hafnarháskóla. Hann hefur ritað nokkrar bæk- ur, sem hafa aflað honum virð- ingar og álits. Árið 1969 gaf hann út Tvœr 1 slendingasögur, og hin síðari ár hafa íslenskar fornbókmenntir orðið honum æ áleitnari viðfangsefni. Er það til merkis um traust það, er hann nýtur meðal fræðimanna í þess- um vísindum, að Háskólinn í Kaupmannahöfn veitti honum misseris leyfi frá kennsluskvldu, til að ganga frá bók sinni, Ast og öngþveiti í Islendingasögum. Ast og öngþveiti hefur að geyma rannsóknir á lífsmynd Is- lendingasagna, en er þó umfram annað skilgreining á nokkrum frægustu fornsögum vorum, svo sem Egils sögu, Gísla sögu Súrs- sonar, Njáls sögu, Grettis sögu og Laxdæla sögu. Þekking höf- undar og hugkvæmni verður ekki dregin í efa, enda kemst hann í bók sinni að ýmsum markverðum og nýstárlegum niðurstöðum. M. a. sýnir hann fram á, að bak við hinar auð- sæju uppistöðumyndir verk- anna, sem speglast í blóðugum átökum um völd og heiður, má auðveldlega greina annað sagna- mynstur, hinar ástríðufullu ástir og hætturnar, sem þjóðfélaginu eru búnar, þegar þeim er fylgt eftir, án þess að hirt sé um lög og réttarreglur. Þannig verða ís- lendingasögurnar að mati höf- undarins, tilraun til að skýra ástæðuna fyrir öngþveiti og upp- lausn hins íslenska þjóðveldis, en í lokakafla er greint frá því, að hvaða leyti þessar athuganir koma heim við fyrri rannsóknir á sögunum. Ast og öngþveiti er hók, sem enginn áhugamaður um íslensk- ar fornsögur má láta álesna. Hún er 164 hls. að stærð, prent- uð í Odda og bundin í Sveina- bókbandinu, en kápuna gerði Otti Ólafsson. TVÆR SKÁLDSÖGUR FRÁ AB Það hefur að sönnu aldrei verið keppikefli Almenna hóka- félagsins, að sjá félagsmönnum sínum og öðrum viðskiptavinum fyrir þeirri tegund lesefnis, sem talið hefur verið til svonefndra „reyfara“, og miðast við dægra- styttingu eina saman. Þó verður því ekki neitað, að á tímum mik- illar óvissu og „taugastreitu“, hafa afþreyingarbókmenntir mj ög eðlilegu hlutverki að gegna. En einnig þá skiptir það vissulega máli, að ekki gæti handahófs um val slíkra bóka, fremur en annarra. Georges Simenon, höfundur þeirra tveggja bóka, sem nú verða samferða á markaðinn, er uppruninn í Belgíu, en hefur alið lengstan aldur í Frakklandi. Hann hefur um áratuga skeið verið talinn einn hinn snjallasti höfundur leynilögreglusagna, en einnig hefur hann skrifað aðrar skáldsögur, þar sem hann lætur hókmenntalegt gildi sitja í fyrir- rúmi. Áður hefur AB gefið út eftir hann tvær sögur og íjöll- uðu þær um afrek og ævintýri Maigrets, hins fræga leynilög- reglufulltrúa, sem fyrir löngu er orðinn lesendum Simenons, víðs vegar um heim jafn raunveru- legur, og væri hann málkunn- ingi þeirra úr næsta húsi. 1 þessum nýju bókum er Mai- gret enn aðalsöguhetjan, og líkt sem fyrr, skirrist hann hvorki við vanda né hættur, ef um er að ræða að varpa ljósi yfir myrkraverk stórborga — eða koma í veg fyrir glæpi, „sem liggja í loftinu“. í fyrri bókinni, sem nefnist I helgreipum efans, er það síðarnefnda verkefnið, sem veldur honum sálarkvölum og samviskubiti. I raun er þessi bók í sérflokki meðal leyni- lögreglusagna, þó að hvorki skorti þar hin sígildu innviði slíkra bókmennta, svo sem gagn- kvæm hjúskaparbrot og eitur- byrlanir. En segja má, að hér sé fiallað um tvennar atburðakeðj- ur, sem fléttast hver inn í aðra og freistar getspeki lesendanna, allt fram að hinni örlagaríku lokaspurningu: Hver er sak- borningurinn? 124 bls. Vegamót í myrkri nefnist hin sagan. Þar beitir Simenon þeirri frásagnaraðferð, að leiða les- endur strax í upphafi á vettvang þeirra vofeiflegu atburðarásar, sem upp frá því heldur athygli manna örugglega fastri, uns yfir lýkur og allar gátur hafa verið ráðnar — þótt það verði kannski ekki alveg með þeim hætti, sem helst mátti gera ráð fyrir, m. a. vegna þess, að það eru stundum hin smávægilegu mistök, sem hafa að síðustu hin örlagaríkustu úrslit í för með sér. 112 bls. Hulda Valtýsdóttir þýddi báð- ar bækurnar, Alþýðuprentsmiðj- an hf. annaðist setningu og prentun og Félagsbókbandið hf. annaðist bókband. Bækur frá Skfaldborg Nýlega er komin út hjá bóka- útgáfunni Skjaldborg ljóða- og vísnabók eftir Jón Bjarnason, lengi bónda að Garðsvík á Sval- barðsströnd. Nefnir höfundur bókina ÞINGEYSKT LOFT. Jón bjarnason er löngu kunn- ur um Vaðla- og Þingeyjarþing fyrir léttar og hnittnar gaman- vísur, einnig gamanbragi, og því ekki ósennilegt, að margir hafi gaman af að eignast og lesa þessa bók hans. Hér verður þess ekki freistað að ritdæma bók þessa, en ekki þætti þeim, er þetta ritar, ósennilegt, að þeir fjölmörgu landsmenn, sem þekkja Gunnar Bjarnason, hrossaræktarráðunaut og kenn- ara, hafi skemmtan af að lesa ræðu hans á bændaklúbbsfundi á Akureyri 1960 endursagða af Jóni Bjarnasyni. Vafalaust hef- 'r frumræðan verið athyglis- verð og hressileg, enda endur- sögnin gerð af mikilli frásagna- gleði. Létt og leikandi er hún líka þessi yfirlætislausa staka Jóns: Ilér er ekkert hættuspil að hafa opna bæi. Það er enginn þjófur til í þessu byggðarlagi. Þá er á næstu grösum frá Skjaldborgarútgáfunni 3. hind- ið af ALDNIR HAFA ORÐIÐ, skráð af Erlingi Davíðssyni rit- stjóra. Eftir því sem Alþm. hef- ir fregnað, eru meðal viðmæl- enda Erlings Vilhjálmur Hjálm- arsson, menntamálaráðherra, Guðmundur Jónasson, bóndi að Ási í Vatnsdal, Gunnlaugur Gíslsaon, lengi bóndi að Sökku í Svarfaðardal, frú Fríða Sæ- Frh. á bls. 5.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.