Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.12.1974, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 10.12.1974, Blaðsíða 2
 ^/1 Utgefandi: Alþýðuflokksfélag ri VI Akureyrar. — Ritstjóri og ábm. 7—1 U VJ L- Hjörleifur Hallgríms. ALÞÝÐUMAÐURINN Afgreiðsla og auglýsingar Strandgötu 9, sími 11399. Prentsmiðja Björns Jónssonar — Akureyri Baráttan við „kerfið66 Ekki alls fyrir löngu hefur verið send út á meðal skóla- stjóra skyldunámsstigsins skýrsla, sem Arnór Hannibals- son hefur samið um ástand ýmissa þátta fræðslunnar og afskipta eða stjórnar menntamálaráðuneytisins á þeim eða sumra starfsmanna þess. Tekur Arnór að sögn blaðið sums staðar svo hressilega frá munninum, að ráðuneytisstjóri og menntamálaráðherra hafa talið sig knúða til að þvo hendur sínar af allri ábyrgð á skýrslu Arnórs. En þeir, sem til þekkja, glotta kalt. Ekki ríður vesal- mennskan við einteyming. Það er sem sé á orði meðal skóiamanna, að skýrsla Arnórs sé a. m. k. í meginatriðum rétt, og sá starfsmaður ráðuneytisins, sem hann deilir fast- ast á, valdi alls ekki starfi sínu, vegna skilningsleysis á því, vegna þverlyndis síns, vegna of mikils álags eða Vegna hæfileikaskorts. En í stað þess að athuga málið til hlítar þvær „kerfið“ bara hendur sínar og allt situr við hið sama, eilífir rembihnútar í fyrirgreiðslu- og framkvæmda- kerfinu. Þetta leiðir hugann að mörgum fleiri sjúkdómseinkenn- um „kerfisins.“ Tökum dómsmálin sem dæmi. Uppi var hávær gagnrýni á dómsmálastjórn Jóhanns Hafsteins, þeg- ar hann var dómsmálaráðherra. Hann þótti „partískur“ í embættisveitingum svo mjög, að hann veitti aldrei öðrum en Sjálfstæðismönnum embætti, nema þá ef hann var að losa sérstakt embætti fyrir einhvern gæðing flokksins og sá póstur þætti mikilsverðari en hinn, sem látinn var í skiptum. Enn var hann talinn halda föðurlegri verndar- hendi yfir afturhaldssömum og afkastahægum ráðuneytis- stjóra. Sjaldnast varð það þó sagt með sanni, að Jóhann Hafstein bæri ekki þá virðingu fyrir dómsmálunum, að hann leyfði sér að skipa óhæfa menn í embætti, en um- deilanlegar veitingar komu auðvitað fyrir, jafnvel for- kastanlegar, en aðeins sem undantekningar. Með komu Ólafs Jóhannessonar, prófessors í lögum og rétti, í dóms- málaráðherraembætti, vonuðu margir, að hann mundi hreinsa til í dómsmálaráðuneytinu: vekja ráðuneytið af afturhaldssvefni, hreinsa upp svefnmálabunkann af skrif- borðunum þar og skipa menn í störf eftir hæfileikum fyrst og fremst, ekki flokkslit. En vonirnar um Ólaf brugðust algerlega: ráðuneytið svaf fastar en fyrr á öllum umbóta- tillögum, embættisveitingar urðu svo gerræðisfullar, að þeir, sem best þekktu til, stóðu furðu lostnir, því að nú virtist flokkslitur, framsóknarlitur, skipta höfuðmáli, frændsemi og tengdir lítið, en hæfileikar og reynsla vera tæpast til álita. Satt best að segja þyrfti einhver hreinskilinn Arnór Hannibalsson að semja skýrslu um dómsmálastjórn Ólafs Jóhannessonar og leggja fyrir hið háa Alþingi. Enn mætti nefna sem dæmi þess, í hvert öngþveiti „kerfið“ getur leitt þau mál, sem því er trúað fyrir, en það er stjórnin á rafmagnsmálum ríkisins, bæði virkjunar- málin og dreifingarmálin: annars vegar seinagangur og úrræðaleysi, hins vegar óstjórn og bullandi taprekstur, sem almenningur verður að greiða þunga skatta fyrir. Einhver Arnór Hannibalsson þyrfti einnig þar að leggja skjölin á borðið. — IX. Fyrstur með íþróttafréttir helgarinnar ÍÞRÖTTIR 29. þing KSÍ inni í áfönsum. Um síðustu mánaðamót var haldið 29. þing KSÍ að Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Rúist hafði verið við nokkrum átök- um á þessu þingi, og þá sérstak- lega um tillögu stjórnarinnar um fjölgun liða í fyrstu deild, og einnig hafði heyrst, að Haf- steinn Guðmundsson, formaður IBK, mundi gefa kost á sér í stöðu formanns KSI, á móti Ellert B. Schram. Stungið var upp á Hafsteini Guðmundssyni, þegar á þingið var komið, en hann gaf ekki kost á sér, svo Ellert B. Schraro var endurkjör- inn formaður með miklum meirihluta atkvæða. Ur stjórn áttu að ganga Bjarni Felixson, Axel Friðriks- son og Friðjón Friðjónsson. Þeir gáfu allir kost á sér til endurkjörs, en auk þeirra komu fram tillögur um þá Helga Han- ielsson og Arna Þorgrímsson, og voru því 5 í framboði. Friðjón Friðjónsson var sá eini þeirra, sem hélt sæti sínu í stjórninni, en þeir Helgi Dan- íelsson og Árni Þorgrímsson sigruðu þá Bjarna og Axel. Fyrir í stjórninni voru Jens Sumarliðason, Jón Magnússon og Páll Bjarnason. Stærsta mál þingsins var til- laga stjórnarinnar um fjölgun liða í fyrstu deild úr 8 í 10, en þessi tillaga náði ekki fram að ganga, en þó var samþykkt, að fjölga liðunum úr 8 í 10 í á- föngum. Verður fjölgað um eitt lið árið 1976 og aftur um eitt lið árið eftir. Þetta þýðir, að Akur- eyringar verða að leika í 2. deild næsta ár. Verðum bara að sigra 2. deildina Eins og kunnugt er, þá töldu Akureyringar nokkuð víst, að fjölgað yrði í 1. deild, strax næsta sumar, og margir voru þeirrar skoðunar, að leikur þeirra við Viking um fallið vaui aðeins til málamynda. En nú hefur annað komið í ljós, því eins og annarsstaðar hér á síð- unni er getið um, var tillaga stjórnar KSl um fjölgun í I. deild felld, en breytngar- tillaga um sama efni samþykkt, þar sem fjölgað verður í deild- Við höfðum tal af Steindóri Gunnarssyni út af þessu máli, og sagði hann: — Ur því sem komið er, verð- um við bara að vinna 2. deild- ina næsta ár, ég tel okkur hafa gerl rétt með því að. leika þenn- an umrædda leik, þó margir séu þeirrar skoðunar, að það hefð- um við aldrei átt að gera. Málin voru komin þannig, að í algjört óefni var komið, og Síðasti spámaður okkar, Hjörl- ur Herbertsson, var með 6 leiki rétta á sínum seðli. í tilefni af því að þetta er síðasta spáin, sem hér fer á eftir, á þessu ári, þá hafði undirritaður hugsað sér að freista gæfunnar. Undirritaður hefur aldrei ver- ið neinn afreksmaður á íþrótta- sviðinu, en mjög áhugasamur um allt, sem heitir íþróttir, og ekki hvað síst áhugasamur um knattspyrnu og skíði. í rúm fimmtán ár bjó hann í Vestmannaeyjum og var þá stuðningsmaður IBV-liðsins, sem er mikið baráttulið og háði harða baráttu í þrjú skipti til að komast upp i 1. deild Síðan hefur liðið jafnan veri't í röð betri liða deildarinnar og tvisvar orðið bikarmeistari. Eftir að undirritaður flutti aftur hingað norður á aísku- stöðvarnar, hefur hann verið eindreginn stuðningsmaður ÍBA liðsins, en eins og fleirum, þótti honum fall liðsins í 2. deild orka tvímælis og liðið ekki eiga það hefði stjórn KSÍ og knattspyrnu- málin yfirleitt beðið mikinn hnekki, ef við ekki hefðum leik- ið, og hefði stjórnin þá orðið að gera einhverjar þær ráðstaf- anir, sem jafnvel hefðu orðið henni miður til framdráttar og getað leitt af sér heilmikla „sprengingu“. Á eftir því sem undan var gengið, tel ég okkur hafa farið illa út úr þessu á þing inu, en það breytist ekki héðan af, og nú höfum við aðeins eitt takmark, og það er að vinna 2. deildina næsta ár, og það mun okkur takast. Þess má geta, að talið er, að Keflvíkingar, Akurnesingar, Vestmannaeyingar, Fram og fé- lögin í kringum Reykjavík t. d. hafi verið á móti tveggja liða fjölgun í 1. deild, þegar næsta sumar. fall skilið. En einhvers staðar stendur: „fall er fararheill", og er undir- ritaður viss um, að ÍBA-dreng- irnir gjörsigri 2. deildina næsta sumar, og eftir þ°.ð muni þeir halda sæti sínu i I. dei'dinni svo tryggilega, að engin geti eíast um það framar, að þeir eigi þar tilverurétt. Uppáhaldslið undirritaðs í 1. deildinni ensku, er Arsenal, en hér kemur svo spám. Leikir 14. desember 1974: Arsenal — Leicester 1 Carlisle — Cheisea 1 Coventry — Newcastle 2 Derby — Everton 2 Ipswich — ottenham 1 Ipswich — Tottenlram 1 Leeds — Stoke 2 Liverpool — Luton 1 Middlesbro — Birmiagham 1 Q. P. R. - Sheff. Utd.~ 1 West Ham — Manch. City 1 Wolves — Burnley 1 Blackpool — Norwich 2 H. H. GLÆSILEGT ÚRVAL AF straufríu sængurfataefni Frotté-efni, nýir litir, — o. m. m. fl. Ath. að panta svampdýnurnar tímanlega fyrir jól. Dúkaverksmiðjan hf — Verslunin. — Sími 2-35-08. Enska knattspyrnan Spámaðurinn — 2 - ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.